14.12.2008 | 12:27
Óþarfa áhyggjur
Í gær tók ég mig til og bauð börnum mínum tengdasyni og barnabörnum í rjómavöfflur, kakó og kaffi. Reyndar þurfti ég lítið að hafa fyrir þessari veislu. Ég boðaði þau niður í Hamar félagsheimili Þórs þar sem að við Þórsarar erum með opið hús á laugardögum í desember og bjóðum fólki upp á þess konar kræsingar frítt. Þetta er okkar innlegg í að létta lund bæjarbúa á aðventunni. Á laugardeginum eftir viku þá koma m.a jólasveinar í heimsókn.
Eftir að þessari veislu lauk tókum við ,,gamla" settið við barnabörnunum enda stóð til að þau fengju að gista hjá afa og ömmu. Krakkarnir höfðu pantað Ritzkexbollur að hætti afa og ömmu í matinn. Ekki einvörðungu vegna þess hve góður matur þetta er haldur vegna þess að þau fá að taka þátt í matargerðinni. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan þá var þetta ekkert leiðinlegt hjá sumum a.m.k. Þó ekki öllum.
Já það voru ekki allir tilbúnir að taka þátt í þess konar dundi. Jón Páll vildi horfa á Latabæ og að sjálfsögðu var það látið eftir honum. Eru jú ekki ömmur og afar til þess að spilla börnum? ég held það. Nú það er svo í verkahring foreldranna að stilla af síðar. En án þess að nokkur veitt því eftirtekt fyrr en um síðir skrapp sá stutti í heimsókn í draumaheima. Safna kröftum fyrir kvöldið.
Um kvöldið þegar Spaugstofunni og þætti Ragnheiðar ,,Gott kvöld" var lokið var sett Mamma mía í tækið. Afapopp, svali smá laugardagsnammi við höndina og svo byrjaði fjörið. Kvenþjóðin skemmti sér greinilega öllu betur og lagið tekið af og til. Já mikið fjör og mikið gaman. ,,Afi mun Stúfur rata" voru áhyggjur hjá sumum. Afi reyndi af fremsta megni að skýra út að svo myndi verða. Svo var lesin saga um Stúf áður en ljósin voru slökkt. En til er vísa sem ort var forðum daga um þennan skrítna jólasvein og hljóðar hún svo
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.
Hann hljóp með hana í burtu,
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.
Svo er nú það. Á morgun kemur svo hann Þvörusleikir til byggða. Hvort hann þurfi að koma í Drekagilið er ekki gott að segja. Við bíðum og sjáum til.
Málsháttur dagsins: Örlætið má ei vera meira en efnin til hrökkva
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reikna með að þú hafir horft á Ragnhildi Steinunni í gærkvöldi. Fékkstu sama aulahrollinn og ég þegar hún spurði son Stefáns Hilmarss. hvort hann spilaði á eitthvert hljóðfæri, og kynnti hann svo á trommurnar augnabliki seinna? Slæmur var þátturinn með Eivöru ( "Jæja stelpur, er ekki gaman að vera komnar í svona skemmtiþátt í sjónvarpinu á Íslandi, ha?" ) en þessi var skelfilegur. Er virkilega ekki hægt að finna einhvern sem veldur þessu spyrjendahlutverki?
Maður fær eiginlega vatn í munninn við lestur af vöfflum og rjóma - og ég sem á ekki einu sinni eldhús í augnablikinu! Mér dettur í hug að eitt sinn fyrir langa löngu sat ég við símann á lager Vélsm. Þór hf. á Ísafirði og pantaði varahluti frá bílaumboði syðra. Viðmælandinn var auðheyrilega að borða og ég spurði hvað stæði til. Þá var í gangi afmælisveisla á staðnum, raunar hans eigin. Eftir að hafa óskað honum til hamingju með daginn spurði ég hvort ekki væri möguleiki að fá bita af tertunni. Hann hélt það nú, og þegar ég opnaði varhlutasendinguna daginn eftir á Ísafirði fylgdi með stór tertusneið vafin í álpappír!
Eigðu góða viku framundan, og þið öll þarna við Eyjafjörðinn. Ég fæ svona pínulitla heimþrá þegar ég hugsa til ykkar, því allur jólaundirbúningur er svo allt öðruvísi úti á landi, þegar maður fer á bæjarrölt og þekkir persónulega helming þeirra sem maður hittir á götu eða í búðum. Þetta er allt vélrænna og ópersónulegra hér syðra.....
Kv. Gunnar Th.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.