4.9.2008 | 17:23
Teknir í bakaríið
Það var sannkölluð Derby-stemming á Akureyrarvelli í gærkvöld þegar stórlið Þórs tók á móti grönnum sínum úr KA í 1. deildinni í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að mínir menn í Þór fóru með afar sanngjarnan 1-3 sigur af hólmi. Læt fylgja með hér mynd þar sem Gísli Páll Helgason unglingalandsliðsmaðurinn knái skora eitt marka Þórs. Myndina tók hinn geðþekki blaðamaður Skapti Hallgrímsson. Gísli Páll kemur úr mikilli Þórs fjölskyldu og er sönnun þess að hafa hlotið gott og heilbrigt uppeldi. Helgi Pálsson pabbi kappans var að vonum ánægður á leiknum og náði brosið á honum allan hringinn, það er skiljanlegt. Það er aldrei eins gaman að fara heim af sigurleik eins og þegar þeir gulu á brekkunni eru lagðir. Segi enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Brá mér í miðbæinn í morgun til þess að kíkja á ástarvagninn sem var á ferðinni á Akureyrarvökunni. Þar var ég fjarri góðu gamni og varð af öllu húllumhæinu. Hvað um það vagninn stendur á miðju torginu nákvæmlega þar sem grasið var fyrir fáum dögum síðan. Búið að fjarlægja grasið.
Vagninn er fagurlega skreyttur þar sem sjá má hin ýmsu slagorð og játningar um hvað fólk elskar. T.d. mátti sjá ,,ég elska Röggu Gísla" - ,,ég elska pylsu með öllu" - ég elska allt og alla" - ,,ég elska þig og mig" (mig ?) - ,,ég elska Akureyri" - ,,ég elska Eið" og svo mætti lengi, lengi telja. Gaman að þessu. Frumlegt ekki satt?
Til þess að ergja ekki suma bloggvini mína ætla ég ekkert að tala um hvað Manchester City eru að gera. Ég ætla ekki að minnast á það einu orði hvað þeir munu gera á næstu misserum. Ég ætla ekki að voga mér að pirra viðkomandi bloggvin, hann sér sjálfur um að blogga um þetta
Málsháttur dagsins: Lög eru þar fyrir lögð að boðorð skuli ei brjóta
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef ekki heyrt í heimildarmanni mínum um þennan leik milli Þórs og KA svo ég ákveð að tjá mig ekkert um þetta þangað til.
Enn er þá ekki staðan jöfn í innbyrðisviðureignum þessara liða eftir sumarið?
Heimildarmaður minn fyrir norðan benti mér á að aldrei hefði verið gert svo mikið fyrir gamla fólkið á Akureyri eins og síðustu mánuði, allt tengist þetta ást, hamingju og kærleik. Sett var upp einhver kossahelgi um Verslunarmannahelgina að mér skilst. Mislukkaðist að vísu.
Svo er búið að planta strætó í miðbæinn eins og þú segir svo skemmtilega frá. Hélduði vikilega að þið fengjuð að setjast inn í hann og draga fyrir?
Annars er það að frétta af boltafréttum hér að sunnan að við félagarnir erum að reyna að skipuleggja 4 liða mót þar sem efstu 4 karla og kvennalið Landsbankadeildarinnar munu eigast við í innbyrðisleikjum. Þar munu verða margir athyglisverðir leikir verða ef af verður.
KK Valur - KVK KR
KVK Valur og KK KR
kvk Breiðablik - kk Keflavík
Og svo framvegis.S. Lúther Gestsson, 5.9.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.