24.9.2008 | 16:42
Verða það Keflvikíngar sem standa uppi sem sigurvegarar? ég held það
Halda mætti að ritstífla væri að hrjá suma þessa daganna. Svo er þó ekki. Mjög annasamt hefur verið og mikið að gerast. Smá tenging. Ég hef bloggað talsvert um gömul hús hér í bæ og þá andlitsupplyftingu sem þau hafa fengið og það hlutverk sem þau gegna í dag. Tryggvi Pálsson kemur þar talsvert við sögu og þá tengjum við. Tryggvi er annað af afmælisbörnum dagsins í dag hjá mér. Hann er 70 ára karlinn í dag - Til hamingju frændi. Hitt afmælisbarnið er föðursystir mín Stella Hjálmarsdóttir, sem er búsett í Svíþjóð og hefur verið það í rúmlega 30 ár. Henni líkar lífið vel og mun án efa ekki flytja til landsins aftur. Stella er 68 ára í dag til hamingju með það frænka.
Síðustu dagar hafa verið mjög annasamir svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Bloggvinur minn einn hefur af því áhyggjur að ég hafi lítið bloggað og þá helst lítið um boltann. Hann hafði reyndar skammað mig áður á sínu eigin bloggi og sagði þá ,,Palli þarftu að tengja bolta við allt?". Hann veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga - halda, sleppa....
Það er eiginlega stund milli stríða í boltanum. Íslenski fótboltinn að hætta rúlla í bili og styttist óðum í að körfuboltinn taki að rúlla. Enski boltinn komin á fullt og óhætt að segja að nýir eigendur Manchester City hafa hleypt nýju lífi í leikmannamarkaðinn. Liðið hefur byrjað leiktíðina með krafti og um liðna helgi tóku þeir Hermann Hreiðarsson og félaga í Portsmouth í bakaríið 6-0. Ég samgleðst Hermanni fyrir það að hafa fengið að sitja á bekknum allan leikinn í stað þess að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar með því að hafa tekið þátt í þessum rassskell. Ekki svo að skilja að þetta geti ekki hent fleiri klúbba, man ekki betur en mínir menn hafi mátt þola slíkt tap á síðasta tímabili - útrætt.
Bolti - í dag gæti ráðist hvaða lið verður Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. Nái Breiðablik að taka stig af FH verða Keflvíkingar Íslandsmeistarar. Ég hef engar taugar til þessara liða, og þó. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavík var þjálfari Þórs á árunum 1999-2002 að mig minnir þ.e. 4 tímabil. Þess vegna vona ég hálfpartinn að þeir standi uppi sem sigurvegarar og einnig mjög gott að geta dreift titlunum aðeins. Man eftir því þegar Guðjón Þórðarson gafst uppá því verkefni að þjálfar Keflavík og Kristján tók við þá sagði ég við stuðningsmenn Kef ,,Kristján á eftir að verða ykkur drjúgur og koma ykkur aftur á þann stall sem þið viljið vera á". Margir suðurnesjamenn höfðu ekki trú á því - en ég segi nú ,,hvað sagði ég?" Og til að vera samkvæmur sjálfum mér þá er svo að vona að Fjölnir verði bikarmeistari og dollan fari í Grafarvoginn. Við sjáum til.
Málsháttur dagsins: Meðan bikarinn er fullur er málvinurinn hollur336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Palli minn
Vildi bara monta mig á mínum mönnum :)
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2008/09/24/brighton_afgreiddi_manchester_city/
Heimavöllur Brighton er einungis í 2 mínútna göngufæri við íbúðina sem ég leigi en ég komst ekki á völlinn í kvöld. Þvílíkur bömmer!
Kv. Maggi
Maggi (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 23:58
Já sæll! það hlýtur að hafa verið gaman hjá heimamönnum trúi ég. En mínir menn hafa greinilega ekki farið í leikinn með hausinn í lagi. kv Palli
Páll Jóhannesson, 25.9.2008 kl. 15:26
Ohh vona að Kefarar taki þetta um helgina, er samt ekki frægur fyrir stuðning við Kefara en í þetta sinn held ég með þeim.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 25.9.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.