Leita í fréttum mbl.is

Gleði og sorgir.

MöðruvallakirkjaÞessi dagur hefur verið mjög sérstakur fyrir margra hluta sakir.  

Í dag var borin til grafar stórfrændi minn Bragi Viðar Pálsson. Bragi var jarðsettur frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Bragi var mikið ljúfmenni í alla staði og hvers manns hugljúfi. Braga verður ávallt minnst þannig. Missir Hafdísar og sona þeirra hjóna og barnabarna er mikill. Á krossinum sem prýðir leiði Braga er skráð eftirfarandi fyrir neðan nafnið hans ,, Hver minning er dýrmæt perla" það er vel við hæfi.

Það var falleg stund í athöfninni í dag og snerti hjörtu margra að heyra þegar sungin var sálmur við ljóð eftir Páll afi minn sáluga og faðir Braga og hljóðar svo:

Þú alheims drottinn, sem öllu ræður, ávallt að kvöldi þess ég bið. Þú látir hætta að berjast bræður, en bætir og göfgir mannkynið. Svo ófrið í heimi loksins linni, því lífið er allt í hendi þinni. lagið er eftir Dimitri Bortniansky.

Hvíl í friði kæri frændi.

NafnarÞennan dag fyrir þremur árum leit yngsta barnabarn mitt dagsins ljós. Jón Páll sem er sonur elstu dóttur minnar á sem sagt afmæli í dag. Litli snáðinn gerir sér enga grein fyrir sérkenni þessa dags. Það er eins og gefur að skilja erfitt að halda uppá afmæli sama dag og fjölskyldan fylgir ættingja til grafar. Það rifjaðist upp fyrir okkur að afi minn Páll Friðfinnsson (sem var pabbi Braga Viðars) var borin til grafar á afmælisdegi Dagbjartar dóttur minnar móður Jón Páls.

Um kvöldið fórum við ásamt Döggu og fjölskyldu og tengdaforeldrum hennar út að borða á Greifann. Notaleg kvöldmáltíð eftir snúinn dag.

BlásturÁ morgun á svo að halda veislu til heiðurs litla kút enda ekki hægt að koma því við í dag af eðlilegum ástæðum. Gera má ráð fyrir því að þar verði margt um manninn og margar girnilegar kræsingar á borð bornar eins og Döggu er von og vísa.

Myndin hér til hliðar er tekin í kvöld á Greifanum. Afmælisbarnið fékk í eftirmat ísrétt sem skreyttur var með kerti. Þótti litla kút þetta ekki leiðinlegt enda er ís í miklu uppáhaldi hjá honum og tók hann hressilega til matar síns. Í dagslok var afmælisbarnið orðið vægast sagt þreytt. Og vísast ekki verið mikið mál að koma honum í draumalandið ef að líkum lætur.

Málsháttur dagsins: Snemma beygist krókurinn sem verða vill.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ já þessi dagur hefur ábyggilega verið mörgum erfiður Hefði svo sannarlega viljað vera hjá ykkur en stundum er það bara svo að ekki er allt hægt Bragi frændi var ljúflingur sem sárt verður saknaðEn til hamingju með Jón Pál litla. Bið voða vel að heilsa í bæinn er í vinnuni núna og stalst í tövluna. Kveðja frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.3.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Hrönn mín stundum verður maður að velja og hafna og stundum hefur maður ekkert val. Sömuleiðis biðjum við að heilsa þínu fólki í Njarðvíkurborg.

Páll Jóhannesson, 8.3.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband