Leita í fréttum mbl.is

Aldrei aftur Sigur Rós - aldrei

Ég endaði síðust bloggfærslu á því að segja ykkur frá veru minni inná kaffihúsinu Kofi Tómasar frænda, innan um Trefilmenni og miðbæjarrottur, eins og Gunnar kallar ákveðin hóp manna. Mér finnst það bísna góð nafngift. Það reyndi talsvert á mig að halda úti að sitja inni. Af hverju?. Forsaga málsins er að ég er einn þeirra fjölmörgu sem hreinlega þoli ekki Sigur Rós. Ég tek út þvílíkar kvalir við það að þurfa heyra þessa tónlist að það hálfa væri nóg. Þess vegna er ég vanur að skipta um rás eða slökkva á útvarpinu þegar þetta heyrist.

Hvað um það. Frændi minn hann Ævar Már sem er með afar sérstakan tónlistarsmekk (Þetta er hrós í garð Ævars, sem afar vandaður ungur maður) sagði við mig eitt sinn ,,Palli minn þú verður að gefa þér nægan tíma til að hlusta á Sigur Rós ekki bara eitt lag í einu".

Þar sem ég kom inn á umrætt kaffihús fór um mig undarlegur hrollur þegar ég settist og byrjaði að sötra kaffið. Sigur Rós hljómaði í kerfinu. Þegar laginu lauk var mér létt, í 10 sekúndur þá fór aftur um mig hrollur, enn meiri en í fyrra sinn - Sigur Rós hljómaði áfram. Ég tók á honum stóra mínum og varð hugsað til ráða Ævars hlusta meir og dæma svo. Þegar öðru laginu lauk fóru um huga minn milljón hugsanir - heldur þessi skelfing áfram?

Hálfri annarri klukkustund eftir að ég hafði sest inná kaffihúsið lauk þjáningum mínum  þegar konurnar hringdu og sögðu mér að verðkönnunarvinnu þeirra væri lokið og ég gæti hitt þær í bílahúsinu hafði Sigur Rós hljómað / öskrað í eyrum mér allan tímann.

Eftir þessa reynslu er ég bólusettur til lífstíðar. Á þess tónlist get ég ekki hlustað. Held svei mér þá að ég myndi frekar ganga fram af björgum en að leggja í það aftur að hlusta á þess ósköp. En ég held að þessi gerð tónlistar sé inni hjá Trefilmennum, það er þeirra vandamál.

Mynd dagsins hjá mér kemur þessum skrifum hér að ofan ekkert við. En bara af því að hún sýnir vel hve veðrið er yndislegt þessa daganna alla vega hér norðan heiða þá bara mátti ég til að leyfa henni að fljóta með. Sólin hækkar á lofti með hverjum deginum sem líður og það lifnar innra með manni von um bjarta tíma framundan. 

Málsháttur dagsins: Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Alveg sammála þér um að sonur minn hefur sérstakan tónlistarsmekk sem gerir hann alveg einstakann Hann var að reyna að setja inn coment hjá þér en gekk ekki eins og skildi En langar að koma einu að þú ert bólusettur til framtíðar en hann er merktur til framtíðar einu af þeirra fjölmörgu logó SIGURRÓSAR. Annars flottar myndir.

Hrönn Jóhannesdóttir, 4.3.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hæ! þetta er nákvæmlega það sem gerir lífið svo skemmtilegt þ.e. að það eru ekki allir á sömu skoðun og sammála um allt.

Páll Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Nákvæmlega þannig ekki væri nú gaman af lífinu ef allir hefðu sömu skoðanir og sama smekk á öllu milli himins og jarðar

Hrönn Jóhannesdóttir, 5.3.2009 kl. 09:43

4 identicon

Já sko sammála þér með Sigurrós frændi....og fallegur er fjörðurinn þinn

Anna Bogga (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband