Leita í fréttum mbl.is

Gjafmildi blaðamaðurinn

Jólasveinn dagsins nefnist Pottaskefill. Um hann var ort forðum daga.

 

PottaskefillSá fimmti, Pottaskefill,

var skrítið kuldastrá.

- Þegar börnin fengu skófir,

hann barði dyrnar á.

 

Þau ruku´ upp, til að gá að,

hvort gestur væri á ferð.

Þá flýtti´ ann sér að pottunum,

og fékk sér góðan verð.

Á morgun kemur Askasleikir. Gæti verið að honum yrði ekki mjög ágengt blessuðum enda allir hættir að nota aska.

Horfði á skemmtilega upptöku í gær sem sýndi blaðamanninn gjafmilda sem gaf Bandaríkjaforsetanum skó sína. Skemmtilegt og í anda jólanna. Þetta gefur gott fordæmi og vonandi fær herra Bush eitthvað í skóna, sem hæfir.

Málsháttur dagsins:   Ekki tjáir að fresta því sem fram á að ganga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

335 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband