1.5.2008 | 22:58
Sambúðaslit
Þar kom að því að hún fengi nóg. Mikið notuð og sumir myndu kannski segja að stundum hafi notkunin á henni jaðrað við misnotkun. Ég held að það sé kannski full langt gengið að segja að meðferðin á henni geti flokkast undir misnotkun. Hlutverk hennar í lífinu var einfaldlega að þola mikla notkun og það sem meira er hún mátti búast við því að margir myndu nota hana.
Ég greiddi stórfé fyrir hana meir en góðu hófu gegndi að því er mér fannst. En ráðgjafi minn sagði mér að þessar elskur stæðu sig svo vel að ég mætti óhræddur greiða stórfé fyrir hana. ,,Þegar upp verður staðið þá fullyrði ég að þú getur hent henni og keypt aðra með bros á vör og þá munt þú sjá að þetta var góð fjárfesting.
Ég varð að skipta henni út núna eftir 17 ára sambúð. Hennar verður sárt saknað. En ég er búinn að kaupa aðra og ég bind vonir mínar við hana og el þá von í brjósti mér að sambúðin verðir farsæl og ljúf, eins og hjá þeirri sem nú er kvödd með söknuði. Og frúin mín hin eina sanna var vön að strjúka henni og bjástra við svo að örugglega má segja að góð meðferð af hennar hálfu hafi vegið þungt í hversu vel hún entist.
Gömlu Askó ASEA var sem sagt skipt út fyrir einni nýtískulegri af gerðinni Samsung. Veit ekki hvort óhætt er að gera þær kröfur til þeirra nýju að standast samanburðinn en hver veit? Tengdasonurinn sem er Samsung-fan nr. 1 á Íslandi segir að mér sé óhætt að leggja upp í þessa sambúð poll rólegur.
Ég sagði að tengdasonurinn væri Samsung-fan nr. 1. Á heimilinu eru til 4 Samsung gsm símar tvö heimabíó af þeirri gerð tvö sjónvörp svo fátt eitt sé nefnt, segir kannski meir en mörg orð. Hann var jú sölumaður í Radíónaust og kannski bara gott dæmi um hversu góður sölumaður hann er.
Skaust á sölusýningu hjá handverksfólki út á Árskógsströnd í dag. Alltaf gaman að skoða hvað fólk er að gera. Trúlega var þarna aðallega handverksfólk sem er að stunda sína list heima við í litlum mæli sér til gamans en ekki með fjöldaframleiðslu að leiðarljósi. Fullt af flottum munum og gaman að skoða. Yfirgaf þó svæðið án þess að kaupa nokkurn hlut. Ekki af nísku eða að ég hafi ekki séð eitthvað áhugavert heldur plássleysi heimavið. Á einfaldlega allt of mikið af dóti.
Strax eftir sýningu fórum við Sölli í Bogann og horfðum á leik hjá Stelpunum okkar í Þór/KA í Lengjubikarnum. Þær tóku á móti HK/Víkingi og fór svo að Stelpurnar okkar unnu 1-0 sigur. Leikurinn býsna jafn og skemmtilegur. Leikur Stelpnanna okkar gefa okkur fyrirheit um að við eigum skemmtilegt sumar í vændum. Áfram stelpur í Þór/KA.
Um kvöldið fór ég svo í Hamar og aðstoðaði Skúla Lór miðil þar sem hann var með skyggnilýsingafund. Hjálpin mín fólst í að vera dyravörður (dyravörður milli tveggja heima) og rukka þá sjáanlegu gesti sem komu á fundinn. Þegar svo fundurinn hófst kom í ljós að miklu, miklu fleiri voru á fundinum en ég sá. Vá hvað það voru margir sem Skúli sá og talaði við. Ekki gott ef ég hefði þennan möguleika ég kæmist aldrei yfir að ræða við allt þetta fólk, nóg er nú samt.
Og af því að heldur hefur nú dregið úr sumarblíðunni þessa síðustu daga læt ég fljóta með tvær myndir af þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu. Þessar myndir voru teknar fyrir skömmu meðan veðrið lék við okkur. Húlla hringur, fótbolti, golf og ýmislegt annað sem krakkarnir dunduðu við á sólpallinum hjá afa og ömmu.
Margrét Birta virtist fara heldur léttara í gengum þessa þolraun að halda húlla hringnum á lofti. Aftur á móti af svipnum að dæma þurfti Elín Alma að hafa meira fyrir hlutunum. Tungan á sínum stað og meðan hringurinn var á lofti gleymdi hún stund og stað.
En báðar sýndu ótrúlega snilli með hringinn og er mér til efs um að ég hefði nokkurn tíman komist með tærnar þar sem þær hafa hælana.
Fróðleikur dagsins: New York hét eitt sinn New Amsterdam.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Palli. Hún hefur þjónað ykkur vel greysan.
Kveðja héðan sunnan jökla.
Runólfur Jónatan Hauksson, 1.5.2008 kl. 23:16
Já tungan hjá Elínu Ölmu & reyndar hjá Jóni Páli einnig er merki um einbeitningu, ótrúlega fyndið að sjá þau stundum
Já vá hvað þessi þvottavél var orðin gömul, man eiginlega ekki eftir annari þvottavél en þessari í æsku Verð samt að segja að mér finnst þessi nýja þvottavél mikið flottari, nýtískulegri & einnig mikið hljóðlegri Til hamingju með hana
Dagbjört Pálsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:30
Til hamingju með nýju vélina.
Anna Bogga (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.