26.4.2008 | 12:42
Áfram stelpur
Óhætt er að segja að mikið sé um að vera hér og þar og allstaðar. Eitthvað fyrir alla konur og karla. Dagurinn í dag er stútfullur af afþreyingu. Á Brúnni í London fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þar sem heimamenn í Chelsea taka á móti Englandsmeisturum Man.Utd. Vinni gestirnir er titilbaráttan nánast lokið. Nái heimamenn að sigra heldur spennan áfram. Út frá fótboltanum, sem skemmtun bara verða heimamenn að vinna. Skemmtilegast er og verður þegar titlar vinnast ekki fyrr en í blálokin, allra vegna.
Mínir menn eru ekki í neinni titilbaráttu í úrvalsdeildinni að þessu sinni. En um liðna helgi varð Manchester City Englandsmeistari ungliða, gott hjá þeim. Í dag taka þeir á móti Lundúnaliðinu Fulham sem er vægast sagt í vondum málum. Fulham er í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og þurfa sárlega á sigri að halda til að eyja von um að halda sæti sínu í úrvalsdeild. En þeirra bíður erfitt verkefni þar sem City hefur aðeins tapað þremur leikjum á heimavelli í vetur gegn Arsenal, Everton og Chelsea. Svo að ef allt fer eftir bókinni ættu City-menn að hafa sigur, en við skulum spyrja að leikslokum, Áfram Manchester City.
Ætla skjótast í Bogann í dag og sjá úrvalsdeildarlið Þór/KA kvenna í knattspyrnu taka á móti Þrótti úr Reykjavík í B-deild Lengjubikarsins. Við Sölmundur höfum tekið að okkur að skrifa um leiki liðsins í sumar með svipuðum hætti og við gerðum fyrir körfuboltann hjá Þór. Spennandi tímar framundan hjá þessu unga og efnilega liði. Á bak við það lið er stór hópur þ.e. kvennaráð sem skipað er kraftmiklu fólki af báðum kynjum sem er að lyfta Grettistaki þar. Liðið er þjálfað af tveimur snjöllum knattspyrnumönnum þeim Dragan Stojanovic og Siguróla (Mola) Kristjánssyni. Áfram stelpur í Þór/KA.
Í kvöld verður svo mikið um dýrðir í Hamri félagsheimili Þórs. Körfuboltamenn loka skemmtilegum körfuboltavetri með hefðbundinni uppskeruhátíð. Ef að líkum lætur verður mikið fjör og mikið gaman. Körfuboltamenn og konur munu troða upp með ýmis skemmtiatriði. Íþróttafólkið verður verðlaunað fyrir frammistöðu þeirra inni á vellinum, sem og aðrir sem koma að rekstrinum með öðrum hætti, fá í.þ.m. hlý orð í eyra og kannski viðurkenningar, hver veit? Ég ásamt minni frú og Sölmundur Karl munum mæta fersk og skemmta okkur. Þá mun Jói og Dagga mæta með og gleðjast. Jói sem verið hefur kynnir á leikjum liðsins í vetur verður veislustjóri, geri ráð fyrir því að hann leysi það verk af höndum með fumlausum hætti eins og honum einum er lagið.
Fróðleikur dagsins: Árið 1896 áttu Bretland og Zanzibar í stríði í 38 mínútur.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjáumst í kvöld.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:51
Jebb sjáumst í kvöld & skemmtum okkur vel
Dagbjört Pálsdóttir, 26.4.2008 kl. 13:19
Og hvernig fór þetta svo hjá stelpunum?
Edda Agnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:30
Bara að kvitta fyrir lesturinn :)
Jac Norðquist, 27.4.2008 kl. 11:21
Edda! Stelpurnar í Þór/KA unnu 6-0 sigur þið getið lesið nánar um leikinn á http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=3004.
Páll Jóhannesson, 27.4.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.