Leita í fréttum mbl.is

Meira af gömlu húsi

Bloggfærslan um Strandgötu 13 dró dilk á eftir sér. Eftir að ég birti skrifin um húsið hafði Tryggvi samband við mig og kallaði mig á inn á teppið. Þegar til kom var ekki tilgangurinn að skamma strákinn heldur tjáði hann mér að hann hafi grafið upp myndaalbúmið sitt frá þessum tíma þegar húsið var gert upp.

Lagt hannÞegar Tryggvi kaupir húsið 1998 var ekki mikil bæjarprýði af því né nánasta umhverfi hússins. Húsið var bárujárnsklætt sem skipt var í tvenn með trélista fyrir neðan gluggaraðirnar á báðum hæðum. Og eins og kom fram í fyrra blogginu var kjallarinn hálf niðurgrafinn og lofthæðin ekki full. Á þessari mynd sést vel húsið við hliðina sem gekk undir nafninu Skálinn.

Ég sagði frá því að í húsinu hafi gætt flóð og fjöru. Það gerðist vegna þess að yfirborð sjávar varð oft hærra en gólfið í húsinu og þegar var stórstreymi þá flæddi inn í kjallara hússins. Þetta hefur í gegnum árin verið vandamál í mörgum húsum á Oddeyrinni. Man eftir því að þetta hafi verst í húsi sem Hjálmar afi og Óöf amma áttu sem stendur við Gránufélagsgötuna.

Upphafið1

Tryggvi hóf strax handa við að gera upp húsið. Og þegar fyrsta áfanga lauk leit húsið svona út. Tryggvi hafði rifið Skálann sem var fyrir í framtíðaráætlunum hans. Eins og sést þá lokaði Tryggvi anddyrum hússins sem voru á stöfnum þess. Hann rak Fasteignasölu á 1. hæð hússins en á efri hæðinni hafði hann látið innrétta með litlum stúdíóíbúðum. Þar rak hann Hótel Stúdíóíbúðir. Sú starfsemi var starfrækt til ársins 2003.

Næsti áfangi: hækkun hússins. Tryggvi fékk leyfi bæjaryfirvalda til þess að lyfta húsinu á grunninum til þess að ná fullri lofthæð og hækka gólfflöt þess. Jafnfram sótti hann um að fá að stækka grunnflöt kjallarans til þess að auka notagildi hans. Þegar öll leyfi voru komin í hús var hafist handa við verkið. Hann fékk stóra bróðir sinn og þúsundfjala smiðinn Björgvin Pálsson til þess að vera yfirsmiður af þessu öllu.

Upphafið4Verkið var vissulega umfangsmikið enda húsið býsna stórt. Forsöguna þekkið þið úr fyrri færslu.  Tæknin sem notuð og aðferðin sú sama og notuð er við smíði olíu- og lýsistanka. Eini munurinn er mismunandi form á viðfangsefninu, annað ferkantað og hitt sívalningur.

Menn voru skynsamir. Þekkingin var til staðar og menn höfðu gert slíkt áður þótt í smærra sniði hafi verið. Og auðvitað sækja menn sér þekkingu í smiðju annarra enda óþarfi að reyna finn upp hjólið aftur. Og þótt ekki sé hægt að nýta alla þætti hjá öðrum þá setja menn saman í eina heild það sem þeir hafa lært og tekið úr ýmsum áttum. Það kallast að þroskast, framför.

Upphafið5

Á þessari mynd sést þegar búið er að lyfta húsinu upp í fulla hæð. Ef þið rýnið í myndina þá má sjá hús BSO hinum megin við Strandgötuna hús leigubílastöðvarinnar. Til marks um góðan undirbúning og fumlaus vinnubrögð þá þurfti einungis að leggja niður vinnu frá morgni dags og fram yfir kl. 13:00 sama dags vegna verksins. Á þeim tíma var húsinu lyft, allar lagnir og leiðslur teknar í sundur og settar saman að nýju eftir að lengt hafi verið í. Tryggvi sagði mér að það hafi verið sitt lán að hafa bróðir sinn hann Björgvin sem yfirsmið í allri þessari framkvæmd. Björgvin er maður sem virðist geta leyst nánast hvaða verk sem er að hendi. Maður af gamla skólanum, sem er vanur að takast á við hvaða verk sem er. Hjá mönnum eins og honum eru ekki til vandamál - bara verk sem þarf að leysa og þau leysir hann.

Strandgata 13

Í dag lítur húsið svona út. Þetta er fallegt hús þótt ekki sé það í upprunalegri mynd en það sem upp úr stendur er sú staðreynd að húsið komst í hendur manna sem hafa skilning á því að hægt sé að gera upp hús og halda þeim við. Þetta eru menn sem ganga til verka sinna af festu og ákveðni og leysa þau og ekkert múður.

Menn eins og Tryggvi eiga hrós skilið fyrir þeirra þátt í verndun gamalla húsa. Þetta leiðir hugann að því hvernig komið er fyrir húskofanum í Hafnastræti 98 sem frú Menntamálaráðherra friðaði. Hverju breytti það? Er einhver endurreisn hafin á því húsi? ætlar einhver - eða vill einhver gera það hús upp? Það læðist að mér sá grunur að það sé beðið eftir því að menn geti sótt í styrki í opinbera sjóði til að fara í verkið. Menn eins og Tryggvi og félagar eru því miður ekki á hverju strái og því fer sem fer. Tryggvi sótti ekki fé í opinbera sjóði til að gera sín hús upp. Hann gekk til verka strax og lét verkin tala.

Fyrir þá sem vilja eru fleiri myndir í myndaalbúminu sem heitir Akureyri sem teknar voru af framkvæmdunum við breytingu á Strandgötu 13.

Málsháttur dagsins: Fátt er svo fánýtt að ekki megi nokkuð af nýta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gaman að lesa pistilinn þinn og skoða myndirnar.  Það hafa sennilega margir búið í Strandgötu 13 um ævina. Ein kona var með mér í ferðinni um Slóveníu Ingveldur sem fædd var í Laxdalshúsi og hafði svo búið einhver tíma í Strandgötu 13. Ég man eftir Kidda Þorvaldar frænda okkar sem þar bjó og einhver ölstofa var niðri í suð-austur hornin kallarans. Síðan man ég eftir Skóvinnustofu Odds þar. Þetta var nú ekki vistleg kompa þá. Gengið niður í skonsu og varð að beygja sig er farið var inn um dyrnar. En þjónustan var góð á Skóvinnustofunni, veit lítið um ölstofuna kom aldrei þar inn . Nú svo er nú skeggið skylt hökunni eins og þú veist. Takk Palli minn fyrir þennan fróðleik.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Jac Norðquist

Frábærir pistlar Palli !

Bestu kveðjur

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 21.9.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Og svo segir fólk að ég bloggi ekkert annað en um bolta....

Páll Jóhannesson, 21.9.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Enn hérna voru þessir menn Tryggvi, Björgvin Páls og fleiri ekki í boltanum?

S. Lúther Gestsson, 23.9.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn! kemst ekkert annað að en bolti hjá þér? nei þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa í lífinu.

Og til gamans má geta þess að í dag 24. september á Tryggvi Pálsson afmæli - hann er 70 ára.

Páll Jóhannesson, 24.9.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband