Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eru þessir trúðar að gefa kost á sér?

Ný vika með nýjum tækifærum á víð og dreif, en ekki allstaðar. Vandræðagangur í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna halda áfram og engar líkur á að það sjái fyrir endann á þeim. Morgunblaðið greinir frá því í dag á forsíðu að ,,þrjú gefa kost á sér" sem borgarstjóra ef Villi guggnar. Ég spyr af hverju ætti Villi að guggna, hefur hann eitthvað gert af sér til að svo geti orðið? Af hverju gefa þessir trúðar kost á sér ef Villi guggnar? Eru þau ekki búinn að gefa það út að þau standi 100% að baki hans? Þegar þessi meirihluti var myndaður var þá ekki ákveðið að Villi yrði næsti borgarstjóri á eftir Ólafi F. Magnússyni?  En stóra spurningin er þessi af hverju í fjandanum er þetta fólk í pælingum um að taka við af honum ef hann þetta eða hitt - þau styðja hann 100% er það ekki - Æi hvað þetta fólk á mikið bágt, það liggur við að maður vorkenni því.

Regína Ósk og Friðrik Ómar sendu sterabúntin og Dr. Gunna heim með öngulinn í rassinum á Júravísíon, gott hjá þeim. Gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég heyrði Friðrik Ómar senda vissum aðilum tóninn þegar hann sagði eftir sigurinn ,,glymur hæst í tómri tunnu".

Spaugstofan klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn. Gaman að rifja upp lögin þeirra í gegnum tíðina og tel ég næsta víst að þeir hefðu komist langt í þessari keppni hefðu þeir tekið þátt. Alla vega góð skemmtun.

Var rétt að stoppa loðnuveiðar? ég veit ekki. Sumir spyrja sig ,, hvað ef fiskifræðingar hafa rangt við hvað þá?" ég velti því hins vegar fyrir mér hvort menn hefðu vilja taka áhættuna á að halda ótrauðir áfram loðnuveiðum í von um að fiskifræðingar hefðu rangt við? Hvað hefðu við þá gert ef það hefði leitt okkur í þrot? ég veit ekki. En ljóst er að þetta hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið og sérstaklega þá sem hafa lífsviðurværi sitt af þessum veiðum. Eitthvað verður að koma í staðin það er ljóst.

Þá er von um að komin sé friður innan raða HSÍ. Þorbergur búinn að eta ofan í sig stór orð sem stóðu ekki bara í honum heldur stórum hluta þjóðarinnar, að því er manni er sagt. Ég veit samt ekkert hvað það var sem fór fyrir brjóstið á fólki, mér stendur á sama. Alla vega búið að ráða Guðmund Þ. Guðmundsson. Hann hefur áður komið nálægt þjálfun liðsins með ágætum árangri svo kannski er þetta bara ágætis lausn, vonandi?

Mínir menn í Manchester City taka á móti STÓRA liðinu í Liverpool sem heitir Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. El ég vonir í brjósti mér um að þar landi mínir menn sigri og hífi sig örlítið ofar á stiga töfluna. En spyrjum að leikslokum.  

Fróðleikur dagsins: Dagur á Júpíter er u.þ.b. 9 klst, 50 mínútur og 30 sekúndur við miðbaug.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæll Palli. Ég er ekki sammála þér um þau orð sem Friðrik Ómar lét falla eftir júravísíón keppnina. Hvað sem öllu líður og hvað sem gerst hefur á bak við tjöldin, hefði hann mátt sleppa þessu.

Spaugstofan var ágæt og skemmti ég mér yfir henni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.2.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Svona er þetta mamma mín menn eru ekki alltaf sammála, og það er líka allt í lagi, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 26.2.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband