21.2.2009 | 23:16
Skemmtileg tenging, ekki satt?
Þrátt fyrir að; í þjóðfélaginu megi skynja vonleysi, pirring og reiði vegna efnahagshrunsins er ekki hægt annað en að njóta lífsins og vera þakklátur fyrir það sem maður þó hefur. Á næstu vikum munu bloggheimar loga vegna skrifa manna um prófkjör, hanaslagur og allur pakkinn, þó ekki þessi bloggsíða, því get ég lofað ykkur. Ritstjóri þessarar bloggsíðu hefur ákveðið að hér verður bara bloggað á jákvæðum og skemmtilegum nótum.
Þegar kona kemst í ham er stundum betra að gefa henni næði, það skilar sér. Dagurinn í dag hófst á því að mín setti í gírinn og hóf að baka bollur. Til að gera engan óskunda skrapp ég í laugardags labbi- og bíltúr með viðhaldinu.
Á leið minni rétt fyrir neðan Kjarnalund sem er við Kjarnaskóg urðu á vegi mínum þessir sallarólegu hestar. Í þessu hreint út sagt yndislega veðri nutu þeir matar síns í mestu makindum og voru lítt að amast yfir nærveru minni. Og þó jú sá grái rétt gjóaði augunum að mér svona rétt til að kanna hvort ekki sé allt með feldu. Í fjarska má sjá hvar menn eru enn að vinna við framkvæmdir vegna lengingu flugbrautarinnar.
Já það ríkti kyrrð hjá hestunum rétt neðan skógarins og þegar litið var inn eftir einum stígnum virtist allt með kyrrum kjörum. Þrátt fyrir að allt liti út fyrir að vera með kyrrum kjörum var samt talsvert líf í skóginum þ.e. fólk á göngu. Nema hvað í svona veðri og í slíkri blíðu þá hreinlega er ekki annað hægt en að njóta lífsins.
Eins og ég sagði ,,allt með kyrrum kjörum" þarna líka. En svona rólegt er þetta ekki allt árið um kring. Reiðskóli já yfir sumartímann iðar þarna allt af lífi. Þarna lærir fólk að sitja hest og umgangast þessar tignarlegu skepnur. Og í jafn fallegu umhverfi og raunin er á - bara snilld. En staðurinn er sefur og varla nokkur sála á ferli. Og þó ekki alveg.
Þar sem ég var eins og í leiðslu með myndavélina framan á andlitinu fannst mér eins og ég skynjaði hreyfingu út undan mér. Hljóðlaus hreyfing til að byrja með. Tvær rosknar konur með greinilega vel roskinn hund á labbi. ,,Já þú ert bara að mynda góðan daginn" sagði önnur frúin þegar þær gengu framhjá, voffi sagði ekki boffs.
Já það fer vel á því að enda þessa myndasyrpu á þessari mynd. Þessa styttu má sjá rétt neðan við andarpollinn. Tvær konur horfa til himins. Ætli þær séu að fylgjast með flugumferð fuglanna sem koma að eða fljúga af andarpollinum? veit ekki. En það er kannski táknrænt að enda þetta hér því handann götunnar er gamla kartöflugeymslan, sem Logi Einarsson arkitekt breytti í vinnustofu fyrir fyrirtækið sitt Kollgáta. Logi er nefnilega sérlegur áhugamaður um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar ásamt Ragnari Sverrissyni stórkaupmanni í J.M.J. Já og ég var á leið á fund í Amtbókarsafninu þar sem nýtt miðbæjarskipulag er til kynningar. Talandi um tengingar og annað þá lýk ég þessu með því að segja ykkur frá því að þegar ég hafði tekið mér sæti og setið þar í u.þ.b. 5 mínútur og beið eftir að fundurinn byrjaði er bankað í bak mér og kunnugleg rödd sagði ,,Logi við bara tillum okkar hér við hliðina á Palla stór Þórsara" og viti menn þarna komu þeir félagar Ragnar og Logi og tók sæti við hlið mér - táknrænt og vel tengt ekki satt?
Ef þið hafið áhuga á að sjá þessar myndir í bestu gæðum þá kíkið á www.flickr.com/pallijo þar er hægt að stækka myndirnar upp og sjá í góðum gæðum.
Fróðleikur dagsins: Sir Winston Churchill skammtaði sjálfum sér 15 vindla á dag.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer vel á því að setja sjálfur inn fyrstu athugasemdina. Ég talaði um tengingar - Man einhver eftir hljómsveitinni Skriðjöklar? Arkitektinn Logi Einarsson sem ég endaði bloggið á var einn af meðlimum þeirra sveitar. Ekki sem hljóðfæraleikari, heldur sem dansari. Og eitt af þeim lögum sem skriðjöklarnir sungu hét einmitt ,,Er ekki tími til komin að tengja". Skemmtilegt ekki satt?
Páll Jóhannesson, 21.2.2009 kl. 23:43
Einhvernveginn næ ég ekki tengingu núna. Mér sýnist gamli heimabærinn minn vera bara steinsofandi þessa daganna, full rólegt finnst mér.
Færðu að smakka bollurnar fyrir bolludaginn?
S. Lúther Gestsson, 22.2.2009 kl. 13:02
Af og til slökum við á.... jájá venjan er að við höldum ærlega bolluveislu daginn áður.... nammi namm.
Páll Jóhannesson, 22.2.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.