25.2.2009 | 22:20
Aðeins á annað kíló
Allir hlægja á öskudaginn ó mér finnst svo gaman þá........ hver man ekki eftir þessu? Það var líf og fjör út um allan bæ frá því snemma í morgun og fram undir hádegi en þá fór að fjara undan eins og venja er til. Þá snúa börnin til síns heima og þá tekur við annars konar vinna - skipta nammi.
Það er af sem áður var þegar ég var krakki að maður gekk bæinn þverann og endilangan milli fyrirtækja og verslana til að hefja upp söng og þiggja góðgæti að launum. Í dag er umferðarþungi bíla með ólíkindum. Börnum er ekið milli staða af miklu kappi. Börnin mega jú ekki ganga of mikið - eða kannski er þetta af hagkvæmni ástæðum - þ.e.a.s. til að börnin komist yfir nægilega mikið.
Tvö af barnabörnum mínu sem eru hér í fallegu Þórsbúningunum fóru eins og önnur börn í bæinn og í hin ýmsu fyrirtæki og hófu upp raust sína og þáðu eitthvað af góðgæti í staðin. Afraksturinn eitthvað á annað kíló á barn, aðeins.
Sumir eru of ungir til að vera gerir út af örkinni í nammi söfnun en samt ekki of ungir til að klæðast löggubúningi. Ábúðarmikill og alvöru svipur leynir sér ekki á andliti unga löggumannsins. Hann fylgdist grannt með systrum sínum þegar namminu var skipt, í von um að þær sæju aumur á sér. Þetta eru slíkir gullmolar þ.e. systurnar og kom á daginn að hann fékk talsvert úthlutað úr þessum feita sjóði.
Þegar líða tók á daginn og sykursjokkið virtist ætla bera suma ofurliði og hiti færðist í leikinn voru sumir sem urðu full æstir og handtaka lá í loftinu. Spurningin er bara sú hver var það sem varð æstur, löggan eða barnið.
Af því að engin kennsla er í grunnskólanum á morgun var ákveðið að skvísurnar fengju að gista hjá afa og ömmu. Þegar það gerist þá er það venja að afi poppi fyrir börnin og þau fá að fara í alvöru freyðibað. Við slíkar aðstæður er gjarnan brugðið á leik í baði, eins og sjá má á þessari mynd.
Málsháttur dagsins: Oft er bráð reiði runnin fyrr en af veit.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.