Leita í fréttum mbl.is

Það fer allt eftir því hvaða sjónarhorn maður notar

Sumt í umhverfinu okkar er þannig að þeir þekkjast frá hvaða sjónarhorni sem er. Svo eru aðrir staðir þannig að séu þeir litnir frá öðru sjónarhorni en maður er vanur að sjá þá eru þeir vand þekktir. Tökum dæmi úr náttúrunni. Þessa mynd tók ég þegar ég fór  í sögusiglingu á Húna ll og er horft í c.a. suðvestur. Fallegur, ekki satt? 

 Súlur í baksýn

Nú svo ef maður fer upp fyrir bæinn nánar upp að Rangárvöllum og horfir á Súlur þaðan þá lítur hann út svona - fyrir ókunnuga gæti þetta verið allt annað fjall  annað sjónarhorn, áfram fallegur.

Súlur

Þriðja myndin af þessum fallega tind er tekin frá afar ólíku sjónarhorni. Myndin er tekin af bílaplaninu við Kristnesspítala og er þá horft að Súlum úr austri. Tindurinn séð frá þessu sjónarhorni virkar ekki jafn tignarlegur en samt augnayndi.

Súlur 

Súpufundaröð Þórs, Greifans og Vífilfells hófst að nýju í dag eftir talsvert hlé. Því miður varð ég af þeirri skemmtun að mæta. Er nú í smá uppherslu á Kristnesi og verð það næstu 6 vikurnar. Bregð mér þó heim af og til á kvöldin. Kannski maður fari að ganga á Súlur þegar þessari klössun lýkur, hver veit? 

Í kvöld tóku strákarnir okkar í Akureyri handboltafélagi á móti bikarmeisturum Vals í N1 deildinni í handbolta. Skemmst er frá því að segja að heimamenn lögðu Valsara 24-22. Glæsilegur sigur og þar með eru Akureyringar búnir að tylla sér á topp deildarinnar. Flott hjá þeim Áfram Akureyri.

Ef veður leyfir munu mínir menn í Þór sækja Snæfell heim í Stykkishólminn í úrvalsdeild karla í körfubolta. Deildin nýbyrjuð og vart farið að skýrast hvernig deildin mun spilast. Bæði liðin hafa leikið tvo leiki. Bæði hafa unnið 1 og tapað 1. Vonandi ná mínir menn að landa sigri. Kíkið síðar á upphitunarpistil á heimasíðu Þórs.

Slagorð dagsins: Öll él birtir upp um síðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Satt segirðu það eru ólík sjónarhornin eftir því hvernig á þau er litið. Súlurnar eru glæsilegar og sjást vel út um gluggana mína þeim sem snúa í vestur. Flottar myndir hjá þér.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.10.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottar myndir hjá þér endilega haltu áfram að sýna heiðardalinn frá ýmsu sjónarhorni Gangi þér vel í endurhæfingunni og farðu varlega áður en þú labbar á Súlurnar

Hrönn Jóhannesdóttir, 25.10.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband