12.5.2008 | 10:35
Maður dagsins er Sölmundur Karl
Maður dagsins er alla jafna hæglátur. Ekki skaplaus, getur fokið í hann ef á þarf að halda en fer sparlega með það. Þykir nægjusamur, hefur sterkar skoðanir á lífinu. Einn af hans stórum kostum er að hann getur rökrætt um skoðanir sínar og annarra án þess að álíta sína skoðun þá einu réttu, kann að hlusta.
Þolir illa óréttlæti. Liðin sem hann heldur með leika aðallega í rauðum og hvítum búningum. Ekki nóg með að fótboltaliðin hans eru rauð og hvít heldur er Formúluliðið hans eld rautt. Hann notar skó nr. 42 ca grannvaxinn og meðal maður á hæð.
Ég endaði bloggfærslu gærdagsins með þessari spurningu ,, Hvað á maður dagsins á morgun og Hildur Vala fyrrum Idol stjarna sameiginlegt?". Engin hefur gert tilraun til þess að svara spurningunni, svo ég bæti örlítið við hana í dag og spyr ,,Hver er maður dagsins í dag og af hverju er hann maður dagsins?".
Nú þar sem svör eru komin við spurningu dagsins er vel við hæfi að skella inn mynd sem tekin var nú skömmu fyrir hádegið á afmælisdegi stráksins.
Þar sem veður er með ágætasta móti var lambalæri skellt á grillið. Með okkur á myndinni er Elín Alma.
Og þar sem allar gátur dagsins hafa verið leystar er vel við hæfi að benda fólki á að það er heitt á könnunni í Drekagilinu og eitthvað af tertum og brauði á boðstólnum.
Afmælisbarn dagsins er eins og þið kannski vitið ritstjóri á www.politik.is og stýrir þeirri síðu af miklum myndarskap. Af tilefni dagsins setti hann inn ritstjórnargrein . Góð grein hjá kappanum og skora ég á ykkur ágætu bloggarar að fara á síðuna www.politik.is og lesa greinina.
Málsháttur dagsins: Alls staðar er sá nýtur er nokkuð kann336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður dagsins í dag er auðvita Sölmundur Karl. Hann er maður dagsins fyrir prúðmennsku, fallega framkomu og að raunum allt sem prýða má einn mann..... og svo fyrir að vera barnabarnið mitt.
Nafnið Sölmundur þýðir: Sá sem gætir hússins.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:29
Það er rétt Sölmundur Karl er maður dagsins. En hvað ætli hann eigi sameiginlegt með Hildi Völu? og af hverju er hann valin maður dagsins á blogginu hjá mér í dag?
Páll Jóhannesson, 12.5.2008 kl. 11:31
Til hamingju með mann dagsins hann Sölmund. Veit ekki hvað hann á sameiginlegt með Hildi Völu en eitt veit ég að hann og einn góðvinur minn heitinn hann Ásgeir(Geiri hennar Gunnu Völu) eiga afmæli í dag. Kveðja frá trjáreitnum í Njarðvíkurborg
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 12:06
Já rétt er það - hann á afmæli í dag - blessuð kíktu í kaffi ef þú átt leið hjá.... Ég mun upplýsa síðar í dag hvað þau eiga sameiginlegt, þetta kom fram á gamla blogginu mínu fyrir margt löngu.
Páll Jóhannesson, 12.5.2008 kl. 12:12
Ég sit nú hérna og rökræði við þig og næ engu úr þér En það helsta sem mér datt í hug væri að þau ættu sama afmælisdag eða að þau hefðu bæði fæðst á Höfn kannski...... ? Eða bæði fæðst á elliheimili ....? Hlakka til að fá að vita hvað það er
Til hamingju með daginn Sölli minn, hlakka til að smakka lærið núna eftir nokkrar mínútur
Dagbjört Pálsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:53
Það er málið, bæði eru fædd í litlu sjávarþorpi þar sem fæðingarheimilið er í sama húsi og elliheimilið á staðnum.
Sölmundur á Höfn og Hildur Vala í einhverju sjávarþorpi á Vestfjörðum.
Páll Jóhannesson, 12.5.2008 kl. 12:57
Til hamingju með soninn. Kveðjur frá Danmörk
Margith Eysturtún, 12.5.2008 kl. 14:00
Til hamingju með strákinn
Rúnar Haukur Ingimarsson, 12.5.2008 kl. 14:54
Til hamingju með drenginn! Ekki ljúga hæðin og háraliturinn..
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:34
Skilaðu kveðju til frænda okkar og nafna míns (Sölli) í tilefni dagsins
Anna Bogga og Sölli (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:34
Hey varstu að bjóða mér í kaffiLít kannski við um næstu helgi ef ég finn mér tíma
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 21:44
Þú græjar tímann og ég kaffið og málið er dautt.
Páll Jóhannesson, 12.5.2008 kl. 21:52
Já málið er steindautt
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 21:55
Hver á Sölmund eða fékk hann að láni í lifinu?
Annars til hamingju með piltinn, hann er greinilega tengdur þér!
Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:20
Til hamingju með soninn! Vonandi átti hann góðan dag:) Kveðja úr borginni.
Ólöf (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:31
Edda! ég er þess heiðurs aðnjótandi að þessi ungi maður er sonur minn.
Páll Jóhannesson, 13.5.2008 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.