29.4.2008 | 22:20
Hvað myndu þeir gera?
Harmleikurinn í Austurríki þar sem geðsjúklingurinn Josef Fritzl hefur lagt sína eigin fjölskyldu í rúst er hroðalegri en orð fá lýst. Hvað getur maður sagt? Er mannvonskunni í þessum heimi engin takmörk sett?
Krónan sveiflast og svei mér þá ef maður hefur það ekki á tilfinningunni að allt sé að fara til fjandans. Skondið samt að heyra í stjórnarandstöðunni hrópa á Alþingi. Hvað ætli þeir Guðni, Guðjón og Steingrímur myndu gera ef þeir sætu við stjórnvölinn? Hvernig stendur á því að í öllum þeirra hrópum og köllum þá koma þeir aldrei með neina skýringu á því hvað hægt sé að gera?
Getur verið að ástæðan sé sú að þeir vita ekkert hvað á til bragðs að taka fremur en ríkisstjórnin og Seðlabankinn, er það ekki málið? - ég er viss um það. Ég hef svo sem ekki heldur skýringar á reiðum höndum enda þarf ég þess ekki þar sem ég sit ekki á hinu háa Alþingi né er blýantsnagari í Seðlabankanum og get á engan hátt haft áhrif.
Tek þátt í ljósmyndakeppni með nokkrum félögum. Við eigum það allir sameiginlegt að eiga allir eins myndavélar og alvarlega veikir af ljósmyndadellu. Erum innbyrðis með ljósmyndakeppni til að hvetja hver annan til dáða og læra hver af öðrum. Í seinustu viku var þemað ,,Vatn". Ég sendi inn þessa mynd sem birtist með þessari færslu og sú mynd bar sigur úr bítum.
Engin verðlaun í boði enda er þessi keppni meira í gamni en alvöru. Tilgangurinn sem sagt að hafa gaman af og reyna læra hver af öðrum.
Þótt félögum mínum hafi þótt myndin sú besta þá fékk ég þær athugsemdir með myndinni að bakgrunnurinn hafi þvælst örlítið fyrir þeim. Það má vel vera að annar bakgrunnur hefði fallið betur?
En ég tók aðra mynd sem ég var mikið að spá í að senda inn í stað þessara myndar. Hún hefði ekki náð betri árangri þar sem hinn vann, en bakgrunnurinn var talsvert öðruvísi svo hver veit?
Hvort sem þessi mynd hefði plummað sig eður ei skalt ósagt látið.
Allt annar bakgrunnur þar sem notast er við Kókómjólkurfernu sem bakgrunn. Klói fær kraft úr kókómjólk, en ætli Klói drekki vatn? spyr sá sem ekki veit.
Engu að síður finnst mér þessi mynd ekki síðri en sú fyrri, kannski betri og í raun kemur eitt og annað í ljós ef hún er skoðuð nánar.
Ef fólk smellir á myndina til að fá hana í fullri stærð og skoðar hana nánar kemur margt forvitnilegt í ljós. Ef dropinn er skoðaður nánar sem er rétt ofan við höfuðið á Klóa má sjá höfuðið á Klóa í gegnum dropann.
Væri kannski hrokafullt að segja að ég hafi einmitt verið að bíða eftir því augnabliki, en svo var þó ekki. Var þó alltaf að reyna fanga dropa en að sjá í gegnum hann höfuð Klóa gerir myndina bara skemmtilegri fyrir vikið.
Best að hætta þessu sjálfshóli og snúa sér örlítið að öðru. Fundur í körfuboltastjórn í gærkvöld. Þar sit ég sem ritari. Þótt körfuboltavertíðinni sé lokið er undirbúningur að næsta tímabili hafinn. Góður árangur í vetur gefur mönnum byr undir báða vængi og stefnan er að gera betur næsta vetur.
Prófin að byrja í framhaldsskólum, sem og í Háskólanum hér á Akureyri. Það þýðir talsvert meira um barnapössun á barnabörnunum. Ekkert væl yfir því. En mikið að gera þegar þau eru öll komin í hús og lært í hverju horni.
Í blálokin hefur því miður komið í ljós að litli drengurinn hennar Anítu frænku brenndist meir en menn héldu í upphafi. Vonandi fer þó allt betur en á horfðist og verður fólk bara bíða, vona og nýta sér að senda litla kút og fjölskyldu hans hlýja strauma.
Fróðleikur dagsins: Á árunum 1931 til 1969 hlaut Walt Disney 35 Óskarsverðlaun.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta kannski dropinn sem fyllir mælinn??
S. Lúther Gestsson, 30.4.2008 kl. 01:59
Já hann fyllti klárlega í þetta sinn
Páll Jóhannesson, 30.4.2008 kl. 07:54
Flottar myndir Með sjálfhólið maður má alveg hæla sér sjálfur ef enginn annar gerir það Samt flottar myndir sem þú tekur og mátt alveg eiga það Bjartsýnin að leiðarlokum þýðir ekki neitt annað og það hefst að lokum Takk samt fyrir allan hlýhug til Ivans
Hrönn Jóhannesdóttir, 30.4.2008 kl. 12:34
Er ekki allt í lagi að vera stundum ánægður með sjálfan sig. Allt í lagi meðan það er ekki gert á kosnað annarra. Flottar myndir. Öll hugsum við hlýtt til hans Ivans Freys.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.4.2008 kl. 22:11
Flottar myndir Palli !
Bói
Jac Norðquist, 1.5.2008 kl. 10:56
Til hvers eru afrek ef enginn veit af þeim? Flott mynd, er þetta ekki annars tekex í bakgrunninum?
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:51
Ekki er það texkex - karfa úr einhvers konar bambus með gervi ávöxtum í .
Páll Jóhannesson, 1.5.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.