Leita í fréttum mbl.is

Áttu múffu?

17.júníAuðvitað er ég sannur Íslendingur, nema hvað? Þótt úti sé skítakuldi og varla hundi út sigað spígsporaði ég í miðbæinn á 17. júní. Fyrst um daginn og hlýddi á æskulýðskór Glerárkirkju þenja raddböndin. Krakkarnir klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn. Snilld og aftur snilld. Söngur þeirra yljaði manni svo sannarlega um hjartaræturnar.

Um kvöldið hélt ég aftur í bæinn aðallega til þess að hlusta á hina bráðskemmtilegu hljómsveit sem heitir hinum frumlega nafni ,,Hvanndalsbræður". Þessir snillingar eru engum líkir. Það er ekki hægt annað en skemmta sér þegar þeir stíga á stokk.

Helgi magri og Þórunn Hyrna Uppgötvaði hversu andsk... það var kalt úti þegar ég ætlaði að halda heim á leið. Einhvern vegin var eins og lappa skarnirnar ætluðu ekki að hlýða. Var lengi að koma þeim af stað. Dofin og í raun frosin fastur en hafðist á endanum. Á heimleið stöðvaði ég bílinn við Hamarsklappirnar og gekk í áttina að styttunni af Helga magra og Þórunni Hyrnu smellti af mynd, drungaleg og lýsandi.

Hitti granna í dag. Nokkuð langt um liðið síðan við hittumst svo við tókum tal. Granni vatt sér að mér í búðinni í dag og sagði hátt og skýrt ,,jæja Palli minn ertu búinn að fá þér eina Múffu?". Ég lét á granna og endurtók ,,Múffu?. Þú veist sjálfsfróunarmúffan sem allir eru að tala um... Já þú meinar sagði ég, nei hvíslaði ég. ,,Hvað á ekki að fá sér eina?" sagði granni.

Talsverð þögn...... ég var ekki viss hvernig ég átti að tækla þetta. Eeeeeeeee nei ég...... ,,Hva þorir þú ekki að fá þér eina eða þorir þú ekki að viðurkenna að þú sért búinn að fá þér eina?" sagði granni, það hlakkaði í honum.

Áfram vandræðaleg þögn. ,,Feiminn?" sagði granni. Ég tók á mig rögg og sagði nei hver andsk.... er þetta ég á konu mannfjandi. En þú ert náttúrulega búinn að fjárfesta í öllum pakkanum? sagði ég.  Það kom skrítin svipur á granna og áður en hann gat sagt meira sagði ég ,, ert þú þá hættur núna með Lóu fimmboga?".  ,,Asni" sagði granni og tók á rás.

Brá mér á völlinn í kvöld þrátt fyrir skítakulda og ausandi rigningu. Mínir menn í Þór tóku á móti Val í Vísabikarnum í kvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan leik tókst Val að skora sigurmarkið á lokasekúndum leiksins og unnu þar 0-1 sigur. Engin skömm að tapa fyrir Val enda eru þeir jú Íslandsmeistarar í knattspyrnu.

Vonandi fer þessu fjandans kuldakasti að linna og sólin fari að brosa á ný. En það er huggun harmi gegn að ef að hér er norðan átt og skítakuldi er líklegt að veðrið í höfuðþorpi Íslands sé með skársta móti. Sé svo þá er þetta í góðu lagi.

Fróðleikur dagsins: Mesti kuldi sem mælst hefur á Jörðinni er –70°C, en það var í Síberíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já og skandall að fyrrum Þórsari Gummi Ben hafi átt sendinguna sem gaf markið. Kunna menn sig ekkert lengur?

S. Lúther Gestsson, 20.6.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Páll múffur eru góðar, kökurnar litlu bragðast alltaf vel, svo eru handmúffurnar til að veita skjól gegn kulda (sem ég hélt reyndar að þú værir á leiðinni með að tala um) að lokum það nýjasta nýja, ilima hitarinn nýji! Furðulegt að geta ekki fundið annað nafn á það en kökunafn eða handmúffum sem notaðar voru mikið fyrir börn hér áður og reyndar ennþá!

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já þetta með múffurnar finnst mér skondiðTími til komin að finna tæki og tól fyrir karlana svo að jafnrétti komist í þessu eins og öðru En hérna í Njarðvíkurborg leikur sólin við okkur og get kannski haldið við litnum sem ég fékk í flatlöndum Vona fyrir þína hönd og annara vandamanna að sólin fari að leika við ykkur líka

Hrönn Jóhannesdóttir, 20.6.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mikið lagt á sig fyrir fótboltann. Standa úti í skíta kulda og ausandi rigningu til að horfa á 22 menn slást um 1 bolta. Algjör bilun.

Nú sólin er farin að skína og ekki ástæða að kvarta lengur, minnsta kosti ekki í bili.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.6.2008 kl. 18:50

5 identicon

Það eru auðvitað bara sannir íslendingar sem skella sér og fagna 17 júní í skítaveðri

Anna Bogga (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband