Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu handtökin.

Hafist handaFínn dagur í gær til þess að rífa sig upp á rassga...... og gera eitthvað af viti. Kjörnar aðstæður til að bóna bílinn.  Til þess naut ég góðra aðstoðar frá tveimur af barnabörnunum þ.e. Margréti Birtu og Elínu Ölmu.

Og auðvitað hófst þetta með föður/afalegri kennslu. Gera svona og svona. Alls ekki hitt og þetta fræðin útskýrð sem best sá gamli gat.

Ekki stóð á því að hlustað var með mikilli athygli. Skvísurnar heldur óþolinmóðar og fannst afi taka sér heldur langan tíma í úrskýringar. ,,Afi við kunnum þetta já, já og allt það". Afi setur upp mikinn merkissvip sem átti að vera gáfumannalegur og sagði ,,stelpur mínar lengi býr að fyrstu gerð og allt það bla, bla, bla.....". ,,Hvaða gerð?". Ok, hefjumst handa.

Lagt sig framElín sem er ný búinn að sleppa hjálparhjólunum á reiðskjótanum taldi vissar að taka ekki niður hjálminn, maður veit jú aldrei hvað getur gerst. Hjálmur er jú höfuðlausn, ekki satt?

Þær systur héldu dampi. Ekki var slegið slöku við fyrr en yfir lauk. Reyndar notaði afi bara letingjabón eins og gárungarnir kalla það Sonax eða eitthvað álíka létt og lagott. Skvísurnar dóu ekki ráðalausar þegar kom að því að bóna stuðarana að neðan. Maður beygir sig ekki maður bara leggst á bakið öll vandræði á bak og burt. En afi skammaður að lokum fyrir að leyfa þess aðferð enda malbikið ekki það hreinasta í heimi sem þær lögðust á. En comme one, nýja þvottavélin redda þessu, ekki satt?

InnlifunÍ gærkvöld hófst kennsla á ljósmyndanámskeiði sem ég skráði mig á fyrir skömmu hjá Þórhalli í Pedrómyndum. Garnandi snilld. Eingöngu kennt á Canon 400D eins og ég á sem gerir alla kennsluna markvissari. Glæsileg bók fylgir með í kaupunum sem Þórhallur útbjó eingöngu fyrir þessar vélar, enn og aftur snilld. Svo vonandi mun ljósmyndun hjá manni eitthvað fara fram þegar fram líða stundir - vonandi.

Þótt ekki hafi veðrið verið eins gott í dag og í gær samt gott. Þegar hitinn verður óbærilegur er gott að kæla sig niður. Ís og klaki hjá ömmu og afa, hvað er betra? Eins og sést á myndinni lifði Jón Páll sig þokkalega í inn í þá athöfn að gera ísnum góð skil. Reynar er það venjan hjá þessu gutta þegar matur er annars vegar þá vandar maður sig og sýnir matnum þá virðingu að gera honum góð skil.

Fróðleikur dagsins: Þýska þingið telur 672 þingmenn og er stærsta kjörna lögþing heimsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Lærðu þær af þér að bóna stuðarann?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Flottar stelpurnar mínar en spurning með þvottavélina, mín náði þessu nú ekki alveg úr, þýðir það að ég megi koma með buxurnar til þín & láta þig þvo þær á þinni nýju flottu þvottavél

Dagbjört Pálsdóttir, 28.5.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Í sannleika sagt lærði ég nýja aðferð við að bóna stuðara hjá þeim - klárar stelpur.

Dagga mig grunar að blettirnir hafi verið fyrir

Páll Jóhannesson, 29.5.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband