Leita í fréttum mbl.is

Frábærir tónleikar

Afmælistonleikar5Annasöm helgi að renna sitt skeið. Horfði á föstudagskvöldið á bandið hans Bubba. Ágætis skemmtun, fyrirsjáanleg úrslit. Tveir góðir söngvarar en að mínu mati sigraði sá betri. Dottað yfir öðru í imbanum. Spaugstofan stóð fyrir sínu. En, enn og aftur sama sagan, þeir þurfa ekkert að brillera til þess að manni finnist þeir standa sig með ágætum. Sá loksins bíómynd í gærkvöld með Rowan Atkinson þar sem hann lék alvarlegt hlutverk. Flott mynd.

Afmælistonleikar9Í dag var svo vægast sagt mikið að gera. Afmælistónleikar í Glerárkirkju. Óhætt að segja að þeir hafi staðið undir væntingum. Ríflega 300 manns komu sáu og hlýddu á stórkostlega listamenn þenja raddböndin. Álftagerðisbræður og Konnararnir ollu engum vonbrigðum. Þeir fluttu hverja perluna á fætur annarri eins og þeim einum er lagið. Í lok tónleikanna létu þeir tónleikagestina rísa úr sætum og syngja með sér lagið ,,Undir bláhimni". Það var geggjað. Konnararni og Álftagerðisbræður ásamt tónleikagestum fá 10 af 10 mögulegum í einkunn. Verð að gefa tengdasyninum stóran plús fyrir flotta kynningu í upphafi tónleika.

Aðeins að boltanum. Í gær héldu stelpurnar úr Þór/KA suður yfir heiðar og kepptu við Aftureldingu í  Lengjubikarnum. Skemmst er frá því að segja að norðan stúlkur unnu 0-5 sigur og eru efstar í keppninni. Flott hjá þeim.

Mínir menn í Manchester City fengu í dag Hermann Hreiðarsson og félaga í Porstsmouth í heimsókn í dag. City vann 3-1 sigur og það sem meira er að Hermann okkar Hreiðarsson lét reka sig af velli fyrir brot og á yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann. Ekki gott fyrir þennan Eyjapeyja. Gat ekki horft á þennan leik þar sem hann bar uppá sama tíma og tónleikarnir og vinir mínir í City reyndu allt hvað þeir gátu ti að hliðra fyrir og færa leikinn en allt kom fyrir ekki. Hef það fyrir satt að það sé Hemma og félögum að kenna. En allt í góðu.

20.april Grill 010Deginum slúttað svo með því að fara heim og grilla. Komu mamma og pabbi og Anna ,,stóra" systir en þau voru einnig á tónleikunum.

Lamb, svín og kjúlli með maís og jarðeplum rataði á glóðirnar. Þessu gerði fólk ágæt skil. 

Set svo inn eina mynd sem ég tók af þeim fullorðna þar sem hann fór út á sólpall eftir matinn saddur og sæll með bokku í hönd.

Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ekkert hættulegt í bokkunni sem sá fullorðni tók sér í hönd og dreypti á. Enda þótt svo hefði verið þá er hann þekktur fyrir hófsemi af hæstu gráðu svo þetta hefði hvort eð er orðið í góðu lagi.

Málsháttur dagsins: Það er stutt brú milli klókinda og lymsku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Afi náttlega flottastur með stóra mexíkóhattinn hans Jóa  Það hefur greinilega verið mikið fjör & gaman hjá ykkur

Dagbjört Pálsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir síðast. Já Álftagerðisbræður og Konnararnir eru alltaf hreint eyrnakonfekt. Skemmti mér vel og svo toppaðir þú daginn með grillmatnum. Takk fyrir okkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.4.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

já var það ekki sá gamli bara komin með bokkuna sér við hlið

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.4.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já sá fullorðni var flottur með bokkuna - en innihaldið í daufari kantinum - hann hefði einhvern tímann heimtað sterkari mjöð í flöskuna er ég hræddur um

Páll Jóhannesson, 21.4.2008 kl. 23:38

5 identicon

Flott mynd af Afa gamla greinilega gaman hjá ykkur biðjum að  heilsa

Kv úr Njarðvík

Aníta (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:23

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Aníta mín - sá ,,gamli" er flottur.

Páll Jóhannesson, 22.4.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband