Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þegir hún, eins og hann?

Flott brosMáltækið segir ,,ýmist í ökkla eða eyra". Það getur verið stutt á milli sorga og gleði. Um helgina missti elsta barnabarnið fyrstu barnatönnina og skartar nýju og öðruvísi brosi um stundar sakir. Var búin að bíða talsvert eftir þessu. Það undarlega er að hún varð ekki vör við það strax og tönnin finnst ekki. Kannski tannálfurinn hafi verið á undan og látið hana hverfa, hver veit. Venjan í okkar fjölskyldu er sú að setja fyrstu barnatönnina sem dettur undir koddann og svoSkarð kemur þessi blessaður tannálfur og framhaldið...... Finnist ekki þessi blessaða tönn þurfa foreldrarnir að tækla nýtt ástand, gaman af þessu. Litla systir hennar pælir talsvert í þessu en virðist samt ekkert ætla fara á límingunum og er undrandi á þessu tilstandi hjá stóru systir, hvað er svona merkilegt við að missa tönn? Áhugaverð pæling hjá henni. Hún stendur eins og venjulega álengdar og lætur lítið fyrir sér fara. Hún veit að þetta er nokkuð sem á eftir að koma hjá henni og tekur bara á því þegar þar að kemur.

Skrapp í gær í Seljahlíðina. Þar fóru klippurnar á loft og sá fullorðni fékk sína hefðbundnu klippingu sem einhvern tíman hefði kallast ,,næstum allt af". Ekki svo að skilja að það þurfi mikið til að allt fari af en það má ekki. Sá gamli verður jú að líta vel út. Já líta vel út.... Eftir því sem hann segir sjálfur er hann í virtri leynireglu og þar vill hann líta út eins og maður en ekki útigangsmaður. Þessi leyniregla er svo leynileg að maður veit nánast ekkert hvað er í gangi. Hvað geri þið þarna? af hverju mega ekki konur vera á fundum með ykkur? hann þegir og segir ekkert. Setur upp undarlegan og dularfullan svip og segir þú verður að ganga inn til að komast að öllum leyndardómunum. Má ég þá segja öllum frá........? spyr ég......... nei þú segir nákvæmlega engum frá..... Kannski þetta sé ekkert fyrir mig ef ég þarf að þegja?

Hrönn ,,litla" systir þegir eins og gröfin um hvaða nám það sé sem hún er að pæla í. ,,Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur" segir hún og setur upp undarlega svip og verður dularfull. Hvað veldur, af hverju getur hún þagað? ætli hún sé í þessari reglu með þeim gamla, veit ekki en.... hlakka til að fá að vita hvað hún ætlar sér.

Ýmist í ökkla eða eyra, stutt á milli hláturs og grátur og allt það. Litli frændi minn hann Ívan Freyr sonur Anítu frænku minnar sem er systurdóttir mín og býr suður með sjó eða nánar tiltekið i Njarðvíkurborg var fyrir því óláni að fá yfir sig sjóðandi heitt vatn og brenndist illa á fótum. Litli snáðinn hlaut 2. stigs brunasár á tám beggja fóta sem og á ristum. Sem betur fer lítur allt út fyrir að sárin séu minni en horfðist á í upphafi. Vonandi mun þetta ekki há honum í framtíðinni, en ljóst er þó að hann muni bera ör á fótunum. Við höldum í vonina að máltækið góða ,,allt er got sem endar vel" muni eiga við þegar upp verður staðið. Sendi þeim öllum baráttukveðjur og held áfram að senda þeim hlýjar hugsanir.

Horfði á sjónvarpsþáttinn Kompás í kvöld. Eftir að hafa horft á þáttinn þá velti ég því fyrir mér hvernig maður fái sig til þess að væla yfir smámunum sem margur glímir við. Þvílíkt æðruleysi hjá þessu fólki sem þar var tekið fyrir. Ef þetta ætti ekki að vera manni næg hvatning til þess að horfa björtum augum til framtíðar og þakka fyrir það sem maður hefur og á. Auðvitað á maður að ganga út í hvern dag þakklátur fyrir það sem maður hefur. Ég bara má til með að taka mér þetta fólk og sérstaklega þennan dreng til fyrirmyndar, bara má til.

BílóÍ lokin kemur læt ég svo fylgja með eina mynd sem ég tók af Jón Páli í dag hér á sólpallinum þar sem kappinn naut lífsins með bíla í ró og næði. Sá stutti neitar að taka niður húfuna þrátt fyrir mikla sól og talsverð hlýindi. Greinilegt að hann kann að haga seglum eftir vindi og klæða af sér hitann.

 

Málsháttur dagsins: Svo er frágangurinn sem fingurnir er unnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Segðu, þessi blessaða húfa skal alltaf vera með, hvort sem er þessi eða einhver önnur  Ótrúlega vanafastur drengurinn, má ekki mikið fara öðruvísi en vant er

Já leitin að þessari blessuðu tönn heldur áfram & verður herbergi þeirra systra kembt vel á morgun í von um að finna tönnina  Annars verðum við bara að skrifa tannálfinum brét & setja undir koddann & útskýra málavexti, hvort hann sé kannski nú þegar búin að finn hana fyrir okkur

Dagbjört Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Svo er svo æðislegt með krakkana hvað þau gleðjast yfir þessu tannleysi... en við sem fullorðnir erum... förum öll í flækju og göngum með veggjum til næsta tannlæknis og höngum þar á húninum þar til ný er komin í gatið

Já það hamaðist einn vinur minn í mér fyrir nokkrum árum um að ganga í "Þú kemst að því þegar þú ert kominn í regluna" og ég svaraði því til að það hlyti að vera minna mál að kaupa sér bara happdrættismiða. Ég meina það... maður vill meira að segja vita hvað "Réttur dagsins" inniheldur áður en maður slafrar honum í sig

Svo ég er bara enn í óreglunni

 Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ekki eru nú öll börn sem gleðjast yfir að missa fullorðins tennurnar. Sum hafa hætt að borða nammi og reynt allt sem þau geta til að halda þeim sem lengst, þar sem þau vissu að engin tönn kæmi í staðinn, eða bara ekki alstaðar. Það eru ekki bara neinn smá peningur sem það hefur kostað hann bróðir þinn tanna vesenið á börnunum hans. Ekki borga tryggingarfélagið mikið þó þetta sé fæðingargalli.

Systir þín er ekki í neinni "reglu" en er ekkert að segja frá fyrr en hún fær svar frá skólanum.

Palli minn það er dyggð að geta þagað. Þar sem ég er sjálf í svoleiðis félagsskap get ég upplýst þig um að þar fer ekkert fram sem brýtur í bág við lög og reglur landsins. Allar þessar reglur hafa það að markmiði sínu að þroska og bæta sjálfan sig. Á netinu er hægt að kinna sér regluna sem ég er í markmið hennar o.s.fr.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mamma mín ég þekki engin  börn sem gleðjast yfir að missa fullorðinstennur - ég skrifaði um að missa barnatennurnar. Og þetta með fæðingargallana hjá frændsystkinum mínum og þau vandræði sem því hefur fylgt segir allt um þetta bilaða tryggingakerfi sem við búum um. Já kostnaðurinn sem þau hafa orðið fyrir er örugglega meir en margan grunar.

Þetta með leynireglurnar - ég veit allt um þetta enda var ég eins og þú veist í einni slíkri um nokkurra ára skeið. Þetta bara  leit svo vel út á prenti að skrifa svona...

Páll Jóhannesson, 24.4.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband