Leita í fréttum mbl.is

Loksins blogg

Í gær átti stór systir afmæli og því miður gat ég ekki á nokkurn hátt komið því við að sækja hana heim vegna anna - sorry Anna. Alla vega fór frúin sem fulltrúi í okkar. Nú Anna er enn á lang besta aldri eða þannig rétt rúmlega aðeins eldri en ég og yngri en stóri bró þannig að hún getur ekki annað en verið í góðum málum. Í dag 5. desember hefði Ólöf amma mín orðið 105 ára ef hún væri á lífi. Amma lést árið 1991. Blessuð sé minning ömmu minnar.

Ástæða þess að langt hefur liðið milli bloggfærsla er ekki sú að ekki sé nægilega mikið um að vera í þjóðfélaginu sem hægt væri að pirrast yfir. Dabbi fer á kostum þótt að mínu mati vilji ég kalla það fremur ókosti. Krónan komin á flot - og flýtur. Fyrsta sólarhringinn flýtur hún þokkalega - nú er bara vona að hún sökkvi ekki aftur.

Hvað um það er ekki málið bara að gleyma sér á aðventunni - það styttist í jólin og allir eiga vera glaðir, ekki satt? Í anda þess setti ég mynda af karluglunni í hausmynd með jólahúfu og ku fara vel enda segja sumir að höfundurinn sé hálfgerður jólasveinn. Einnig komin ný mynd í toppinn sem ég tók fyrir skömmu. Myndina tók ég frá lóninu við Glerá í átt að Háskólanum. Stoltur af þeirri mynd. Sendi hana í ljósmyndakeppni og verður fróðlegt að vita hvernig henni mun ganga þar.

Mínir menn í körfunni sækja ÍR heim í kvöld og þar vona ég að þeir sæki bæði stigin sem í boði er. Stuttan upphitunarpistil má sjá á heimasíðu Þórs fyrir þá sem vilja. Hvað um það Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Rúnar Júlíusson rokkkóngur Íslands er allur. Hann var litríkur tónlistarmaður. Hvort sem fólk fílaði tónlistina hans eður ei þá er mikil sjónarsviptir af honum og auðvitað missir fjölskyldunar mikill. Blessuð sé minnig Rúnars og takk fyrir hans framlagt til íslenskrar tónlistar.

Fróðleikur dagsins: Í Cleveland er bannað að veiða mýs án veiðileyfis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir bæði af þér og toppnum. Auðvita eru allir að undirbúa sig fyrir þá miklu hátíð sem nálgast. Aðventa, jólafasta merkir undirbúningur. 

Vonandi helst krónan vel á floti það mundi létta yfir öllum með það.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Innlitskvitt...

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 02:56

3 identicon

Til hamingju með stóru siss og ömmu. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband