Leita í fréttum mbl.is

Heillandi hlussa.

London augaðHún er lítil og mjó, stór og feit, skítug og hrein hún er heillandi en getur verið fráhrindandi. Hún bíður uppá þokka og er tælandi. Ef það er eitthvað sem þú hefur aldrei séð en hefur alltaf langað til að sjá þá getur þú séð það hjá henni.

Sé eitthvað til sem þú hefur aðeins geta látið þig dreyma um að sé til þá gætir þú séð það hjá henni. Sé eitthvað í veröldinni til sem þig grunar að sé alls ekki til hjá henni, þá skjátlast þér alveg 100%. Það er einmitt vegna þessa alls sem hún er svona eftirsótt og fær mann til að langa heimsækja hana aftur og aftur og einu sinni enn.

Þetta er London.

Í góðum fílingEyddi 4 dögum í London þ.e. frá miðvikudeginum 13. febrúar og til sunnudagsins 17. feb ásamt konu minni, Hrönn systir og manni hennar honum Ágústi Hrafnssyni. Á miðvikudag sl. fögnuðum við ég og Ágúst 50 ára afmælinu okkar og samanlagt því einni öld, hvorki meira né minna. Í leiðinni fagnaði ég 26 ára brúðkaups afmæli mínu og minni heittelskuðu. Meðal þess sem við gerðum meðan á dvöl okkar stóð var að fara í Madame Tussauds safnið, Imperial War Museum skoðunarferð um lítinn hluta borgarinnar sem tók aðeins 3 klukkustundir ásamt mörgu, mörgu öðru. Mun henda inn einhverjum myndum á bloggið á næstu dögum fyrir þá sem vilja og hafa gaman af.

Ferðin var snilld frá upphafi til enda hennar hvernig sem á hana er litið. Þegar svona ferðir eru farnar skiptir miklu máli að hafa góða ferðafélaga og það er nákvæmlega það sem var í þessu tilfelli. Vil ég því nota tækifærið fyrir hönd okkar hjóna og þakka Hrönn systir minni og Ágústi manni hennar fyrir ógleymanlega daga og mega þau svo sannarlega vita að þau gerðu ferðina bara skemmtilegri.  Hrönn og Gústi takk fyrir okkur.

Svo á næstu dögum verður tekið til við að blogga um eitt og annað og púlsinn tekin hér og hvar. Þarf að senda Staksteinum tóninn vegna skrifa sem birtust föstudaginn 15. febrúar og hef ég eitt og annað við þau skrif að athuga.

Málsháttur dagsins: Lengi jórtrar tannlaus baula á litlu fóðri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Takk æðislega fyrir okkur og satt segir þú að það er sko mikils virði að hafa góða ferðafélaga og það voruð þið hjónin svo sannarlega. Og þegar heim kom fattaði ég með brúðkaupsafmælið ykkar til hamingju þótt seint sé. Þarna sannast að góður maki er gulls ígildi og það er hún Margret svo sannarlega og þú ert líka gulls ígildi sem bróðir. Þessi ferð munum við lifa lengi á. Fer að blogga vonandi í dag það er eitthvað promblem með að setja myndirnar inn hjá mér en vonandi tekst það. Takk fyrir okkur

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.2.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að þið áttuð ánægjulega daga í London. Ég var í morgun að staðfesta tvær, já ég sagði tvæææær...utanlandsferðir á hausti komandi.En hvað við gerum fram að því veit nú engin, fyrir utan helgarferðina suður með Björgu og Jóa.  Kveðjur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.2.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Flott hjá ykkur um að gera vera duglegur við að gera eitthvað fyrir sjálfan sig meðan heilsan leyfir.

Páll Jóhannesson, 19.2.2008 kl. 15:10

4 identicon

Velkomin heim, gott að vera búin að fá ykkur heim aftur

Dagga & fjölskylda (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:05

5 identicon

Hæ hæ og velkominn heim og til hamingjui  með afmælið þann 13 en já ég vil sjá fleiri  myndir frá london bara staðfesta það hér,verð svo að koma hér einu á framfæri var að renna gegnum myndaalbúmið og sá þar einstaklega flotta mynd af þér í rauðu regnplasti eða hvað það nú er þú ert allavega um borð í bát en já bið að heilsa

Kv úr Njarðvíkinni

Aníta (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:30

6 identicon

Fín ferð, svona á að stúta skammdeginu hér heima....

Gunnar Th (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:25

7 identicon

Sæll frændi.

Til lukku með alla áfangana.  Greinilega mikils að fagna hjá ykkur. Innilega til hamingju.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:31

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir kveðjurnar.

Aníta! myndin sem þú ert að vísa í er tekin um borð í Sléttbaki EA 304 árið 1976.  Þetta var þá nýjasta tískan í sjóklæðnaði, Bússu (klof stígvél sem náðu upp í klof eins og nafnið ber með sér) og sjóstakkur. Úrvalið í sjóstökkum var ekki mikið þ.e. tveir litir þessi fallegi rauði og svo skítagulir.

Páll Jóhannesson, 20.2.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband