4.1.2009 | 15:20
Sigurður Kári haltrar um með bjálka í auganu
Las hreint dæmalausa frétt á fréttavefnum vísir þar sem Sigurður Kári Kristinsson sagði m.a. ,,Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg". Það er reyndar alveg rétt hjá þessum strák því staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn sá alfarið einn um að stilla sjálfum sér og þjóðinni upp að þeim vegg. Held að Sigurður Kári og félagar ættu að leggja smá vinnu í að skoða sögu síðustu 17 ára og þegar því er lokið þá skulum við skoða og sjá til hvort þeir séu ekki búnir að skjóta sig rækilega á BÁÐA fæturnar.
Til fróðleiks: Það er auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Palli minn og gleðilegt nýár. Ég sé hér neðar á síðunni að þú hefur gleypt hráar, fréttirnar sem landslýður hefur verið mataður á að undanförnu. Í fyrstu ætla ég að segja þér þær fréttir að ég var staddur á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðlanna þ.e. fjölmiðlanna okkar hefur Austurvöllur hlaupið um hér um bil 60%. Þar var þéttstaðið og sagan segir okkur að miðað við hvað þétt fólk stóð voru þarna ekki færri en 3500 manns. Ég var þarna í klukkustund og reyndi að mjaka mér aðeins um svæðið um leið og ég hlustaði á ræðumenn. Þótt áheyrendur væru margir hverjir með regnhlífar, er ég eins og þú kannske manst, ekki svo hávaxinn að ég skagi langt upp í þau möstur en mér gekk bölvanlega að komast áfram og eftir klukkutíma var ég ekki kominn yfir helming Vallarins þversöm og allan tímann virtist fólki fjölga.
Síðan hitt að ég rakst á ljósmyndara þarna sem ég kannast við. Hann sagði mér að hann hefði verið staddur utan við Hótel Borg á gamaársdag þegar ólætin upphófust. Hann lýsti þeim þannig að þarna hefðu tveir menn ruðst um, stjakað við fólki og hrint, greinilega í ákveðnum tilgangi. Síðan hefur komið í ljós að kennsl hafa verið borin á þessa peyja og er annar þeirra hagfræðingur í sjálfum Seðlabankanum og hinn, bróðir hans svæfingalæknir á Landspítala. Það er öllum heimilt að mótmæla ef þeim finnst sér misboðið. Það má vel vera að þér sé alls ekki misboðið og er það að sjálfsögðu þitt mál. Hitt er hins vegar alveg ljóst að á þessum tímum þar sem þinn vesæli flokkur er að reyna að draga fram lífið án nokkurs súrefnis, svellur sífellt fleirum móður og við megum þakka fyrir meðan almenningur tekur ekki til örþrifaráða. Við verðum að átta okkur á að við sjáum bara toppinn á skíthaugnum. aðalhaugurinn er enn undir sjóndeildarhringnum. Gleymdu því ekki að þessi ríkisstjórn er búin að sitja í bráðum 19 mánuði og enn bólar ekki á hinum minnstu viðbrögðum af hennar hálfu. Nú viljum fara að sjá hausa fjúka. Ekki af búkum heldur ú stjórnarráðinu, Seðlabankanum, fjálmálaeftirlitinu, bönkunum, verkalýðshreyfingunni og víðar. Þessi ósómi er orðinn nægur. Lifðu heill vinur en gleymdu ekki því að það hafa allir heimilan aðgang að skoðanakistunni.
Þórbergur Torfason, 5.1.2009 kl. 07:31
Þú segir nokkuð Beggi minn - Austurvöllur hlaupið.... varstu nokkuð búin að fá þér einn öllara og séð tvöfalt? Ég veit vel að ég horfi aðeins á toppinn á skítahaugnum rétt eins og þú enda hvarflar ekki að mér að kafa ofaní flórinn. Hitt er annað mál að ef þú gætir fundið einn stjórnmálamann, ríkisembættismann eða einn einasta stjórnanda úr bönkunum sem enga ábyrgð ber þá ertu snillingur. Menn bera jú mismikla ábyrgð, svo vandasamt verður að ákveða hvern á að höggva og hvern ekki - kannski best að fara að fordæmi ofstækisfullra manna og höggva alla.
Hitt er svo annað mál að hvort minn flokkur (hver sem hann nú er þar sem ég er ekki flokksbundinn neinum flokki og hvergi skráður í eitt né neitt nema félagi í Þór og stimplaður öryrki) beri meiri ábyrgð en annar stendur mér á sama. En fyrsta skrefið á betra lífi verður ekki tekið fyrr en þjóðinni tekst að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og draga úr honum vígtennurnar, þangað til sitjum við uppi á sama skítahaugnum og fyrr.
Talandi um að ekkert hafi gerst sl. 19 mánuði - hvar hefur þú verið Beggi minn! Þegar neglan var tekin úr skútunni okkar tók hún að sökkva hraðar en nokkurn óraði fyrir. Og það sem verra er að það er alveg sama hvað menn eiga eftir að gera næstu mánuði það er ekki hægt að bjarga skútunni hún er sokkinn og engin fær rönd við reist. Það kom nefnilega komið á daginn að kúkurinn sem hafði safnast fyrir síðustu ár er meiri en svo að það allur heimsins klósettpappír dugar ekki til að skeina þessa vesalinga sem sökktu skútunni. Hvað vilt þú gera? reka menn - hverjir eiga taka við? ekki ert þú svo blindur að halda að það bíði menn í biðröðum til að moka flórinn þótt allir 63 þingmennirnir okkar fari frá og embættismannakerfið með?
Að lokum Beggi minn! ég geri mér grein fyrir því að þjóðin er gjaldþrota, áttar þú þig á því? áttar þingheimur sig á því? hvað ef ekki þetta heldur hitt og allt þar fram eftir götunum. Málið er að menn hafa ekki legið á liði sínu við að segja hvað allt er vitlaust sem stjórnin gerir en hvaða ráð hafa menn? ENGINN ekki einu sinni stjórnarandstaðan HÚN ER DÁINN. Ég sem var að vona að þeir gætu komið með smá ljóstýru í líf okkar með að benda á aðrar lausnir - en nei og aftur nei - ÞEIR ERU LÍKA DAUÐIR.
E.s Langloku svarar maður með langloku
Bestu kveðjur í suðursveitina
Páll Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 16:19
Hæ Palli,þú segist ekki vera flokksbundinn, þarf maður ekki að vera flokksbundinn til að vera á lista í framboði. Er það ekki rétt munað hjá mér að þú varst á lista samfylkingunnar fyrir síðustu kostningar. Palli vissulega tóku ríkisstjórnin við stórum skítahaug sem vissulega hafði safnast saman í stjórnartíð sjálfstæðis og framsóknar. En hvað hefur samfylkingin gert til þess að reyna að bæta ástandið.Meira að segja Solla lét hafa eftir sér þau fleygu orð að hér væri engin kreppa rétt fyrir hrunið mikla. Ertu svo hissa á því að fólk missi stjórn á skapi sínu þegar þúsundir manna mótmæla í hverri viku og fá það svo framan í andlitið frá Solli að þetta sé ekki rödd fólksins. Fólk er reitt því greinilegt er að friðsamleg mótmæli skila engum árangri.Í ríkisstjórn situr siðlaust fólk og mun sitja áfram á sama hverju gengur enda tíðkast ekki á Íslandi að stjórnmálamenn þurfi að sæta ábyrgð. Og hvað á að gera?Á bara að láta þetta fólk sitja áfram sem fastast. Þau eru búin að sína það og sanna þau ráða ekki við ástandið og er það flestum það ljóst sem ná að opna bæði augun að þau hafa unnið mjög illa úr okkar málum. Og Páll við Íslendingar eigum fullt af fagfólki til að takst á við þessi verkefni, það er nefninlega til fleira fólk en dýralæknir,fiskeldisfræðingur, lögfræðingur,sagnfræðingur og heimspeningur enda búið að sanna sig að sú menntun hentar ekki til ríkisstjórnarsetu.Skrítið að svona ofboðslega góði flokkur samfylkingin skuli vilja sænga með jafn slæmum flokki og sjálfstæðisflokkurinn er.
Jói Mar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:53
Jú Jói minn ég var á lista Samfylkingarinnar við síðustu kosningar en sagði mig fljótt úr flokknum þar sem ég var ósáttur við samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og er enn. Og það er rétt hjá þér að það er til nóg af hæfu fólki í landinu ég er ekki að efast um það - en ég er ekki viss um að það fólk sé reiðubúið að taka að sér að moka þann gríðarlega stóra skítahaug sem bíður þess að vera mokað enda vandséð að Íslendingum takist það hjálparlaust.
Ég veit ekki með þessi mótmæli - ég er reiður en ofbeldi og skrílslæti skilar mér engu svo ég læt mér nægja að mótmæla á heiðarlegan hátt án þess að skemma og meiða, hvort það skilar mér einhverju efast ég um. En bíðum og sjáum til. Alla vega ef kosið yrði í dag myndi ég skila auðu nema ef ég sæi þann möguleika að 63 ný andlit tækju sæti á hinum háa alþingi.
Páll Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 17:22
Palli. Skíthaugurinn sem þér er svo umhugað um er tilkominn vegna fáránlegra ákvarðana sem teknar hafa verið af stjórnsýslunni í skjóli ríkisstjórnar sem nú situr og þú veist jafn vel og ég hverjir skipa. Alveg frá því í febrúar 2007 hefur þessu fólki verið bent á hvert stefndi. Eina heldbæra skýringin á aðgerðarleysinu er einfaldlega doði. Ég horfði á myndina um kókaínkúrekana á sjónvarpsstöðinni okkar í gærkvöldi. Hún gæti allt eins verið heimildarmynd um stjórnvisku á Íslandi síðustu 17 árin og sem hefur endað, í höndum Samfylkingar, með ósköpum. Ég man mjög vel málflutning Össurar, Ingibjargar, Skallatittsins frá Sigló og ekki síst Björgvins sem var að sniglast hér í þessu kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Hvernig er hægt að gleyma þvílíkum loforðaflaumi. Reyndar minntust þau aldrei á að stja Jóni Ásgeiri neinar skorður í viðskiptalífinu en sjálfum sér ætluðu þau sko heldur betur að setja skorður svo og öðrum pólitíkusum og það átti sko að byrja á eftirlaunaósómanum.
Þú kallar gagnrýni á Samfylkinguna langloku. Þá hlýt ég líka að vera aðkomumaður.
Aðein um mótmælin. Þeir Klemenzsynir sérlegir útsendarar ríkisstjórnarflokkanna, áttu allan heiðurinn að skrílslátunum í anddyri Hótels Borgar á gamlaársdag. Því verður þú bara að kyngja Palli minn. Skrílslæti verða bara til ef skríll bý þau til.
Þórbergur Torfason, 5.1.2009 kl. 18:04
Beggi minn! lestu það sem ég skrifaði hér að ofan, ekki túlka það sem ég segi heldur lestu. Ég er ekki að verja einn eða neinn, en mér finnst það óverjandi að menn vilji ekki sjá að skítahaugurinn er tilkomin vegna allra þeirra sem stjórnað hafa landinu sl. 15-20 ALLRA. Þess vegna stend ég frammi fyrir því að styðja ekki einn einasta andskotans kjaft sem kallar sig pólitíkus. Og talandi um mótmæli, eða öllu heldur skrílslæti, hverju á ég að kyngja? ég styð ekki skrílslæti, hver sem stendur fyrir þeim, ég styð mótmæli eins og Hörður Torfa stendur fyrir á þessu tvennu er mikill munur þú verður að átta þig á því - fullorðin maðurinn
Páll Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 23:08
Jæja Palli minn. Nú er fokið í flest skjól. Er nú ekki framsóknartitturinn rokinn á dyr. Mér sýnist menn vera að spá enn frekari fækkun í flokknum.
J'u Palli ég get bent á fjöldan allan af pólitíkusum sem eru með alveg hreinan skjöld. Meira að segja í bæjarstjórn Akureyrar situr blásaklaust fólk svo og í fleiri bæjarstjórnum um allt land. Svo eru nokkrir VG á þingi.
Þórbergur Torfason, 6.1.2009 kl. 12:59
Ég er sammála þér með bæjarstjórnarpólitíkusa var ekki nægilega skýr - ég var og er að tala um alþingismenn. Nei Beggi í röðum VG finnur þú enga saklausa frekar en í öðrum flokkum láttu ekki svona
Páll Jóhannesson, 6.1.2009 kl. 13:50
Palli þú mátt ekki spyrða alla saman þótt þeir heiti sama nafninu. Manstu eftir máltækinu- Jón eða séra Jón. Það er nú ekki sama rassgatið undir öllum Íslendingum þótt þeir hafi sama þjóðernið. Og hvað hafa svo þingmenn VG gert af sér? Þeir sátu meira að segja hjá við afgreiðslu laganna um eftirlaunin sín. Þeir greiddu fjárlögunum ekki atkvæði fyrir jólin. Nei Palli þó Páll Pétursson hafi verið framsóknarmaður, dettur mér ekki í hug að framsóknargera þig þó þú heitir Páll.
Þórbergur Torfason, 6.1.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.