15.9.2008 | 17:27
Sögustund um hús með sögu
Strandgata 13 brann til grunna árið 1906 og upp úr því var strax byggt nýtt hús sem stendur enn og byggingaárið er á því húsi 1907. Húsið er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Húsið stendur á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu. Þar sem gatnamótin eru ekki hornrétt það er þar sem húsið stendur er hornið ekki 900 og þar af leiðandi húsið eilítið hornskakt viljandi.
Samkvæmt heimildum úr ,,biblíunni minni ,,Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs segir m.a. Jónas Gunnlaugsson hreppstjóri frá Þrastarhóli í Eyjarfjarðarsýslu, og Davíð Ketilsson verslunarmaður, áður bóndi í Miklagarði, Eyjafirði, reistu þar það hús sem nú sendur. Þar segir enn fremur ,,það er einkennilega skakkt í laginu því þess var krafist að það stæði samhliða báðum götunum sem það stendur við eins og ég lýsti hér að ofan.
Þegar ég var að alast upp var þetta hús illa útlítandi í mínum augum sökum ónægra umhirðu. Húsið var í niðurníðslu. Ljót skúrbygging við norðurgafl hússins var ekki til prýði. Þar var m.a. hjólreiðaverkstæði Hannesar. Þar áður hafði Karl Friðriksson verið þar með veitingastað sem hét Skálinn. Karl þessi var mikill frumkvöðull og athafnamaður þótt ekki hafi allar hugmyndir hans orðið að veruleika. Strandgata 13 var upphaflega tveggja hæða hús með niðurgröfnum kjallara, sem var til lítils nothæfur í annað en að safna rusli.
Árið 1989 keypti stórfrændi minn Tryggvi Pálsson rafvirki og fasteignasali húsið. Við það að Tryggvi eignaðist húsið öðlaðist húsið nýtt líf. Tryggvi gerði húsið upp og kom því í upprunalegt útlit. Fljótlega eftir að Tryggvi keypti húsið fór hann að hugsa um hvað hann gæti gert við kjallara hússins, þar gætti flóðs og fjöru. Tryggvi var vakandi og sofandi yfir þessu hvað var til ráða. Hann vissi að Páll faðir hans (afi minn) hafði áður verið frumkvöðull í þessum málum þar sem hann hafði lyft tveimur húsum til að gera neðri hæðir þess nýtanlegar. Páll afi hafði lyft Brekkugötu 5 og Hafnarstræti 97 þar sem áður var bókabúðin Huld en var rifið fyrir all mörgum árum. Páll afi hafði notað vörubílatjakka til verksins.
Tryggvi hafði eitt sinn verið vaktstjóri í Síldarverksmiðju á Bakkafirði í eitt ár og þá varð sá hann hvernig menn fóru að því að smíða olíu- og lýsistanka. Menn byrjuðu á toppinum og lyftu svo upp og byggðu undir. Lausnin var fundinn. Tryggvi reyndi að hafa upp á þessum manni sem var að vinna fyrir austann, en hann var látinn. Hann setti sig í samband við ekkju mannsins og hún kom Tryggva í samband við son sinn sem átti tjakkana sem notaðir voru við verkin. Úr varð að maðurinn leigði Tryggva tjakkana til verksins með því skilyrði að hann fengi að hafa hönd í bagga. Þetta var árið 1997. Tryggvi fékk leyfi yfirvalda til þess að stækka jarðhæðina og er hún um 50 m2 stærri að flatarmáli en eftri hæðirnar.
Teningunum var kasta þetta var lausnin. Tryggvi fékk til liðs við sig stóra bróðir sinn hann Björgvin Pálsson byggingameistara sem búsettur í Hrísey við að endurbyggja húsið. Húsið var allt tekið i gegn allt frá þaki og niður í grunn. Nú er neðsta hæð hússins með fulla lofthæð og ekki niðurgrafin. Það er gaman að geta sagt frá því að í öllu ferlinu þegar húsinu var lyft þá féll vinna niður í fyrirtækjunum sem í húsinu er aðeins fram að hádegi þess dags sem verkið var framkvæmt. Þeir opnuðu sama dag aftur og fólkinu var boðið upp á pizzu við opnun eftir hádegi. Menn voru vel skipulagðir þarna.
Tryggvi er sestur í helgan stein eins og stundum er sagt hann er löggiltur. Í dag starfa synir hans með sinn atvinnurekstur í húsinu. Tryggvi Tryggvason sá elsti er með Opus teikni- og verkfræði stofu áamt félaga sínum og Arnar Tryggvason með Fasteignasöluna Holt, sem hann tók við af föður sínum. Á jarðhæð hússins er veitingastaðurinn Krua Siam. Tryggvi seldi húsið árið 2003. En auk þessa þá gerði Tryggvi upp húsin að Strandgötu 7, 9, og 11 svo að þessi gamla og fallega götumynd sem þarna hefur varðveist er honum ansi mikið að þakk.
Strandgata 7, 9, 11, og 13 er gott dæmi um hvernig hægt er að gefa gömlum húsum nýtt líf og hafa yndi af. Þessi hús eru mikil bæjarprýði og á Tryggvi mikið lof skilið fyrir það að hafa gefið þessum húsum nýtt líf, nýtt hlutverk. Til að glöggva sig á gildi þess að þessi hús hafa varðveist í þessari mynd sést best þegar skemmtiferðaskip koma til Akureyrar þá má sjá ferðamenn í löngum röðum, já löngum standa og taka myndir af þessum glæsilegu húsum.
Seinasta myndin sem fylgir þessari ofur færslu er af einu húsi sem stendur neðar við götuna og er lýsandi dæmi um ljót hús í niðurníðslu og ætti að fara strax með stórvirka vinnuvél og jafna við jörðu. Þetta er engum til sóma, engum.
Málsháttur dagsins: Margur hefur ekki mikinn auð en mikla farsæld336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dúndur grein hjá þér Palli !! Virkilega gaman að lesa um sögu þessara húsa. Varðandi síðasta húsið.... væri ekki nær að hvetja til gagngers viðhalds frekar en taka jarðýtuna á það ? Spáðu í hvernig götumyndin hefði verið ef hornskakka-húsið hefði orðið ýtunni að bráð? Það sómir sér vel núna svona vel viðhaldið ekki satt ? Hahahahaha
Bestu kveðjur
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 15.9.2008 kl. 18:36
Bói ég vil ekki varðveita allt. Þetta umrædda hús hefur auðvitað sögu eins og öll önnur hús, en ekkert fagurfræðilegt gildi. Hvað smábarn sem er hefði geta teiknað þetta og byggt upp. En svo komum við að því að smekkur manna er misjafn, ekki satt?
Páll Jóhannesson, 15.9.2008 kl. 22:35
Þetta þarna með neðsta húsið er kannski jafnmikil spurning um hvar það stendur eins og hvernig. Svo er annað líka. Er þetta steinhús eða forskalað? Ef það er forskalað timburhús er þá ekki líklegt að það hafi verið bárujárnsklætt í fyrndinni? Þannig útlítandi gæti það verið miklum mun fallegra en svona. Á hinn bóginn er það kannski illa í lóð sett, fyrir umferð, skyggir á útsýni eða þvílíkt. Þá er ýtan ágætur kostur...
Gunnar Th (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:02
Þetta hús ku vera steinsteypt. Að mínu viti illa staðsett og ekkert varið í að halda uppá.
Páll Jóhannesson, 16.9.2008 kl. 23:07
Jamm, ég skil Palli. Ýtuna á helvítið ;)
Jac Norðquist, 17.9.2008 kl. 05:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.