Leita í fréttum mbl.is

BÚMM, BÚMM og svo bara búið

Flugeldar

Ég og vinur minn eigum það sameiginlegt að hafa mikið gaman af því að horfa á brennur á gamlárskvöld og góða flugeldasýningu. Við töldum að heldur hafi hlaupið á snærið hjá okkur í kvöld. Skátarnir auglýstu flugeldasýningu og við félagarnir þangað, konurnar fengu að fljóta með og viðhaldið mitt. Ég var þó efins um að mér tækist að ná alvöru myndum þar sem þrífóturinn varð eftir heima. Jæja hvað um það við mættum tímanlega og völdum okkur flott stæði. Nokkrir félagar úr hjálparsveitinni gengu milli manna og sögðu að þeir gætu still á Voice og hlustað á þulin lýsa hvaða tertur væri verið að skjóta upp hverju sinni. Við Félagarnir brostu út að eyrum. Metnaðurinn mikill við máttum eiga von á mikilli sýningu - BúMM.

Herleg heitin byrjuðu á slaginu.... BÚMM - BÚMM og BÚMM. Þögn............. aðeins lengri þögn. Við litum hvor á annan......... getur verið að þetta sé búið og ég varla búin að finna réttu stillinguna á vélinni? Félagarnir úr hjálparsveitinni fóru að tínast inn, bílarnir tóku að tínast í burtu............. við Ívan stóðum þarna eins og álfar út úr hól...... júbb þetta var greinilega búið. Ívan það er greinilega komin kreppa. Ég er enn að reyna átta mig á því hvort við höfum verið að hlægja eða gráta var þetta djók eða. Ég held satt best að segja að þetta sé eitthvert mesta flopp sem ég hef orðið vitni af. Þessi flugeldasýning mun lifa lengi, lengi í minningu minni á neikvæðan hátt. Þetta er það daprasta sem ég hef orðið vitni af og þeir hefðu grætt meira á því að gera ekki neitt. Alla vega er ég klár á því að Brói í Eyfjörð hafi í venjulegu gamlárskvöldi skotið meira upp en þarna. 

Já þegar líða tók á kvöldið rifnuðum við félagarnir úr hlátri mikið fjandi verður gaman að geta rifjað upp þessa stórkostlegu flugeldasýningu kreppuárið mikla 2008.

Ef myndin sem ég tók af þessu sem fylgir þessari færslu er ekki nægilega góð þá hef ég mér það til afsökunar að flugeldasýningin stóð svo stutt yfir að það gafst ekki tími til að stilla græjurnar.

Málsháttur við hæfi: Ekki er kálið sopið þótt í ausuna sé komið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þið félagarnir eruð nú bara greinilega eins og minn 2 ára. Bara meira og meira!

S. Lúther Gestsson, 29.12.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hver er munurinn á stórum strákum og litlu strákum? Jú verðið á leikföngunum Já Lúther minn það gæti bara vel verið að ég hugsi svipaði og sá stutti og vilji bara meira og meira..... það bara verður að hafa það og hana nú

Páll Jóhannesson, 29.12.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Rétt hjá þessum mönnum að spara. Bíddu bara rólegur góði ætli verði ekki nóg sprengjuæði um áramótin, það eru svo margir stóru strákarnir í landinu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Einhverstaðar stendur:  Við hættum ekki að leika okkur vegna þess hvað við verðum gamlir heldur verðum við gamlir ef við hættum að leika okkur.

Sýndu nú samt smá aðgátt á gamlárskvöld.

S. Lúther Gestsson, 29.12.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég tek undir þessi fleygu orð - amen

Páll Jóhannesson, 29.12.2008 kl. 22:53

6 identicon

Ja hérna ekki gott að heyra. Alveg fannst mér samt nóg skotið upp í borginni.  Gleðilegt ár frændi

Anna Bogga (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband