7.11.2008 | 08:26
Stjörnuhrap
Brá mér í höllina í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti Stjörnunni úr Garðabæ í 6. umferð Iceland Express deild karla. Bæði liðin voru með 4 stig fyrir leikinn og á svipuðu róli í deildinni. Skemmst er frá því að segja að mínir menn lönduðu öruggum 99-89 sigri í leik þar sem gestirnir voru yfir lengst af í leiknum. Mínir menn hristu af sér slenið í 4. leikhlutanum og hreinlega gerðu út um leikinn á síðustu 2-3 mínútunum. Flotta umfjöllun má lesa á heimasíðu Þórs sem og ummæli leikmanna í leikslok. Þá er einnig að finna upphitunarpistillsem birt var fyrir leikinn fyrir þá sem vilja. Ég vildi stjörnuhrap og varð að ósk minni - Áfram Þór alltaf, allstaðar. Þá er einnig gaman að geta sagt frá því að Akureyri handboltafélag vann enn einn sigurinn í N1 deildinni og trónir liðið á toppi deildarinnar. Flott gengi hjá þessu liði - Áfram Akureyri.
Mínir menn í Manchester City léku í Evrópukeppninni i kvöld og tóku þeir á móti FC Twente á borgarleikvanginum í Manchester. City sigraði í þeim leik 3 - 2 þar sem þeir Wrigth Phillips, Robinho og Benjani skoruðu mörk City. Lesið um þann leik hér
Annars gengur lífið svona sinn vanagang þó með óvenjulegum hætti þó. Kristnes á daginn og slappað af heima á kvöldin. Þegar dagskrá morgundagsins er lokið er prógrammið hálfnað.
Nú svo fór eins og mig grunaði og í raun óskaði þ.e. að Obama sigraði í forsetakosningum vestra í gær. Fyrsti blökkumaðurinn sem nær kjöri í embætti forseta í USA. Verður gaman að fylgjast með hvernig honum mun vegna í embætti. Hann tekur við slæmu búi enda kann það ekki góðri lukku að stýra að hafa stríðsherra við stjórnvölin eins og Bandaríkjamenn hafa þurft að búa við s.l. 8 ár.
Fróðleikur dagsins: Borgarmerki hinnar fornu rómversku borgar Pompeii var vængjaður getnaðarlimur.
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.