23.10.2008 | 21:23
Það fer allt eftir því hvaða sjónarhorn maður notar
Sumt í umhverfinu okkar er þannig að þeir þekkjast frá hvaða sjónarhorni sem er. Svo eru aðrir staðir þannig að séu þeir litnir frá öðru sjónarhorni en maður er vanur að sjá þá eru þeir vand þekktir. Tökum dæmi úr náttúrunni. Þessa mynd tók ég þegar ég fór í sögusiglingu á Húna ll og er horft í c.a. suðvestur. Fallegur, ekki satt?
Nú svo ef maður fer upp fyrir bæinn nánar upp að Rangárvöllum og horfir á Súlur þaðan þá lítur hann út svona - fyrir ókunnuga gæti þetta verið allt annað fjall annað sjónarhorn, áfram fallegur.
Þriðja myndin af þessum fallega tind er tekin frá afar ólíku sjónarhorni. Myndin er tekin af bílaplaninu við Kristnesspítala og er þá horft að Súlum úr austri. Tindurinn séð frá þessu sjónarhorni virkar ekki jafn tignarlegur en samt augnayndi.
Súpufundaröð Þórs, Greifans og Vífilfells hófst að nýju í dag eftir talsvert hlé. Því miður varð ég af þeirri skemmtun að mæta. Er nú í smá uppherslu á Kristnesi og verð það næstu 6 vikurnar. Bregð mér þó heim af og til á kvöldin. Kannski maður fari að ganga á Súlur þegar þessari klössun lýkur, hver veit?
Í kvöld tóku strákarnir okkar í Akureyri handboltafélagi á móti bikarmeisturum Vals í N1 deildinni í handbolta. Skemmst er frá því að segja að heimamenn lögðu Valsara 24-22. Glæsilegur sigur og þar með eru Akureyringar búnir að tylla sér á topp deildarinnar. Flott hjá þeim Áfram Akureyri.
Ef veður leyfir munu mínir menn í Þór sækja Snæfell heim í Stykkishólminn í úrvalsdeild karla í körfubolta. Deildin nýbyrjuð og vart farið að skýrast hvernig deildin mun spilast. Bæði liðin hafa leikið tvo leiki. Bæði hafa unnið 1 og tapað 1. Vonandi ná mínir menn að landa sigri. Kíkið síðar á upphitunarpistil á heimasíðu Þórs.
Slagorð dagsins: Öll él birtir upp um síðir
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Satt segirðu það eru ólík sjónarhornin eftir því hvernig á þau er litið. Súlurnar eru glæsilegar og sjást vel út um gluggana mína þeim sem snúa í vestur. Flottar myndir hjá þér.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.10.2008 kl. 16:33
Flottar myndir hjá þér endilega haltu áfram að sýna heiðardalinn frá ýmsu sjónarhorni Gangi þér vel í endurhæfingunni og farðu varlega áður en þú labbar á Súlurnar
Hrönn Jóhannesdóttir, 25.10.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.