5.5.2008 | 21:49
Stórkostlegur listamaður
Strembinn gærdagur. Hófst á því að mannskapurinn dreif sig í kirkju. Æskulýðskórinn og barnakórinn sáu um sönginn í fjölskyldumessunni. Nú á maður ekki bara dóttir í Æskulýðskórnum heldur eru báðar stelpurnar hennar Döggu komnar í barnakórinn. Svo maður er bæði pabbi og afi. Í messunni var boðið upp á brúðleikhús. Sú sýning var alger snilld. Veit ekki hvers lenskur þessi snillingur er en ef ég man rétt þá býr hann einhvers staðar í Svallvaðardalnum. Ekki hægt að lýsa þessu með orðum hversu mikil listamaður hér er á ferð. Ef þið hafið tök á að sjá og heyra þennan mann að störfum þá látið það ekki fram hjá ykkur fara.
Margrét Birta og Elín Alma eru jú til þess að gera nýbyrjaðar í barnakórnum. Þær þreyttu því frumraun sína í að syngja í messu. Óhætt að segja að hjarta manns hafi slegið örar meðan á þessu stóð.
Eftir messu var svo mikið húllum hæ fyrir utan kirkjuna, nokkurs konar slútt eftir skemmtilegan vetur. Grillaðar pylsur - eða pulsur eftir því sem við á. Leikir og alls konar skemmtun fyrir alla. Gróskan í kirkjustarfinu það sem snýr að börnum og unglingum er algerlega til fyrirmyndar. Ætla ekki að taka neinn sérstakan út hvað það varðar en allir fá hrós frá mér fyrir flott starf.
Nú seinni partinn í dag gekk ungur Njarðvíkingur til liðs við körfuboltalið Þórs. Er um að ræða 24 ára gamlan leikmann Guðmundur Jónsson að nafni. Er þetta gríðarlega efnilegur leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við. Vonandi á þessu strák eftir að líða vel. Ég átti langt og skemmtilegt samtal við hann eftir undirritun og smellti myndum af við þetta tækifæri. Kom í ljós að hann þekkir Hrönn systir og Ágúst mann hennar ágætlega enda búa þau í Njarðvík. Það sem meira er að hann bjó í sama húsi og þau um skeið, svona er heimurinn lítill. Guðmundur er lærður smiður og mun hann fara vinna hér við þá iðn þegar hann flytur búferlum. En hann mun flytja norður þann 1. ágúst. Vonandi á honum og konu hans eftir að líða vel hér norðan heiða.
Fróðleikur dagsins: Aðvörun: Dagsetningar á dagatalinu er nær en þær virðast vera.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saman hér, hjartað sló aðeins örar en þetta var SVO gaman allt saman
Dagbjört Pálsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:01
Hæ já þarna er á ferðinni gríðarlega efnilegur körfuboltaleikmaður Vona svo sannarlega að hann eigi eftir að verða ánægður hjá ykkur. Já Gumma þekkjum við ansi vel eins og fram kom hjá þér bjó hann á efri hæðinni á Brekkustíg þegar við bjuggum þar og kynntist honum sem litlu gutta og gaman að sjá hann í dag. Skilaðu kveðju til hans og óskaðu honum góðs gengis frá okkur
Hrönn Jóhannesdóttir, 6.5.2008 kl. 14:19
Já Hrönn ég skal koma kveðjum til hans þegar ég hitti á hann.
Páll Jóhannesson, 6.5.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.