Leita í fréttum mbl.is

Svínvirkar

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu vel þessar nýju og bráðsnjöllu reglur bæjarstjórans á Akureyri varðandi aldurstakmörk á tjaldstæðum í bænum og annað í þeim dúrnum til að koma í veg fyrir útihátíðastemmingu þegar eitthvað er um að vera. Þetta svínvirkar. Hvað ætli bæjarstjórinn taki nú til ráða - banni bíladaga, hver veit?

Málsháttur við hæfi: Seint er að herklæðast þegar á hólminn er komið
mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Það ætti nú bara ekki að koma neinum á óvart ef hætt yrði við bíladaga í framtíðinni miðað við hvernig ástandið er þarna.

Hin Hliðin, 15.6.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ef bæjarstjórinn núverandi mætti ráða verða , bíladagar líka bannaðir. Þetta er svo fjölskylduvænn bær, að undantekknu því að ungmenni eru óvelkomin hingað á aldrinum upp að 23 ára. Svo eru heldur engin úræði fyrir unglinga eftir grunnskólaaldur. Hvaða skilaboð erum við að senda unga fólkinu? Ekki meira um það, en bærinn stendur sig illa og er ég ekki ánægð með stjórn hans.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Ingimar Eydal

Markmiðið var að tryggja næturfrið fyrir gesti tjaldsvæðana, sem eru að stærstum hluta útlendingar og íslenskt fjölskyldufólk.  Það gekk eftir en skríllinn hélt uppteknum hætti annars staðar. Finnst ósanngjarnt að gera bæjarstjórann á Akureyri ábyrga fyrir þessari vitleysu sem stafar held ég að endalausu frelsi og ábyrgðarleysi, þegar börn og unglingar upplifa engin takmörk þá setja þau sjálf mörkin og ekki er öllum treystandi til að finna þau mörk án þess að skaða sig og aðra.

Ingimar Eydal, 15.6.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja einhver hlýtur að axla ábyrgð - það er út í hött að persónugera gagnrýni á bæjarstjóra almennt - bæjarstjóri er einu sinni fulltrúi lýðræðissinnaðar kosningar á fólki í bæjarstjórn! Bæjarstjóri er þar að auki framkvæmdastjóri meirihluta bæjarstjórnar í hverju sveitarfélagi fyrir sig!

Þannig að það er ekkert að því að kalla bæjarstjóra til ábyrgðar.

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Velkomin annars heim Páll!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:49

6 identicon

Tek undir bæði kommentin hjá Eddu...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:51

7 identicon

Vildi bara bjóða skrifarann velkominn heim frá Germaníu. Ég vil svo eindregið að Bíladagar verði blásnir af og Bátadagar teknir upp í staðinn, því þegar margir bátadellukallar koma saman - þá er sko gaman........ (auk þess er engin kvartmíla.....)

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gunnar Th vill halda "sjómílu" í stað kvartmílunnar og  eflaust vær sú hugmynd ágæt. En sem gamall bílaáhugamaður og Bílaklúbbsmaður þá fynndist mér hugmyndin um að slá af Bíladagana slæm. Ef allt fer úr böndunum á hátíðinni er löggæslan einfaldlega ekki næg og þá væri nær að læra af fenginni reynslu og bæta úr á þeim bænum.  Það þýðir ekki alltaf að bregðast við með því að banna innan  23ja eða álíka úrræðaleysi. Það þarf einfaldlega að hafa nógan mannskap því það er nú einu sinni þannig að þessir krakkar koma þrátt fyrir að þau séu ekki velkomin á einhverjum tjaldstæðum og ég get ekki ímyndað mér að það að segja þeim að þau séu óvelkomin sé góð "forvörn". 

Kv. í Heiðardalinn úr bílabænum Selfossi    

Þorsteinn Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 14:24

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér Steini minn! boð og bönn eru ekki það sem menn þurfa grípa til. Ég hef alltaf sagt og segi enn og aftur við verðum að nýta okkur reynslu fyrri ára og læra af reynslunni, það gerir skynsamt fólk. Aukin gæsla og góður aðbúnaður myndi hjálpa strax til.

Páll Jóhannesson, 16.6.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband