Leita í fréttum mbl.is

Áfram Stelpur

Stelpurnar okkar í Þór/KA héldu suður yfir heiðar í kvöld og mættu Fylki í 15. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Siguróli Kristjánsson aðstoðarþjálfari sagði í stuttu spjalli við mig eftir leik ,,Fyrir leikinn var 4. sætið í deildinni í boði og við þáðum það með þökkum". Liðið er nú komið með 22 stig. Þetta lið er hreint út sagt náð að standa undir væntingum svo ekki sé nú fastara að orði kveðið.

ÞórsvöllurÁ morgun fer svo fram leikur í 2. flokki kvenna í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar eru Vísabikarmeistarar og mæta KR í undanúrslitum á morgun og fer sá leikur fram á Þórsvellinum. Vonandi ná okkar Stelpur að leggja KR þannig  að bikarinn verði áfram varðveittur í Hamri. Enn og aftur segi ég Áfram Stelpur í Þór/KA.

Í vikulokin er ráðgert að leggja þökur á endurgerðan Þórsvöllinn. Búið að leggja mikla vinnu í frárennslislagnir springler vökvunarkerfi og svo nú síðast hitalagnir í völlinn. Svo vonandi verður völlurinn orðin iðagræn innan skamms. Þá er verkakinn sem mun reisa stúkuna byrjaður að undirbúa framkvæmdir svo að óhætt er að segja að allt sé á fullu. Rörin sem fara í hitalagnirnar ásamt hlaupabrautum eru 36 km að lengd. Með vatns - og frárennslislögnum munu þetta vera u.þ.b. 42 km að lengd.

Áfram heldur hringavitleysan í borgarpólitíkinni. Gísli Marteinn flytur erlendis en ætlar áfram að sinna störfum sem kjörin borgarfulltrúi. Flýgur heim 2x í mánuði til að sinna þessu með námi. Má auðvitað ekki við því að missa launin. Annars hélt ég að þetta væri talsverð vinna að vera borgarfulltrúi. Kannski misskilningur enda Reykjavík ekki svo ýkja stór og verkefnin smá og léttvæg að því er manni virðist.

Óskar(inn) sem dreymir um að verða stór ætlar að tína upp brauðmola sem ekki voru í kjöri sér til aðstoðar. ,,Jújú þetta er mjög traustur meirihluti". Com one út með Óskar(inn). Er nema von að fólk sé hætt að bera virðingu fyrir þessu fólki?

Óskilt þessu þá bíð ég nýjasta bloggvin minn velkomin til leiks hér í bloggheimum. Pálmi Ólafur tengdafrændi sem er nýfluttur í landa Margrétar danadrottningar ásamt kærustu sinni og sýni hennar. Ungt fólk sem leitar á náðir danska menntakerfisins. Gott mál. Velkomin í bloggheima mr. Pálmi.

Fróðleikur dagsins: Fyrsta Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram þann 16. maí 1929.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hva - eru ekki allir hættir að agnúast út í Gísla, þegar komið er í ljós að þetta hefur verið algengt hjá borgarfulltrúum. Ég breytti allavegana um skoðuns eins og Ragnar kenndur við Reykás

Finnst ekki hægt að gera kröfu á að hann hætti þegar komið er fordæmi frá öðrum borgarfulltrúum að vera í námi erlendis og í borgarstjórn á sama tíma.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 20.8.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þótt maðurinn í næsta bíl á undan mér keyri á ólöglegum hraða gefur það mér enga heimild til að gera slíkt hið sama.

Páll Jóhannesson, 20.8.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband