8.11.2008 | 01:53
Jóla hvað?
Þar sem ég er daglegur gestur í Eyjafjarðarsveit þessa vikurnar og við færumst nær jólum óðfluga, eins og óðfluga brá ég undir mig betri fætinum (dekkjum) ásamt betri helmingnum í dag og fór í Jólahúsið.
Eins og mig hafði grunað og kom á daginn er ég renndi í hlaðið við Jólahúsið mátti sjá jólasveinabúning á snúrunum fyrir utan. Og ég sem ætlaði að heimsækja Sveinka, ja eða Sveinku. Þegar maður kemur heim að Jólahúsinu er eins og maður detti inn í ótrúlega ævintýraveröld. Maður gleymir stund og stað. Samt sem áður eru enn 47 dagar til jóla þ.e. miðið við föstudaginn þegar heimsóknin átti sér stað fannst mér eins og það væru komin jól.
Laufabrauðið klár á þessum bænum og komnar tvær stórar upp á skjólvegg fyrir utan húsið til sýnis. Gamli snjósleðin sem mín kynslóð man svo vel eftir en sú kynslóð sem er að alast upp í dag þekkir ekki nema af afspurn og ef þau sjá þennan fórngrip á minjasafni.
Innifyrir gleymir maður stund og stað. Þar eru jólin og ekkert minna. Snark í arni, jólailmur, jólanammi, jólajóla hvert sem litið er. Sannkallaður ævintýraheimur. Þegar eigendur Jólahússins komu þessu ævintýri í gang margt fyrir löngu hafði maður ekki trú á að þetta ævintýri ætti eftir að ganga lengi. Fólkið blés á allar hrakspár og þetta gengur enn og það mjög vel.
Í bakgarðinum má sjá ýmislegt skemmtilegt. Torfkirkja þótt ekki í fullri stærð en skemmtilegt engu að síður.
Og skemmtilegt fuglahúsatré. Frumlegt, skemmtilegt. Þeir sem ekki hafa komið þarna ættu að láta það verða að veruleika næst þegar þeir eiga ferð um norðurlandið. Það verður engin svikin af heimsókn í þennan ævintýraheim.
Brá mér á tónleika með betri helmingnum í kvöld. Tónleikar með hinni stórskemmtilegu en um leið undarlegu hljómsveit Hvanndalsbræður. Þetta er meiriháttar skemmtilegir tónlistarmenn sem fara ekki troðnar slóðir í lagavali. Sögur og ýmsir brandarar fjúka milli laga þar sem hinn óviðjafnanlegi Rögnvaldur gáfaði fer á kostum eins og honum einum er lagið. Þeir sem ekki þekkja til þessara listamanna ættu að gera það hið snarasta.
Segið svo að maður geti ekki verið jákvæður mitt í öllu þessu krepputali sem tröllríður öllu í dag.
Fróðleikur dagsins: Sá hugsar hægast sem síðast hlær.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar er jólasnjórinn?
S. Lúther Gestsson, 8.11.2008 kl. 11:37
Ef litið er til fjalla má sjá smá sýnishorn af honum þar..... það er alveg nóg í bili enda 46 dagar til jóla og alveg nóg að fá smá föl á aðfangadag
Páll Jóhannesson, 8.11.2008 kl. 12:04
oh hvað ég öfunda þig að hafa farið að sjá jólahúsið. Er komin í smá jólafíling er að baka piparkökur,vanilluhringi og þingeyinga svo að hlusta á góða músik með sálinn og gospel sem er algjör snilld Hæ hó og jólabjöllurnar hringja alls staðar Kveðja frá bakarmeistara suðurnesja
Hrönn Jóhannesdóttir, 8.11.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.