Leita í fréttum mbl.is

Einstakur atburður.

13.feb1982Það er mánudagur og ungi maðurinn er u.þ.b. að springa - úr monti. Það er fjandakornið fátt annað sem kemst að í huga hans en stolt, mér tókst það! Hann upplífir þann atburð sem hann var að verða vitni af, sem einstakan atburð í veraldarsögunni, já þetta var nánast að gerast í fyrsta sinn í mannkynssögunni. Þessi atburður var svo sem ekki að gerast í dag hjá þessum umrædda manni, en er vafalítið að gerast á hverjum degi út um allan heim - örugglega á þessu augnabliki.

Þessi mánudagur sem ég var að lýsa var mánudagurinn árið 1980. Þá leit frumburður minn og konu minnar dagsins ljós í fyrsta sinn. Núna 28 árum, þremur börnum og þremur barnabörnum síðar finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær. Og þótt aldurinn færist yfir aðra þá finnst mér tíminn standa í stað.

Dagbjört Elín hefur eins og öll önnur börn fengið foreldra sína allt frá fæðingu til þess að hlægja og gráta í gegnum lífið. Sem betur fer er það svo að gleðitárin yfirgnæfa allt annað. Dagbjört Elín er eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir og það er einmitt það sem gerir hana svo einstaka sem raunin er á.

Til er máltæki sem segir að ,,Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Ef að líkum lætur mun það sannast í dag svo um munar. Ef móðir hennar boðar til veislu þá er sko veisla það er klárt. Og ef ég þekki dóttir mína rétt verður eitthvað nammi á boðstólnum eins og venja er við slík tækifæri. Þessi mánudagur fyrir 28 árum var sko ekki mánudagur til mæðu eins og máltækið segir og mánudagurinn í dag verður fráleitt þannig. Þetta er fínn dagur, hamingju dagur.

Dagbjört mín til hamingju með daginn.

Fróðleikur dagsins: Oft hefur það kötturinn sem kónginum var ætlað

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með frumburðin ykkar

Hrönn Jóhannesdóttir, 1.9.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Takk pabbi minn, það verður sko kaffi á könnunni & með því & allir velkomnir

Dagbjört Pálsdóttir, 1.9.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með stóru stelpuna ykkar. Ég mæti sko hjá henni í dag og veit að eftir þá heimsókn þarf engan kvöldmat. Sjáumst.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.9.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband