Leita í fréttum mbl.is

Góðs vinar minnst

ÁkiElíssonÍ dag vil ég minnast látins vinar. Hann leit dagsins ljós í fyrsta sinn árið 1958 og hefði því orðið 50 ára í dag væri hann á lífi.

Áka Elíssyni kynntist ég árið 1979 þegar ég hóf nám í húsasmíði. Þá unnum við saman hjá bygginga fyrirtæki, sem þá var starfandi hér í bæ og hét Smári h/f. Áki hóf smíðanám strax að loknu grunnskólanámi svo að þegar við kynntumst var hann útlærður og naut ég liðssinnis hans meðan ég var í námi.

Með okkur Áka tókst mikil vinátta. Ekki bara vinátta með okkur heldur varð mikil vinátta milli fjölskyldu okkar, sem varir enn. Áki veiktist mjög alvarlega og þau veikindi drógu hann til dauða á örfáum dögum. Hann lést árið 1994  aðeins 36 ára gamall.

Þegar Áki lést höfðu þau hjónin eignast 4 börn. Þrjár stúlkur og einn son. Sonurinn yngstur ekki tæplega tveggja ára gamall og elsta dóttirin á 14. ári og var fermd skömmu eftir andlát föður síns.

Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast þessum mæta manni. Ég er einnig þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast fjölskyldu hans og þá tryggð sem ríkt hefur á milli okkar. Ég sakna þessa mikla vinar míns, en ég læt þær góðu minningar sem ég á um hann verða mér hvatning í lífinu.

Málsháttur dagsins: Oft er sorgfullt brjóst undir sjálegri skikkju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð sé minning Áka

Gleymi því trúlega seint daginn sem hann dó,  en þá voru um 2 vikur í ferminguna mína & Fjóla með bestu vinkonum mínum, átti að fermast 2 vikum á eftir mér. Maður saknar hans enn & hversu góður hann var.

Dagga (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Palli minn. Það er gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við. Áka og hans fjölskyldu kynntist ég á þínu heimili, vandað og gott fólk. Blessuð sé minning Áka Elíassyni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.2.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband