Leita í fréttum mbl.is

Snilldar konur

Stundum er sagt að það sé mikið að gera á stóru heimili. Ekki svo að skilja að mitt heimili sé stórt í fermetrum talið en nóg samt að gera, sem hefur bitnað á því að lítill tími hefur verið fyrir blogg. Margir fundir í Íþróttafélaginu Þór s.s. aðal- og framkvæmdastjórn og körfuboltastjórn þar sem ég er ritari í þeim öllum. Fundað með UFA og forráðamönnum bæjarins varðandi uppbyggingu á svæðinu okkar. Var spurður að því hvort ekki styttist í að ég færi með svefnpokann niður í Hamar.

Barnapössun hefur verið meiri síðustu daga en venja er til vegna sérstakra ástæða í fjölskyldunni hjá Jóa og Döggu. Fór í skólann í gær og horfði og hlutstaði á bekkinn hennar Margrétar Birtu spila og syngja, mikið gaman og mikið fjör. Elín Alma var einnig mikið í sviðsljósinu í uppfærslu með sínum bekk sem er liður í árshátíð skólans.

Mínir menn í körfunni fóru í gærkvöld og kepptu við Grindvikínga í körfunni. Sigur Þórs hefði þýtt að liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. En tap sem varð staðreynd þýðir að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið kemst þangað eður ei, bíðum og sjáum hvað setur. Og meir af íþróttum því leikmaður Þórs/KA hún Rakel Hönnudóttir sem komin er í A- landslið kvenna skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í vikunni. Þessi stelpa er enn eitt dæmið um gott unglingastarf hjá Þór. Við Þórsarar erum hreint út sagt ferlega stoltir af okkar konu. Það sem meira er að Ásta Árnadóttir sem nú leikur með Val og átti stoðsendinguna á Rakel er uppalinn í Þór og var m.a. kjörin íþróttamaður Þórs árið 2002 flottar stelpur. 

Í morgun þurftu þær Margrét Birta og Elín Alma ekki að mæta í skólann fyrr en kl. 10:00. Öllum gefin kostur á að sofa ögn lengur en venjulega vegna árshátíð skólans sem lauk í gær. Þetta þótti þeim skvísum ekki ónýtt að fá að fara með afa í kaffi í Hamar. Það er stundir sem þeim þykir gaman af.... svona afa kaffi hjá Þór.

Kristján Möller eða KLM eins og við köllum hann hefur tekið af skarið og sett Vaðlaheiðargöng á vegaáætlun. Þetta er hið besta mál og þykist ég viss um að norðlendingar almennt séu sáttir. Þó er ekki almenn ánægja með þessa ákvörðun og þá sérstaklega í höfuðborginni.

Hannes Hólmsteinn prófessor og aðdáandi Davíðs Oddssonar nr. 1 var dæmdur í Hæstarétti í gær. Ætla ekkert nánar út í þá sálma en ég el þá von í brjósti mér að hann læðist einhvern daginn inn á bloggið mitt og vitni í mig en gleymi sér. Ég lögsæki hann og fæ kannski tíkall. Hannes er hissa segist ekki hafa átt að þekkja leikreglunar, lögmaðurinn hans enn meira hissa. Lögfræðingar beggja deiluaðila hrósa sigri. Svona er Ísland í dag.

Fróðleikur dagsins: Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jæja Páll þarft þú nú að fara að drattast niður í Hamar með svefnpokann þinn? 

Þá er nú pabbi þinn betur staddur, það er nú bæði dýnur, svefnpokar og Gestabeddar á loftinu í bílskúrnum. Kannski ég ætti að láta setja klósett þar, það er eitt til hér á lager. Ha  ha.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já mamma hvernig væri það svo pabbi geti haft það kósý í skúrnum Og gott fyrir suma sem fá lykil af skúrnum þegar þeir skreppa á djammið Og fá ekki lykil af útihurðinni hjá ykkur Sólarkveðjur frá Njarðvíkurborg

Hrönn Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hér eftir sem hingað til verður bilskúrinn hjá pabba kallaður ,,karlaathvarfið"

Páll Jóhannesson, 14.3.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtilegur pistill hjá þér!

Edda Agnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:05

5 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Já pabbi, málið er sko að fara með afa í kaffi í hamar á föstudagsmorgnum  Vonum bara að litli gutti muni hafa jafn gaman að því þegar að þar að kemur

Dagbjört Pálsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

jæja vinur hverir eru besti er það ekki manchester united

eru í 1 sætir

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.3.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gunnlaugur minn! þið eruð efstir nú, en best er að fagna ekki of snemma, spyrjum að leikslokum.

Páll Jóhannesson, 15.3.2008 kl. 19:23

8 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Kaffið í Hamri klikkar ekki - og KLM er að gera góða hluti og hefur komið mér mest á óvart í ráðherraliði Samfó. En umhverfisráðherran er alveg týndur, held að enginn muni hver það er ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 15.3.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband