Leita í fréttum mbl.is

Grænir fingur...

Græðlingur - græningiKona eins suður með sjó sem er með ja svona græna fingur lagði land undir fót til að bjarga trjám frá förgun og potaði þeim niður garðinn heima hjá sér. Hún frétti því næst að ég hafi verið að láta snyrta hjá mér runnana. Frekar en að vita til þess að afskurðurinn endi í endurvinnslunni ætlar hún að leggja land undir fót og bjarga sprotunum. Þeir eru komnir í fötu vel vökvaði og bíða þess að vera sóttir. Þegar ég fór að tína upp sprotana og setja í fötu fékk ég til þess hjálp frá elsta barnabarninu mínu. Eins og sjá má á myndinni þurfti hún að skoða þessa sprota vel og vandlega áður en þeir fóru í fötuna. Hver veit nema þessi snót eigi eftir að fá græna fingur eins og stór frænka hennar suður með sjó?

Fór í Bogann í gærkvöld og horfði á fyrsta deildarleik Þórs í knattspyrnu á þessari leiktíð. Gestirnir sameinað lið KS/Leifturs sóttu ekki gull í greipar minna manna. Leiknum lauk með sigri minna manna í Þór 3-2.

Svo sem ekki besti knattspyrnuleikur sem ég hef orðið vitni af en sigur samt og það er nákvæmlega það sem öllu máli skiptir. Hvort sigurinn er fallegur eða hvernig spyr engin að..... 3 stig í hús og ég sáttur.

Uppsagnir hafnar í bankageiranum. Kemur mér ekki á óvart. En mér þykir mjög athyglisvert að fylgjast með framvindu mála. Hvaða skýringar ætli þessi jakkaklæddu snyrtipinnar sem aldrei hafa dýpt fingri í kalt vatn segi? Eru þeir búnir að gleyma því sem þeir sögðu í ,,góðærinu" þar sem gróðinn væri komin til að vera? Hverju ætli þeir myndu svara ef þeir yrðu spurðir að því hvort þeir væru ekki til í að skila til baka hluta kaupaukans sem þeir skömmtuðu sér í ,,góðærinu"? Væri það ekki sanngjarnt? Ef þeir eiga græða þegar bankinn græðir, hver á þá að blæða þegar hallar undan fæti - hvernig væri að fá þessa hvítflibba til að svara þeirri spurningu?. Ég veit ekki með ykkur en ég væri til í að rökræða við þá.

Þess vegna ætla ég á opin fund í kvöld þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður aðalgesturinn og yfirskrift fundarins er ,,Þjóðarsátt um velferð". Ég ætla fara og hlusta og hver veit nema maður segi það sem manni býr í brjósti, hver veit?

Pæling dagsins: Af hverju er "skammstöfun" svona langt orð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Já Palli það væri óneitanlega gaman ef þessir forstjórar myndu líka lækka aðeins launin sín um leið og þeir skila kanski pínu til baka af sjálfskömmtuðum kaupaukum. Já og auðvitað ætti að vera búið að reka þessar stjórnir bankana sem réðu forstjórana og gerðu þessa fáránlegu samning og þessa díla um að ef þeir væru reknir þá fengju þeir hundruð milljóna í ferðapeninga.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 14.5.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hjónin sunnan með sjó, eru væntanleg í hús hér annað kvöld og synir þeirra sólahring seinna.

Fróðlegt að fá fréttir af fundinum hennar Ingibjargar Sólrúnar. Og svo að vita hvort þú segir það sem þér býr í brjósti.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband