Leita í fréttum mbl.is

Haust

KrossanesSunnudagsrúnturinn í dag hófst á hæðinni ofan og sunnan við Krossanes þar sem byggingarframkvæmdir standa yfir vegna Aflþynnuverksmiðjunar. Eftir brösugt og skrykkjótt start þar sem verkataki og verkkaupi deildu varð að skipta út verktaka.

Loksins eru framkvæmdir komnar á fullt og nú sér maður breytingar dag frá degi. Hluti gamla verksmiðjuhússins var ekki rifið heldur verður það hluti af hinni nýju verksmiðju. Búið að steypa grunninn að nýju byggingunni og farið að reisa þar járngrind svo innan skamms og áður en maður veit af verður vafalítið húsið fokhelt. Áfram mun ég fylgjast með þessu og smella inn myndum af og til af framkvæmdunum. Það sem gleður augað er að búið er að fjarlægja allt brotajárnsruslið sem kaffærði svæðið með tilheyrandi sjónmengun.

Til FjallaHaustið er indælt á marga lund. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við þennan árstíma er að fylgjast með öllum þeim litabrigðum sem náttúran tekur á sig og skreytir landið svo stórkostlega. Þetta er sá tími sem ljósmyndarar og listmálarar elska. Menn verða hafa stundum hraðar hendur því hlutirnir geta gerst hratt. Nú sem stendur eru litabrigðin hér alveg með ólíkindum. En maður gæti misst af því ef himnafaðirinn tæki upp á því að senda okkur hressilega snjókomu með tilheyrandi látum.

Kunningi minn sagði við mig um daginn ,,Palli nú er fjallið farið að riðga" ég horfði á hann eins og hann væri viðundur, sem hann er bara alls ekki. ,,Jú sjáðu haustlitirnir skreyta fjöllin svipuðum litum og ryðgað járn". Loks kviknaði á perunni hjá karli flott samlíking hjá félaganum.

RiðgaðSúlumýrar og Súlutindur hafa ávallt verið í talsverðu uppáhaldi hjá mér. Þess vegna var myndavélinni beint þangað. Súlur og Hlíðarfjall eru trúlega fyrir okkur hér norðan heiða svipað og Esjan hjá borgarbúum og jöklasýnin og Eystrahorn fyrir Runólf og félaga fyrir austan.

En auðvitað er það svo að hverjum finnst sinn fugl fegurstur, nema hvað? Sennilega er ekki til neitt sem heitir ljótt í náttúrunni okkar allt hefur sína sérstöðu. En það sem verður oft til að skemma fallega ásýnt náttúrunnar er rusl og drasl af mannavöldum sem við köllum sjónmengun, en er svo auðveldlega hægt að laga ef vilji er fyrir hendi.

HesturOg á leið minni við að beina myndavélinni til fjalla var hneggjað á mig rétt handan vegarins. Myndin hér er tekin rétt sunnan við hesthúsahverfið neðan Lögmannshlíðarkirkjuna. Ég gekk yfir vegin og smellti mynd af fallegum hest svart/hvítur. Hvað skildi það kallast? Eru hestar ekki oft skýrðir eftir því hvernig þeir eru á litinn? Ég er fráleitt sérfræðingur í hestum  og  því er þessi færsla skrifuð í spurnarformi.

En blessuð skepnan gat ekki sagt til nafns eða vildi það ekki. En ef litið er til þess hvernig hann er á litinn þá gæti hann verið annað hvort KR - ingur eða þá hann komi úr Magna frá Grenivík. Og ef stuðst er við útskýringar eins ágæts bloggvinar míns þá hlýtur þetta hross að vera Magnaður frá Grenivík því hann er jú á landsbyggðinni.

Mínir menn í Manchester City leika í dag gegn Wigan á útiveli. Ég bara geri ráð fyrir því að þeir girði sig í brók eftir skellinn í vikunni sem þeir urðu fyrir þegar þeir lutu í gras í deildarbikarnum gegn 2. deildarliði. Þeir bara hljóta gera það.

Málsháttur dagsins: Það er bál ef blossar tveir brenna lengi saman

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Takk fyrir skemmtilegar myndir.

Nú hefur gengið á ýmsu með atvinnustarfsemi í (eða segir maður á) Krossanesi. Hefur fólk trú á því að þessi aflþynnuverksmiðja muni ganga.

P.s. Ég er svo forvitinn. Hvað er aflþynna?

ÞJÓÐARSÁLIN, 28.9.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Aflþynnur - mér skilst að þarna sé verið að vinna einhverjar örflögur og annað skylt efni sem notað er í ja - bara nefndu það. Gengur þetta? Jú ég hef fulla trú á því. Sagt er að góðir hlutir gerast hægt, og það er einmitt það sem hér hefur verið að gerast. Þessi verksmiðja hefur verið lengi á teikniborðinu og á sér langan aðdraganda. Jú ég held að það sé almennt álitið hér í bæ að þetta sé komið til að vera. Hvort maður segir í eða á Krossanesi það er sjálfsagt álitamál. Ég myndi sjálfur telja réttara að segja við Krossanes.

Páll Jóhannesson, 28.9.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fallegar myndir hjá þér. Haustlitirnir hafa alltaf heillað mig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:18

4 identicon

Jáhá það er víst að fara koma vetur...brrrrrrrrr

Anna Bogga (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband