27.8.2008 | 21:13
Alger sulta
Brá mér aldrei þessu vant á völlinn í gær. Stelpurnar okkar í Þór/KA tóku á móti nýliðum Aftureldingar í Landsbankadeild kvenna. Fyrir leikinn sátu Stelpurnar okkar í 4. sæti deildarinnar með 22 stig en Afturelding í 6. með 20 stig. Fyrir leikinn áttu flestir von á jöfnum og spennandi leik. Annað kom á daginn því Stelpurnar okkar sýndu gestum sínum litla gestrisni og unnu 6-1 sigur. Þar með eru þær nánast búnar að tryggja sér 4. sætið í deildinni. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa ítarlega umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs sem og ummæli leikmanna og þjálfara í leikslok. Þá er einnig búið að setja inn myndir í myndaalbúm sem ég tók á leiknum sjá hér. Myndin sem ég birti með þessari færslu sýnir Karen Nóadóttir sem skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í þessum leik. Þar sannast máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" því Karen er dóttir hins gamalreynda knattspyrnukappa Nóa Björnssonar sem gerði garðin frægan í Þórsliðinu á 8. og 9. áratug seinustu aldar. Nói er í dag einn af þeim sem er maðurinn á bak við tjöldin í þessu frábæra liði. Því segi ég enn og aftur Áfram Stelpur í Þór/KA.
Í gær dunduðum við okkur við að tína rifsberin af runnanum og nutum aðstoðar barnabarnanna. Þetta er að verða árlegt og svo hófst sultugerðin. Hafist handa strax í morgunsárið, sem þó bæðir ekki en þessi morgunstund gefur gull í mund eða eigum við að segja sultu í krukku .
Stóru börnin þ.e. Margrét Birta og Elín Alma höfðu talsvert meiri þolinmæði en strákpjakkurinn í að tína ber. Kannski skorti ekki þolinmæðina hjá þeim stutta en talsverður tími fór í að labba til afa með eitt og eitt ber í einu ,,afi sjáðu". Hann lét sér í léttu rúmi liggja þótt afi og amma reyndu af fremsta megni að fá hann til að fylla dolluna.
Systurnar jú veraldarvanar skvísur lögðu sitt af mörkum eins og sannar hetjur. Veit ekki hvort það er vorkunnsemi að vera svona duglegar við að hjálpa afa gamla og ömmu. Getur verið. En ég vil bæði mín og þeirra vegna trúa því að dugnaðurinn komi að inna og segi meira til um meðfæddan dugnað.
Í dag áttu þær svo að fá að fara í berjamó með skólanum en sökum þess að blessaður himnafaðirinn tók upp á því að vökva (gott fyrir Bjössa og Rögga) en bölvað fyrir blessuð skólabörnin sem misstu af því að fá að fara í berjamó. Bölvanlegt líka fyrir mig þar sem að ég hefði trúlega geta notið góðs af þegar afraksturinn kæmi í hús. Ekki er þó öll nótt úti enn, því það styttir upp öll él um síðir eins og máltækið góða segir.
Til þess að gæta réttlætis þá set ég myndirnar smáar inn í færsluna til þess að þurfa ekki að skrifa einhverja langloku til nýta plássið til fulls. En myndanna getið þið notið með því að klikka á myndirnar og þá birtast þær stórar í fullum gæðum. Einnig mun ég setja þessar myndir á flickr innan skamms.
Þjóðin er á hvolfi. Handbolaæðið ætlar allt um koll að keyra. Ég er eins og allir Íslendingar stoltur af þessum afreksmönnum. En skondnast finnst mér að hlusta á ýmsa íþróttafréttaritara og aðra sérfræðinga sem nú dásama liðið og halda ekki vatni og pissa undir af hrifningu. Þetta eru sömu mennirnir sem létu stór orð falla þegar illa gekk. Þetta eru sömu mennirnir sem sögðu að nú væri tími Ólafs og fleiri manna í liðinu liðin. Þetta eru sömu mennirnir sem sögðu að handknattleiksforystan væri steindauð og þyrfti að fá andlitsupplyftingu, þeir sögðu einnig að forystan væri að ganga af íþróttinni dauðri. Nú væta þeir buxurnar af hrifningu þegar þessi sömu menn standa á Bessastöðum og í þá eru nældar orður. Þeir eru fljótir að gleyma.
Ég óska landsliðinu innilega til hamingju með glæstan árangur á Ólympíuleikunum. Íþróttarinnar vegna gott mál. Alger sulta
Fróðleikur dagsins: John Wilkes Booth og Lee Harvey Oswald, morðingjar Abrahams Lincoln og Johns F. Kennedy voru báðir myrtir áður en réttað var yfir þeim.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.