27.4.2008 | 22:16
Gleði og sorg
Fór á lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs í gærkvöld. Mikið um dýrðir og mikið gaman. Íþróttafólkið verðlaunað fyrir frammistöðu sína á íþróttavellinum. Nokkuð góð mæting eða um 80 manns sem komu saman og áttu stórskemmtilega kvöldstund. Góður matur borin á borð að hætti Greifamanna grillað lamb, grís og kjúlli með tilheyrandi. Jói tengdasonur háði sína fyrstu orrustu sem veislustjóri og leysti það bara fjandi vel.
Skelli hér svo inn einni mynd af fjölmörgum sem ég tók á lokahófinu. Myndin er af mömmu minni og Dagbjörtu dóttir minni. Fyrir þá sem ekki vita er nefnilega faðir minn hann Jóhannes Hjálmarsson heiðursfélagi í Íþróttafélaginu Þór.
Fyrr um daginn fór ég ásamt Sölmundi og horfðum á kvennalið Þór/KA í B- deild Lengjubikarsins. Öttu þær kappi við Reykjavíkur Þróttara. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar í Þór/KA unnu stóran 6-0 sigur. Skemmtilegur leikur. Vilji fólk lesa meir af leiknum og frá lokahófinu sem og sjá myndir þá endilega kíkið á www.thorsport.is. og njótið.
Þegar við fórum í Bogann hafði ég fylgst með mínum mönnum í City í leik gegn Fulham. Þegar ég yfirgaf skjáinn voru mínir menn með 2-0 forystu. Var því dálítið mikið hissa þegar svo í ljós kom að þeir töpuðu 2-3. En eins og ég sagði í gær, maður spyr að leikslokum.
Fékk fréttir af því í dag að minn gamli skipstjóri og útgerðarmaður og góðvinur Haukur Runólfsson frá Höfn í Hornafirði er látinn. Haukur lést í gærkvöld 79 ára að aldri. Hauki kynntist ég fyrst árið 1975 þegar ég fór fyrst á vetrarvertíð hjá honum á Akurey SF 52. Var einnig þess aðnjótandi að búa heima hjá fjölskyldu hans árið 1976. Haukur háði vonlausa baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Ég votta fjölskyldu Hauks mínar dýpstu samúð. Með honum er fallinn góður drengur.
Og til heiðurs Hauki skelli ég inn mynd af líkani af Akurey SF sem ég smíðaði fyrir fáum árum. Akurey er bátur sem ég var á hér um árið 1975 aftur 76 og svo árin 1983-1984. Þetta var bátur með góða sál. Seinast þegar ég var á bátnum var Jón Haukur Hauksson skipstjóri en hann er eldri sonur Hauks. Var einnig á bátnum með yngri syni Hauks honum Runólfi Jónatan. Þeim dreng kynntist ég mæta vel og er hann mikill gæðapiltur.
Málsháttur dagsins: Sérhver dygð heiðrar þann sem hana iðkar336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var fjör í gærkveldi, Jói stóð sig eins & fagmaður bara
Dagbjört Pálsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:33
Innlits kvitt !
Kveðja
Bói
Jac Norðquist, 29.4.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.