2.3.2008 | 10:46
Ritstífla eða....
Kannski ekki beint ritstífla, alla vega lítur það út fyrir að svo hafi verið. Svo sem nægt tilefni hafi verið til að blogg. Á fimmtudagskvöldið fóru mínir menn í körfuboltaliði Þórs í Borgarnesið og léku þar við heimamenn í Skallagrími. Sóttu þeir gull í greipar heimamanna og lönduðu sanngjörnum sigri og komu heim með tvö stig. Þar með gulltryggðu þeir sæti sitt í úrvalsdeildinni og stigu mikilvægt skref í áttina að sæti í úrslitakeppninni.
Föstudagurinn hófst eins og venjulega með því að fara í kaffi í Hamar félagsheimili. Málin rædd á víðum grunni og þau leyst í eitt skiptið fyrir öll. Skrapp svo í athvarfið hjá þeim fullorðna og nokkur handtök tekin með honum í smíðinni sem þar stendur yfir, óhætt að segja að nú hilli undir verklok. Spurning hvort sjósetningin verður með hefðbundnum hætti?
Laugardagsmorgun var haldið áfram við smíðin eða allar götur þangað til sá fullorðni þurfti að bregða sér frá til þess að fylgjast með sínum mönnum í Arsenal í imbanum. Fyrir okkur feðga þ.e. sá fullorðni, mig og Sölla liðin okkar stóðu sig ekki nægilega vel. Að sögn Arsenal manna voru þeirra menn heppnir að ná jafntefli gegn Aston Villa. Mínir menn í Manchester City fengu botnlið Wigan í heimsókn og náðu ekki að landa sigri og þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. Þyrfti að eiga nokkur vel valin orð við Svein Jörund stjóra og hrista aðeins upp í þessu hjá honum, komin tími á sigur.
Ættarhöfuðin þ.e. mamma og pabbi komu svo í heimsókn og borðuðu með okkur kvöldmatinn. Hefðbundið hvítlaukslæri með tilheyrandi. Notaleg kvöldstund. Horfðum á Spaugstofuna, sem var hin ágætasta skemmtun. Verð svo að játa að restin af sjónvarpsdagskránni á báðum rásum skoraði ekki feitt hjá mér og verðskuldaði að ég hefði dottað mikið, en gerðist þó ekki.
Hvað sunnudagurinn á eftir að bera í skauti sér er ómögulegt að vita en vonum að hann verði í alla staði hinn ánægjulegasti fyrir alla.
Fróðleikur dagsins: Margur sefur yfir sig, sem vaknar ekki á réttum tíma.325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las: "sjósetningin".....
....hvað er verið að smíða??
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:55
Oh ég fæ vatn í munninn af að lesa "hvítlaukslambalæri með tilheyrandi". Er enn að halda í vonina að einhver hringi í okkur & bjóði okkur í mat í kvöld svo ég þurfi þess ekki svona einu sinni
Dagbjört Pálsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:22
Gunnar! við feðgarnir höfum gaman af því að smíða skipslíkön nú er langt komið með að smíða líkan af Snæfellinu EA 740. Eikarskip sem smíðað var hér á Akureyri í myndaalbúminu hjá mér er mynd sem tekin var af smíðinni http://www.pallijoh.blog.is/album/Eittogannad/image/212501/ en er komið mun lengra nú. Þetta er hugverk pabba gamla og er ég hans sérlegi aðstoðarmaður. Skrokkinn af Snæfellinu smíðuðum við úr plasti. Einnig getur þú fundið smíði af líkani sem ég smíðaði og er afar stoltur af. Það er líkan af Akurey SF 52 frá Höfn í Hornafirði og hef ég sérlega mikla tengingu við það skip, útgerð þess o.þ.h. Skrokkurinn á Akurey er gerður úr Linditré og er með böndum og hvað eina holur að innan og fislétt þrátt fyrir stærðina en hún er smíðuð í hlutföllunum 1:25. http://www.pallijoh.blog.is/album/pallijoh/image/173437/. Kannski ég bloggi meir um þetta á næstunni.
Páll Jóhannesson, 2.3.2008 kl. 13:42
Takk fyrir síðast og frábært lambalæri og allar veitingar á laugardagskvöldinu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:08
snilldin við þetta blessaða lambakjöt er hversu meðfærilegt það er í allri matreiðslu að meira segja menn eins og ég geta látið það bragðast hið besta.
Páll Jóhannesson, 3.3.2008 kl. 23:11
Þú ert nú meiri hagleiksmaðurinn Páll! greinilega ekki langt að sækja þetta, þið mæðginin á fullu í listiðninni. Þetta er skemmtilegt og sérstætt.
Edda Agnarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:56
Edda mín! ég veit ekki hvort hægt sé að kalla mig hagleiksmann? en ef eitthvað svoleiðis er til hjá mér þá er það klárlega að stórum hluta frá mömmu minni. Hún er afar snjöll á mörgum sviðum og synd að hún skildi ekki hafa farið út í listnám eða helgað sig meir ýmsum listum þegar hún var yngri.
Páll Jóhannesson, 4.3.2008 kl. 22:17
En smá viðbót við hana mömmu þá er ég afar þakklátur fyrir það að hún skuli sinna þessu nú á sínum efri árum og mjög gaman að fylgjast með henni. Ef þú Edda átt leið um Akureyri ættir þú að láta verða að því að kíkja á málverkin hennar, þvílík snilld.
Páll Jóhannesson, 4.3.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.