Leita í fréttum mbl.is

Eins og sjálfdauð rolla sem varð fyrir bíl

Rós.Það er komið sumar sól í heið skín....... Vil byrja á því að óska lesendum bloggsins gleðilegs sumars og þakka veturinn.

Gömul þjóðtrú segir að ef vetur og sumar frjósi saman viti það á gott sumar. Hér á árum áður setti fólk gjarnan út skál með vatni til að sjá að morgni dags hvort svo hafi orðið. Gerði þetta stundum sjálfur en ekki í ár. Alla vega byrjar dagurinn með þeim hætti að það er ekkert sem bendir til að frosið hafi í nótt. Samkvæmt þjóðtrúnni ættum við þá ekki gott sumar í vændum. Gef þessari þjóðtrú langt nef og trúi að við eigum gott sumar í vændum.

Sigþór frændi minn sem er píparinn í ættinni mætti fyrir allar aldir með rörtöngina ásamt ýmsum öðrum græjum á lofti. Hafði staðið lengi til að setja upp þrýstijafnara á kaldavatnslögnina. Nú er það búið og óþarfa högg og sláttur í pípulögnum úr sögunni.

Grillum í kvöld íslenskt fjallalamb. Dagga og fjölskylda koma og hjálpa okkur við að gera því góð skil. En af því að við ætlum að byrja sumarið á því að grilla lamb og snæða verður fróðleikur dagsins í boði  fyrrum knattspyrnumanns sem var á keppnisferðalagi með liði sínu. Var liðið að snæða lambakjöt og eitthvað var vinurinn óánægður með hvernig það bragðaðist og sagði þessi fleygu orð  

,,Þetta er eins og sjálfdauð rolla sem, varð fyrir bíl”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.4.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Jac Norðquist

Gleðilegt sumar Palli. Ég efa það ekki að á Akureyri er 20°c eins og hérna í Odense

Bói

Jac Norðquist, 24.4.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bói! reyndar er rétt rúmlega 20 gráður hér deilt með 2. Svo er afar heitt á sólpallinum hjá mér, kannski hjálpar hitinn frá gasgrillunu? enda búinn að fíra upp í því   

Páll Jóhannesson, 24.4.2008 kl. 15:57

5 identicon

Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir öll innlitin og kommentin í vetur. (....og svona í tilefni þess að sumarið er komið, ertu nokkuð búin að athuga hvort Arnar Páll Hauksson er ennþá eigandi "Smugunnar" litlu og hers vegna hún lá svona í vanhirðu í legufærunum? )

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:28

6 identicon

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

 Sumarkveðjur úr rigningunni í reykjavík!

Ólöf (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll! Gunnar. Takk fyrir að minna mig á þetta með bátinn.  Ég var búin að gera 2-3 tilraunir en aldrei hitt á neinn í bótinni sem veit þetta. Fer strax á morgun og athuga þetta mjög vel.

Páll Jóhannesson, 24.4.2008 kl. 16:52

8 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Gleðilegt sumar & takk fyrir veturinn Þetta verður bara snilldarinnar lamb hjá okkur  Takk fyrir sumargjafirnar okkar

Dagbjört Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband