Leita í fréttum mbl.is

Kona dagsins

Elín 70 áraFyrir nákvæmlega 85 árum leit þessi kona fyrst dagsins ljós. Hún fæddur Skagfirðingur. Hún ólst upp hjá fósturforeldrum sínum vegna erfiðleika í föðurhúsum. Hún var tvíburi og aðstæðurnar höguðu því þannig að hún var sett í fóstur en tvíburasystir hennar ólst upp hjá foreldrum sínum. Tvíburasystir hennar lést úr berklum aðeins 18 ára gömul.

Hún bjó til að byrja með í Skagafirði en fluttist til Akureyrar ásamt eiginmanni og tveimur dætrum sínum árið 1959, sú eldri 8 ára en sú yngri tveggja ára. Þessi kona vann öll störf sem til féllu á lífsleiðinni til að draga björg í bú ásamt eiginmanni sínum. Á seinni árum ævi sinnar eftir að hún misstu eiginmanninn tók hún að sér ýmisleg störf og sinnti þeim eins og sannur hershöfðingi. Dreifing blaða t.d. Morgunblaðsins ásamt vinkonu sinni, Helgarpóstsins meðan hann var og hét, skúringar á skrifstofum Morgunblaðsins ásamt miklu sjálfboðaliðsstarfi hjá Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar. Ég er að sjálfsögðu að tala um tengdamóðir mína sálugu Elínu Sigtryggsdóttir sem lést langt fyrir aldur fram fyrir 13 árum þá 72.

Elín átti gríðarlega marga vini enda hafði hún einstaklega gott viðmót og ljúf í allri umgengni. Elín kunni að hlusta þegar á þurfti að halda og lá ekki á liði sínu ef til hennar var leitað. Konan mín, börnin mín systkini Elínar og vinir, allir sakna hennar. Fyrir þá sem ekki þekktu þá væri of langt mál að telja hér upp alla hennar kosti, því þá yrði þetta að einskonar framhaldssögu, það væri kannski bara allt í lagi og hver veit nema svo eigi eftir að vera síðar.

Leiði tengdaforeldrana.Elínu kynntist ég fyrst þegar ég var barn u.þ.b. 12 ára gamall þegar ég gekk í stúku en þar var þessi heiðurskona ,,Æðsti Templar" Þá grunaði mig ekki að þessi kona ætti eftir að verða tengdamóðir mín. Ég náði sem sagt að þekkja þessa konu náið í 22-23 ár og fyrir þau er ég þakklátur.

Þennan dag árið 1973 gekk Ólöf Helga eldri dóttir Elínar og Theódór í hjónaband og sendi ég þeim heiðurshjónum góðar kveðjur í tilefni dagsins. Þetta er orðið hið myndarlegasta hjónaband hjá þeim turtildúfum 35 ár til hamingju enn og aftur.

Fróðleikur dagsins: Gott er að týna og verða feginn að finna aftur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já Palli það er sko mikið rétt með hana Ellu hún var sko mikil og dugleg kjarnakona sem sárt er saknað. Var þess heiðurs aðnjótandi að kynnast henni og á margar góðar og fallegar minningar um hana og Pálma heitinn líka. Sumarkveðjur frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 16.6.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hvernig er það Palli, hafa bara verið ofurkonur í kringum þig? Þetta útskýrir kannski hálfa söguna af hvernig þú hefur haldist svona vel í holdum.

S. Lúther Gestsson, 16.6.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hún Elín þessi heiðurskona var líka mjög góð vinkona mín og áttum við mörg sameiginleg áhugamál. Margar góðar stundir átti ég með þeim hjónum.

Óska Helgu og Tedda til hamingju með daginn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther! það er nokkuð til í þessu hjá þér, holdafar mitt og gott útlit í alla staði er örugglega þessum ofurkonum að þakka sem eru allt í kringum mig. Vonandi býrð þú vel að hafa góðar konur í kringum þig til að tryggja bjarta framtíð

Páll Jóhannesson, 16.6.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heyrðu Palli, ég var einmitt að hugsa þetta sama og Lúther, það eru rosalega margar konur í kringum þig, þetta eru líka allt kjarnorku konur! Til hamingju með þína tengdó!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Konurnar í mínu lífi hafa verið margar, ekki mann ég eftir því að einhver þeirra hafi reynst mér ílla.

Snemma byrjaði maður samt á því að hætta hálf partinn að hlusta á þær. Skrítið samt að nú þorir maður ekki lengur að hreyfa sig nema að fá kvennlegt innsæi í hlutina fyrst.

Konur eru góðar. 

S. Lúther Gestsson, 17.6.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband