Leita í fréttum mbl.is

Heiðurskonur

HrönnÍ dag eiga tvær heiðurskonur afmæli. Fyrst skal telja hana ,,litlu" systir mína Hrönn sem er í dag orðin 45 ára. Hrönn systir býr ásamt manni sínum og börnum í Reykjanesbæ eða í ,,Njarðvíkurborg" eins og hún kallar bæinn sinn gjarnan. Um það leyti sem Hrönn náði þeim áfanga að verða fertug, lét hún verða að því að sanna máltækið ,,allt er fertugum fært". Þá tók hún sig til og settist á skólabekk og lærði félagsliða. Námið kláraði hún með miklum stæl eins og sönn hetja. Hún hefur síðustu ár helgað líf sitt störfum tengdu fólki sem á við ýmiskonar erfiðleika að etja þ.e. við umönnunarstörf. Ég óska Hrönn systir og fjölskyldu til hamingju með daginn. Hefði verið gaman að geta eytt deginum með þeim í góðra vina hópi En ég geri ég ráð fyrir því að mamma og pabbi sem brugðu sér suður yfir heiðar ásamt tveimur systkinum okkar sem búa hér norðan heiða haldi uppi fjörinu og skemmti sér hið besta.

Hrönn er ein af hetjum dagsins, til hamingju.

Magga1Önnur hetja á afmæli í dag, sem ég vil nefna örlítið hér. Það er tengdamóðir hennar Döggu dóttur minnar - Margrét Pálsdóttir. Magga eins og hún er kölluð í daglegu lífi er fimmtug í dag. Í gær hélt Magga uppá þennan áfanga með sínu nánasta fólki þ.e. börnum, tengdadætrum og barnabörnum. Í dag tekur hún á móti vinum og ættingjum á heimili sínu og verður þá væntanlega mikið um dýrðir.

Ef að líkum lætur þá verða á borð bornar miklar kræsingar enda er Magga afar snjall bakari og terturnar hjá henni eru hrein listaverk. Óska Möggu til lukku með áfangann og við hana segi ég ,,það sem fertugur getur gerir fimmtugur betur.

Til hamingju með daginn Margrét Pálsdóttir og fjölskylda.

Bryndis_46 001Þriðja hetjan sem ég blogga um í dag átti afmæli í gær og heitir Bryndís Karlsdóttir. Bryndís er mikil og góð vinkona okkar hjóna og hefur verið í tæp 29 ár. Bryndísi kynntumst við hjónin í gegnum manninn hennar sáluga hann Áka Elísson sem var einn af mínum kærustu vinum. Bryndís varð ekkja allt of ung þar sem að Áki lést árið 1994 aðeins tæpra 36 ára gamall.

Bryndís sem stóð þá uppi sem ekkja með 4 börn á aldrinum 2-14 ára hefur staðið sína plikt með stæl og hefur reynst börnum sínum hin besta móðir. Vinskapur okkar hefur haldið stöðugur allar götur frá því að hann hófst og verður þá seint eða aldrei ofmetið að eiga slíka vini. Eins og vera ber heimsóttum við hana á afmælisdeginum og þáðum veitingar að hætti hússins eins og vera ber.

Til hamingju með daginn Bryndís.

Málsháttur dagsins: Að því spyr veturinn hvað sumarið aflar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk fyrir falleg og fögur orð. Já það er gaman þegar fólkið manns getur verið hjá manni á stórum stundum en við áttum samt góðar stundir með ykkur hjónunum á þínum afmælisdegi sem líður seint úr mynni Hamingju óskir til hinna kvennana og allra reyndar með dagin í dag Kveðja frá Njarðvíkurborg í snjó og sælu

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband