Leita í fréttum mbl.is

Dapurlegt

Horfði á fréttaskýringaþáttinn Kompás í kvöld. Er óhætt að segja að frásögn foreldra unga drengsins sem lést í þessu hörmulega bílslysi í vetur hafi hreyft við manni. Vona svo innilega að sökudólgurinn, hver sem hann er finnist ekki bara foreldrana vegna, heldur allra vegna og ekki síst hans sjálfs vegna.

Gladdist yfir því í kvöld að Akureyri Handboltafélag sem er í 50% eigu Þórs lagði hið sterka lið Stjörnunnar í kvöld. Greinilegt að liðið er á réttri leið eftir frekar dapurt gengi framan af vetri.

Meistaradeildin í kvöld. Ekkert þar sem kom á óvart. Ríflega miðlungs gott enskt lið spældi Inter enn og aftur. Greinilegt að ítalski boltinn er einfaldlega langt frá því að vera í sama klassa og sá enski. Alla vega átti topplið Ítala engan möguleika á að koma sér áfram og eins og spilamennska þeirra gegn Liverpool var, eiga þeir ekkert heima í svona keppni.

Og þar sem sól fer hækkandi á lofti með hverjum deginum léttist brúnin á fólki hér og hvar og lundin með. Vorfiðringur farin að gera vart við sig þótt enn sé talsvert í vorið samkvæmt almanakinu.

Málsháttur dagsins: Margur er engill í orði en djöfull í verki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sá líka aðeins af þessum þætti og fannst dapurlegt í þessu fámenna landi horfa upp á það að foreldrarnir hrópi á hjálp vegna einhverra óskiljanlegrar eftirfylgni lögreglu!

Edda Agnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já ég er á sömu skoðun og þú þetta var dapurlegt með litla drenginn Fylgdist með þættinum þar sem þessi atburður snerti marga hér á suðurnesjum og þessi hörmugar atburður gerðist ekki langt frá mínu heimili. Veistu að ökumenn almennt mættu nú alveg fara að hugsa um aksturinn og vera vakandi. Það hefur nokkrum sinnum skéð hérna bara fyrir utan hjá mér að keyrt hefur verðið á gangandi jafnt sem húsin. Kveðjur úr Njarðvíkurborg

Hrönn Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband