18.3.2008 | 23:48
Þórssigur
Annasamur dagur að baki og frekar einkennilegur fyrir okkur Þórsara. Við fylgdum góðum vini til grafar í dag. Peter Jones sem lést þann 11. mars s.l. var lagður til sinnar hinstu hvílu. Góður drengur hann Peter og munum við Þórsarar sakna hans mikið. En söknuður eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu er mikill. Við eru þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta krafta þessa mæta manns.
Í kvöld fór svo fram gríðarlega mikilvægur leikur hjá körfuboltaliði Þórs. Við fengum bikarmeistara Snæfells í heimsókn í lokaumferðinni. Þór þurfti sigur til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og Snæfell þurfti sigur til að eiga von á að hreppa 4. sætið af Njarðvík að því gefnu að þeir töpuðu sínum leik. Mínir menn í Þór unnu sannfærandi sigur á Snæfelli 88-78 og Njarðvík lagði Grindavík og því er 4. sætið þeirra. Óska Hrönn litlu systir og Gústa til hamingju. Við Þórsarar dönsum sigurdans fram eftir nóttu enda komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2000.
Gæti bloggað um himinhátt bensín verð og annað sem ríkur upp úr öllu valdi á þessum síðustu og verstu sem tæmir veski manns hraðar en orð fá lýst. Dettur í hug eins og segir um Lukku Láka ,,skjótara en skugginn".
Hvað um það meira um eitthvað síðar.
Málsháttur dagsins: Ekki skýlir skugginn þá skinið er bjart336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Palli og til hamingju með sigurinn ykkar megin Þetta verður sko hörkubarátta framundan og gaman verður að fylgjast með Við dönsum bara um páskana okkar dans enda húsbóndinn þreyttur eftir langan vinnudag fór beint í Ljónagryfjuna að vinna þar og kom þreyttur og ánægður heim
Hrönn Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 08:35
Til hammingju með með þennan árangur Þórsara!
Þú verður bara að blogga um þetta helv... brjálæði í efnahagskerfinu síðar.
Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:46
Til hamingju með sigurinn og gangi ykkur bara vel ég er ekki mikið að fylgjast með íþróttarfréttunum en ég er samt alveg nógu vel að mér í íþróttum.kv.Ragnar Þór Ragnarsson
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:27
Hrönn! nú þurfa mínir menn að slá Kef út og sjáum hvað setur.
Edda! já nú er mikið að gera í íþróttalífi hjá Þór og þá bíða hlutir sem minna skipta máli í lífinu eftir að um þá verði fjallað þ.e.a.s. efnahagsástandið.
Já Ragnar minn þú veist margt og mikið enda fróður strákur, það veit ég mæta vel.
Páll Jóhannesson, 19.3.2008 kl. 15:47
Til hamingju með sigurinn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.