Leita í fréttum mbl.is

Stærsti bryggjupolli í heimi

Nægar ástæður er til að láta það eftir sér að fara út og líta örlítið í kringum sig þá sumum hrylli við sökum kulda. Ekki bara að blessað hagkerfið sé kalt, heldur er í kaldara lagi út fyrir. Sumir segja að það sé ekkert til sem heitir kalt eða vont veður. Bara spurning um réttan klæðnað.  Ég notaði þessa visku og brunaði út. Blandaði saman laugardagsgöngu- og bíltúr í eitt með myndavélina góðu.

Fyrsti áfangastaður inn við Leirunesti. Séð þaðan til norðurs er nægt myndefni. Í 13 gráðu frosti er pollurinn fallegur og bærinn í heild. Snjór og sólin skreyta umhverfið.

ak_kirkja.jpg 

Akureyrarkirkja hefur löngum þótt vera eitt af helstu kennileitum bæjarins. Falleg bygging teiknuð af miklum meistara þ.e. Guðjón Samúelssyni. Verk hans eru mörg og flest þekkt, enda mikil augnayndi.

ice_fresh.jpg

Þrátt fyrir lágt hitastig þ.e. 13 gráður eins áður er getið mátti samt sjá einn harðjaxl róa til fiskjar á pollinum. Sjáið á myndinni rétt neðan við ,,Ice Fresh" á Akureyrinni, sem áður hét Sléttbakur sést í lítinn bát. Um aflabrögð er ekki vitað en trúlega ögn minna dregið að landi þar en á togaranum. 

bryggjupolli.jpg

Nýtt kennileiti á miðbæ Akureyrar hvort sem það mun verða jafn frægt og kirkjan skal ósagt látið er menningarhúsið sem er í byggingu og heiti Hof. Þetta er umdeilt hús. Ýmist er fólk ánægt með húsið og finnst það fallegt en öðrum þykir húsið ljótt og sjá því allt til foráttu. Bjarni Hafþór Helgason er gamansamur maður og sér hlutina oft í öðru ljósi en samferðamenn hans. Bjarni segir að sökum þess hvernig þetta hús sé í laginu (sívalningur) gætu ferðamálasamtök bæjarins grætt stór fé á því að markað setja húsið sem stærsta bryggjupolla í heimi. Húsið stendur jú við sjávarsíðuna og nánast við bryggju. Skemmtilegt, ekki satt?

Friðsældin alger og ég var farin að fíla mig eins og í sögunni ,,Palli var einn í heiminum" en þá var krunkað, ég var ekki einn í heiminum. Krummi fylgist með öllu og bíður átekta. Eftir hverju? kannski matarafgöngum frá fólki sem heimsækir nesti, hver veit?

krummi_789433.jpg

Hélt því næst í þorpið. Gleráin mér oft hugleikin. Skammt neðan stíflunnar er gamla Glerárbúin sem má muna sinn fífil fegurri. Komin til ára sinna og hefur svo sannarlega skilað sínu. Eitt sinn var hún eina brúin yfir Glerár og brúaði Glerárhverfi, sem eitt sinn var ekki hluti af bænum og Akureyrarbæ. 

glerabru_789437.jpg

En Glerá og gilið allt er fallegt hvernig sem á það er litið. 

gleragil.jpg

Styttist í að góðum göngu- og bíltúr fari að ljúka. En rétt ofan við gömlu Glerábrúnna má sjá gamla Glerárskóla, sem hefur nú fengið annað hlutverk. Fyrst var honum breytt í leikskóla og nú þjónar hann einstaklingum með einhverjar sérþarfir sem ég þekki eigi svo gjörla. En í þess húsi hóf ég mína skólagöngu ef frá er talin nokkra mánaða vist í smábarnaskóla Jóhannesar Óla. Á bæði ljúfar og sárar minningar úr þessu húsi. 

gleraskoli.jpg

Handan götunnar stóð eitt sinn hús sem hét Ljósstaðir. Þar bjó lengst af langamma mín og síðar ömmubróðir minn sem daglega var kallaður ,,Frændi". Ég mun fljótlega smella inn myndum af því húsi og blogga eilítið um það hús sem ég og fjölskylda mín á svo ljúfar minningar frá. Læt þessu myndabloggi lokið að sinni og vona að þið hafið haft gaman af líkt og ég sjálfur.

gleraskoli01.jpg

Málsháttur dagsins: Snemma beygist krókurinn sem verða vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já ég sé að strætó er farinn að ganga víða. Fallegar myndir og greinilegt að þið viðhaldið eruð farin að ná vel saman.

Hér fyrir sunnan er hvítt yfir öllu eins og hjá ykkur og erum við á þessu heimili nokkuð góð að nota okkur það, þó kuldinn hafi verið nokkur undanfarna daga.

Mér finnst samt Eyfirskur snjór miklu fallegri enn sunnansnjór.

S. Lúther Gestsson, 7.2.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Glæsilegar myndir haltu áfram að birta svona flottar myndir. Kveðja frá Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.2.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband