Leita í fréttum mbl.is

Grillað já grillað og það í nóvember

Fyrir réttum mánuði eða leit út fyrir að vetur konungur hafi gengið í garð og það með nokkrum stæl. Vetrardekkin undir kaggann, garðhúsgögnin í skjól og allt gert klárt fyrir veturinn. Í Október þurfti að fá stórtækar vinnuvélar til að ryðja bílaplanið. Við búum jú einu sinni á Íslandi svo ekki þurfti neinn að óskapast yfir þessu. Ofan á allt kólnaði hagkerfið hraðar en mann grunaði og bankarnir hrundu.

Í gær meðan húsfreyjan og amman  fór með barnabörnunum í bíó skruppum við feðgar í Hamar og horfðum á Arsenal leggja litla liðið í Manchester. Ég gladdist kannski ekkert sérstaklega yfir sigri Arsenal enda alveg sama um þeirra gengi, en skemmti mér sérlega við að sjá Man Utd. tapa.

Sendur út í búð til að kaupa í sunnudagsmatinn. Úr vöndu að ráða. Endirinn var blessað svínið. Pallurinn snjólaus og grillið freistaði. Í hádeginu lét ég til skarar skríða og fíraði upp í kagganum. Svínið og ferskur ananas á grindina - snilld 

Grillað

Mínir menn í Manchester City sem er stóra liðið í samnefndri borg lutu í gras fyrir einhverju smáliði frá London. Gömul saga og ný að stórliðin vanmeti andstæðing sinn og tapi óvænt. Það gerðist í dag. Lífið heldur samt áfram.

Strákarnir okkar í Akureyri handboltafélagi héldu suður yfir heiðar í dag og mættu Fimleikafélagi Hafnafjarðar í bikarkeppni HSÍ. Þar kom að því að Akureyri tapaði leik. Heimamenn með sanngjarnan sigur. Lífið heldur jú áfram þrátt fyrir tapið. Deildin heldur áfram og sigurgangan líka - vonandi.

Endurhæfingin á Kristnesi heldur áfram næstu viku og þá verður tekið á því á ýmsum vígstöðvum.

Fróðleikur dagsins: Á sautjándu öldinni skipaði soldáninn af Tyrklandi að öllum konunum í kvennabúrinu hans skyldi drekkt og nýjar fengnar í þeirra stað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vetrardekkin undir kaggann??? Ertu búinn að selja JEPP? 

Já vonandi að strákarnir í KA hrissti þennan ósigur fljótt af sér og haldi áfram þeirri baráttu sem þeir hafa sýnd undanfarið.

Furðulegt að svona "stórlið" eins og City skuli sitja í 13 sæti með aðeins 3 sigra.  Finnst menn aðeins vera farnir að missa sig í lýsingarorðum hérna.

Það er þá betra að halda með stórveldi en stórliði segi ég bara!

Gangi þér vel með næstu viku kall.

S. Lúther Gestsson, 9.11.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já það er alveg rétt hjá þér að það er furðulegt að svona stórlið skuli ekki vera búið að hala inn fleiri stigum - stórfurðulegt.

Það er gott að þú sért stoltur af gengi ka í handbolta, veistu í hvaða deild stelpurnar leika? það er jú eina liðið sem þeir eiga. Þú bara verður að fara fylgjast með í boltanum - bara mátt til. Nú skil ég þessa færslu hjá þér.

Nei, nei ég á Jeep enn þá ég setti vetrardekk undir grillið svo ég gæti ferðast með það um hverfið á góðviðrisdögum í vetur og grillað ofan í nágrananna.

Páll Jóhannesson, 9.11.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ertu nú ekki að lofa upp í ermina þína Palli minn? Góðviðrisdagar eru eftir að vera margir framundan og því geta ferðirnar með grillið í eftirdragi orðið margar hjá þér. Ertu farin að skrifa niður pantanir?

Gangi þér svo vel í endurhæfingunni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.11.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hvað ertu að gera á aðfangadagskvöld, eða réttara er grillið laust þá ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 10.11.2008 kl. 12:28

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ertu að leggja inn pöntun? þetta er auðvitað allt spurning hvernig ég flokka nánasta umhverfið - hverjir teljast nágrannar? sjáum til

Páll Jóhannesson, 10.11.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottur við grillið Gangi þér vel í endurhæfingunni kemur að sjálfsögðu tvíelfdur til baka ekki spurning

Hrönn Jóhannesdóttir, 10.11.2008 kl. 14:57

7 identicon

Flottur á því kallinn

Anna Bogga (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:28

8 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Innllit og kvitt: Kíktu á bloggið hjá Margith: Kveðja frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 15.11.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband