Leita í fréttum mbl.is

Ekki spámannlega vaxinn - hvað sem það nú þýðir

Það kom í ljós enn og aftur í dag að ég er hvorki spámannlega vaxinn (hvað sem það nú þýðir) né með spádómsgáfu. Innst inni vissi ég að FH myndi klára Íslandsmótið í knattspyrnu - þeir eru jú eina stórveldið í dag í Íslenskri knattspyrnu - hinir láta sig bara dreyma. Ég ól hins vegar þá von að Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans í Kef tækju titilinn. Ekki vegna þess að ég haldi með þeim heldur bara til að dreifa þessu örlítið. En FH er vel að þessum titli komin þeir unnu fyrir honum - til hamingju Hafnfirðingar.

Ég ól þá von í brjósti mér að Íslenska kvennalandsliðið næði að leggja Frakka að velli ytra í dag. Ég tippaði á þau úrslit, en það fór á annan veg. EM draumurinn er þó ekki út enn. Liðið fær tækifæri í umspili og þar held ég að það takist. Greinilegt að stelpurnar æt.a sér að fara þessa frægu ,,Krísuvíkurleið" gott og vel þá bara klára þær þetta með þeim hætti. Áfram Ísland.

Var sjálfur ráðin sem ritstjóri www.thorsport.is fyrr í vikunni. Nú á að bretta upp ermarnar og halda áfram að efla þann vef og koma honum í fremstu röð. Höfum fengið mikið hrós víða að vegna þess hve vel uppfærður vefurinn okkar er og fyrir stöðugan fréttaflutning. Palli ritstjóri mun leggja mikið kapp í að gera góðan vef betri. Hef fengið nokkra góða pistla höfunda í lið með mér t.d. sjúkraþjálfara sem ætlar að vera með fróðleik um holla hreyfingu og teygjur, sérfræðing í mataræði sem ætlar að leiða fólk í allan sannleika um mikilvægi þess að neyta réttra fæðu samhliða góðri hreyfingu. Þá verða 2-3 aðrir pennar sem koma inn með ýmsan fróðleik. Á síðunni verður eitthvað fyrir alla hvort heldur sem þeir eru Þórsarar eður ei. 

Mikið að gera í gær þ.e. laugardag. Lokahóf yngri flokka Þórs í knattspyrnu. Vegna þess hve margir iðkendur eru innan félagsins varð að tvískipta hátíðinni. Fyrri hluti dags var 6. 7. og 8 flokkur og sá síðari 3.4. og 5. flokkur. Svo á næstunni verður lokahóf meistaraflokka og 2. flokks. Í dag lét Valdimar Pálsson formaður unglingaráðs af formennsku eftir áralangt starf. Honum var veitt gullmerki félagsins. Þá var upplýst að stjórn félagsins hafi ákveðið að hið svokallaða Sunnuhlíðarsvæði verður alfarið ætlað yngri flokkum félagsins. Þar verður sett upp 250-300 manna stúka. Á því svæði getur unglingaráðið selt auglýsingar og sett upp og allur ágóði af þeirri sölu rennur óskipt til unglingaráðsins. Þá var einnig tilkynnt um hvaða nafn var valið úr samkeppni sem efnt var til fyrr í sumar. Hér eftir heitir völlurinn Lundurinn.

Beið spenntur eftir því að sjá fyrsta spaugstofuþátt haustsins. Verð að játa að aldrei losnaði um neina spennu. Þátturinn olli gríðarlegum vonbrigðum. Fátt sem vakti sérstaka athygli hjá mér. Kannski glott út í annað af og til ...... og þó. Vonandi hrista þeir af sér slenið í næsta þætti.

Málsháttur dagsins. Það loðir lengst í kerinu sem fyrst kemur í það

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Huhummm... KR eiga möguleika á jafn mörgum bikurum og FH.

Annars vil ég óska þér til hamingju með ritstjóratitilinn, og ekki skal standa á mér að senda þér greinar um glæsta sigra ef þú vilt

Hvað matarhornið varðar hjá þér, skaltu ekki vara að kobbera einhverjar uppskriftir frá Sollu stirðu í grænum kosti, ég sendi þér matseðilinn hans Takefusa um hæl. Við köllum hann markasúpuna!

Að lokum vil ég óska Valdimar Pálsyni góðs gengis með þökk fyrir hans framlag til ungra íþróttaiðkenda. Alveg sama fyrir hvaða félög þessir herramenn vinna þeir vinna gjöfult starf.

S. Lúther Gestsson, 28.9.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með "ritstjórann" búin að setja síðuna í "favorites" hjá mér.

Pínu súrt í gær með stelpurnar, en það koma ráð og koma tímar!

Spaugstofan er orðin eins og islam eða eikkað!

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Jac Norðquist

Til hamingju með titilinn Palli !

Bestu kveðjur

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 28.9.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther það er rétt hjá þér vissulega eiga KR ingar von á titli - en ekki komin í hús og ekki eins stór og sá sem FH var að lenda. Markasúpa við leitum í smiðju okkar manna/kvenna Rakel Hönnudóttir tók silfurskóinn í ár gerði 20 mörk og Mateja Zver gerði 10 mörk í 9 leikjum - maður veður ekki yfir lækinn til að sækja vatnið. Já Valdimar og hans líkir eiga hrós skilið hvaðan sem þeir koma.

Já vonandi stendur maður sig í þessu ritstjóradjobbi.

Páll Jóhannesson, 28.9.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband