Leita í fréttum mbl.is

Honum fyrirgefst enda ekki fullorðin - enn

Bloggþurrð hér er ekki sökum leti, fýlu, ólundar eða af neinum óeðlilegum orsökum. Með hækkandi sól fjölgar þeim stundum sem maður heldur sig utandyra.

Ísland komst upp úr undankeppninni í Júró. Ég verð að játa að ég eyddi kvöldstund í að horfa á. Friðrik Ómar og Regína stóðu sig hreint út sagt frábærlega. Horfði einnig á sjálfa aðalkeppnina. Ég hafði reyndar aðeins heyrt þau lög sem tóku þátt í riðlinum með Íslandi. Þegar upp er staðið held ég að Íslendingar geti vel við unað með sitt. Fínt lag, frábærir flytjendur. Það sem vakti hvað mesta athygli hjá mér var gremja og fýla í Sigmari kynni. Þegar á leið í stigagjöf hneykslaðist hann á því að sum lönd gætu gengið að því sem gefnu að fá stig frá nágrönnum sínum. Í mínu huga ekkert við það að athuga. En Sigmari þótti heldur ekki að því að ætlast til að nágrannalöndin okkar gefi okkur stig, af hverju? Vill hann mismunun? ég veit ekki hvað á maður að halda?.

Í gær vorum við með öll barnabörnin. Byrjuðum á að fara í heimsókn með þau til langafa-- og ömmu. Mikið fjör. Skruppum á andapollinn þar var mikið fjör. Slagsmál milli tveggja fugla í harðari kantinum, vöktu mikla gremju og undran hjá börnunum. Því næst skroppið með hópinn inn í Vín og allir fengu sér ís. Krakkarnir trúðu mér fyrir því í bíltúrnum að þau vissu að Ísland myndi vinna Júró, því miður fór ekki eins og þau hugðu en þau finna eitthvað gott úr þessu.

Stelpurnar okkar héldu suður yfir heiðar og sóttu stöllur sínar í HK/Víkingi heim. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu 0-2 sætan sigur. Stelpurnar í Þór/KA eru með býsna sterkt lið og er ég klár á því að þær munu ljúka keppni í haust ofar á stigatöflunni en margan grunar.

Strákarnir okkar í Þór héldu einnig suður yfir heiðar og sóttu Leikni heim. Þrátt fyrir að vera einum manni undir frá miðjum síðari hálfleik unnu mínir menn 2-3 sigur og eru nú í 3. sæti deildarinnar. Gott hjá þeim. Sem sagt góð helgi hjá okkur Þórsurum.

Hef fylgst með undarlegum skrifum og háttalagi hjá Sverri Stormsker. Ræðst hann þar á fyrrum félaga sína með skítkasti og drulli sem hæfir ekki fullorðnu fólki. Honum fyrirgefst þar sem hann er enn ekki orðin fullorðin. Sverrir sakar Stefán Hilmarsson t.d.  um að kunna ekki að meta það að hann hafi dregið hann á lappirnar með því að láta hann syngja lögin sín. Ég held hins vegar að ef Sverrir hefði ekki fengið topp söngvara til að syngja lögin þá hefði þjóðin aldrei kynnst honum og verkum hans.

Fróðleikur dagsins: Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held við getum verið stolt af íslenska hópnum sem stóð á sviðinu í gær.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Margith Eysturtún

Skil þig alveg vel, nenni ekki heldur að verða inni í þessu sólblíðu sem við hafa verið blessuð með. Er svolítið svekkt með úrslitið af eurovision í gær, fannst Ísland með eitt það besta lag, enn svoleiðis getur gengið. Eigið góða viku.

Kveðjur frá Danaveldi

Margith Eysturtún, 25.5.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Smá innlit, en eins og fleiri held ég mig utandyra í dag á þessum frábæra sólardegi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Páll ertu ekki að misskilja Sigmar eitthvað! hann var með eindæmum getspakur hvað varðar löndin í austurevrópu og varð því fegin að minnsta kosti norðurlöndin sjálf gleymdu okkur ekki! Ég er á því að við eigum að efla svokölluð nágrannatengsl, við eigum líka, eru það ekki Eistar eða eru það Lettar að og nú þurfum við að belgja okkur aðeins út fyrir Hollendingum, Möltubúum og fleirum og fleirum! Tökum þetta í áföngum. 

Edda Agnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband