16.11.2008 | 09:04
Þór og Tindastóll í kvöld - allir í höllina
Einu sinni á ári og stundum tvisvar eftir því hvernig aðstæðurnar haga því þá koma grannar okkar úr Tindastóli í heimsókn og mæta mínum mönnum í körfubolta. Kringum þessa leiki er alltaf sérstök stemming, stress en umfram allt tilhlökkun og áháð því hvernig leikirnir enda þá getur fólk sem mætir á leikinn gengið að því sem vísu að þeir fá sko mikið fyrir snúð sinn. Ef að líkum lætur verður fjölmennt í höllinni og án ef munu stuðningsmenn Tindastóls verða fjölmennir á pöllunum og það verður vel tekið á móti þeim. Fyrir þá sem vilja þá er komin ítarlegur upphitunarpistill á heimasíðu Þórs og hann getið þið séð með því að smella hér Svo eftir leik mun birtast ítarleg umfjöllun á heimasíðunni með viðtölum við þjálfara beggja liða og leikmenn að vanda. Svo um að gera fyrir fólk að drífa sig á völlinn í kvöld, en fyrir þá sem ekki komast verður hægt að fylgjast með netlýsingu hjá KKÍ sjá hér Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Meira af íþróttum þá munu mínir menn í City spila í dag gegn spútnik liði ensku úrvalsdeildarinnar Hull. Hull City sem kom upp úr 1. deildinni hefur komið skemmtilega á óvart og eru búnir að vera við toppinn en hafa þó eilítið verið að missa flugið. Á sama tíma hafa mínir menn komið á óvart, því miður ekki skemmtilega heldur valdið talsverðum vonbrigðum. Vonandi ná þeir að hrista af sér slenið og hífa upp um sig brækurnar og landa sigri í dag - Áfram Manchester City
Annars hefur helgin fram að þessu verið hin rólegasta. Á morgun tekur svo við ný vika með stífu prógrammi á Kristnesi. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þegar endurhæfingin hófst sem tekur 6 vikur fannst manni eins og þær væru heil eilífð - nú eru aðeins 2 vikur eftir.
Ætla ekkert að fjalla um hið dásamlega ástand í þjóðfélaginu, enda sagði mér kona sem vinnur á Kristnesi (Tælensk þótt þjóðernið skipti engu máli nema til að útskýra stafsetninguna og af því að í dag er dagur íslenskra tungu) hún sagði ,,það errr engin greppa á Íslandi fólk bara spara gunna nota pening rett og ana nú". Svo mörg voru þau orð og ég segi bara amen á eftir efninu - AMEN.
Skilaboð dagsins: Ég ætla í höllina í kvöld - kemur þú ekki örugglega líka?
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll innilit og kvitt
Hrönn Jóhannesdóttir, 18.11.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.