Leita í fréttum mbl.is

Gleði og sorgir

Suma dagana er maður í meira stuði til að blogga en aðra. Í gær var lítið um skriftir enda var sá dagur ekki eins og flestir aðrir í fjölskyldunni. Sorgin barði að dyrum. Bragi Viðar Pálsson móðurbróðir minn lést í gær. Bragi var hinn mesti ljúflingur og hvers manns hugljúfi. Sendi Hafdísi og sonum þeirra og fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þá þarf hún mamma mín ekki síður á hlýjum kveðjum að halda og á nærveru að halda þar sem mikill vinskapur var með þeim systkinum.

Í dag eins og all flesta aðra daga voru barnabörnin hér hjá afa og ömmu. Misjafnt hvernig þau koma stefnd heim úr skóla og leikskóla. Þegar þær Margrét Birta og Elín Alma hafa lokið sér af við heimanámið þá er oftar en ekki sest við eldhúsborðið þar sem listsköpunin fær sína útrás. Sennilegast að þær sæki þessa miklu teiknihæfileika í hana Ólöfu langömmu sína.

Margrét Birta. 

MargrétBirta

Jón Páll

JónPáll

En stundum þarf að sína afa og ömmu frá báttið sem stundum hlýst í hita leiksins í skólanum. En þau sár eru jafnan gróin þegar heim er komið en engu að síður þarf að segja frá og fá smá koss á báttið og málið er dautt.

Elín Alma.

 ElinAlma

Fundur í kvöld í aðalstjórn Þórs þar sem ýmis mál eru á dagskrá. Loka undirbúningur fyrir næsta aðalfund sem haldinn verður snemma í mars. Körfuboltalið Þórs leikur í kvöld gegn Skallagrími í Borgarnesi og vona ég að mínir menn láti heimamenn finna til tevatnsins.

Málsháttur dagsins: Þá verður eik að fága sem undir skal búa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Greinilega alltaf fjör hjá ömmu & afa á meðan ég er í skólanum, þarf víst ekki að hafa einar einustu áhyggjur af neinu

Samhryggist þér líka pabbi minn, Bragi var góður maður & er hugur manns hjá ykkur öllum, sérstaklega Hafdísi, sonum þeirra & fjölskyldum þeirra.

Dagbjört Pálsdóttir, 28.2.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Jóhann Jónsson

Auðvitað gekk Þórsurum vel með Skallagrím og tóku þá með 5 stigum..Fékk símtal í vinnuna í dag þar sem einn áhyggjufullur faðir hafði áhyggjur af bíl dóttur sinnar þar sem hún hafði keyrt útaf á Öxnadalsheiði og nefndi sérstaklega að körfuboltalið Þórs hefði komið henni til bjargar og reynt að ná bílnum aftur upp á veg.  Ekki að spyrja að okkar mönnum.

Samhryggist þér svo með Braga - Greinilegt að Bragi var mikill maður í fjölskyldunni og að honum verður sárt saknað.

Jóhann Jónsson, 28.2.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Jac Norðquist

Samhryggist Palli.

Kveðja

Bói

Jac Norðquist, 29.2.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já Palli það er misjafnt hvað maður er dugleguur að blogga og sá dugnaður er ekki hérna megin alla vega. Með Braga frænda er ég sammála þér og mömmu þarna var mikill ljúflingur á ferð sem sárt verður saknað. En ein spurnig varstu í Bónus að versla í morgun og hittir ungan mann sem sagði við þig blessaður? Og þekktir ekki og hélst þínu striki? Hann var að tala við mig og sagði að þú tækir ekki eftir sér alveg sármóðgaður. Lasarusar kveðjur úr Njarðvíkurborg

Hrönn Jóhannesdóttir, 29.2.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jói! Já þetta var ferlega flott hjá mínum mönnum í körfunni og ekki er að spyrja að hjálpseminni.

Hrönn! já þetta var dálítið asnalegt í Bónus, ég þekki hann ekki og spurði Grétu hvort hún vissi hver hafi verið að heilsa mér.....  En endilega segðu Gústa að ég sé sármóðgaður yfir því að hann hafi ekki þorað að sparka í rassgatið á mér og skamma mig fyrir merkileg heitin  En svona fer fyrir manni þegar aldurinn færist yfir.... kv Palli 

Páll Jóhannesson, 29.2.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband