Leita í fréttum mbl.is

Að standa við sitt

Hef talið mér trú um að ég geti sett lög á mínu eigin heimili. Jafnframt ætlast til þess að þegar ég setji lög þá sé þeim framfylgt - eðlilega. Í gær taldi ég það fastmælum bundið að sá sem tapaði baráttunni um Drekagilið þyrfti að ganga frá í eldhúsinu - ljúft er að láta sig dreyma. Það fór eins og mig grunaði á ýmsa lund. Það augljósa var að Manchester City vann og í beinu framhaldi hefði Arsenal maðurinn átt að ganga frá. Ég eldaði matinn og beið.... og beið..... og beið......... Á endanum varð ég líka að ganga frá. Nallarinn tapsár og harðneitaði að standa við sitt - þrátt fyrir lög sem húsbóndinn hafði sett fyrr um daginn.

 Ekkert smá grobbinn.

Eftir leik var sem droppað stutt við hjá afmælisbarni dagsins og nartað í tertur og brauð að hætti húsmóðurinnar. Sjónvarpsgláp um kvöldið ansi hefðbundið gott kvöld með Röggu Gísla - Spaugstofan og sitt lítið af hverju.

Byrjaði í dag að setja upp jóladót. Hurðakransa- jólasveinn og snjókarl ljósaseríu og annað dót. Fer þó varlega í og gef mér nægan tíma enda enn mánuður til jóla. Morgundagurinn verður eins og hver annar mánudagur. Þó hefst síðasta vikan á Kristnesi - útskrift á föstudag þótt ekki viti ég svo sem hvað það þýðir nákvæmlega - engin húfa eða álíka.

Fróðleikur dagsins:  Þegar Evrópubúar sáu gíraffa í fyrsta sinn nefndu þeir dýrið Camelopard, þar sem þeir töldu það vera afkvæmi kameldýrs og hlébarða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til hamingju með þína menn, þetta var bara tær snilld.

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband