13.2.2008 | 08:55
Flogið á vit ævintýranna
Þennan dag árið 1958 leit hann dagsins ljós í fyrsta sinn. Ég fjandakornið vissi ekkert um þennan mann fyrr en ,,litla" systir mín kynnti mig fyrir honum, hún varð ástfangin af honum. Síðan er talsvert mikið vatn runnið til sjávar. Þegar ég kynntist honum var hann bæði ungur og myndarlegur. Í dag stendur hann á fimmtugu, og er enn myndarlegur ,,ungur?" alla vega ungur í anda.
Í dag lætur hann ,,gamlan" draum rætast og flýgur ásamt konu sinni á vit ævintýranna. Þegar þessi bloggfærsla birtist þá er hann á loftinu á leið til London. Óska Ágústi Hrafnssyni mági mínum til hamingju með daginn, sem og ,,litlu" systur til lukku með góðan eiginkarl. Tek mér það bessaleyfi og birti mynd af þeim hjónum Ágústi og Hrönn af tilefni dagsins, mynd sem er trúlega tekin fyrir u.þ.b. 20+ árum. Myndin er að öllum líkindum tekin á lyftingamóti þar sem trúlega pabbi hefur verið að henda lóðum til og frá, þá gæti einnig verið að stóri bró hann Halldór hafi keppt á þessu móti.
Þessi dagur er einnig merkilegur fyrir fleiri. Því þennan dag árið 1982 gengu foreldrar þessara litlu stúlku í hjónaband. Samkvæmt mínum útreikningum eru þá eiga foreldrar stúlkunar 26 ár ára brúðkaupsafmæli í dag.
Ekki endilega víst að allir segi að það sé mikið afrek að eiga 26 ár að baki í hjónabandi, en sumum finnst það. Alla vega hef ég fyrir því áræðanlegar heimildir að karlinn í þessu hjónabandi dáist enn að konunni fyrir alla þá þolinmæði sem hún hefur sýnt með því að hanga enn inni með hann sér við hlið.
Þetta fólk er líka flogið á vit ævintýranna. Það ætlar líkt og fólkið hér að ofan njóta lífsins í höfuðþorpi Englands þ.e. London næstu 4 daga. Börn og barnabörn þessara hjóna sem bloggað er um í dag verða bara gjöra svo vel að sjá um sig sjálf að öllu leiti meðan á þessu stendur. En víst er að fólkið mun snúa til baka aftur endurnært á sál og líkama og þá verður friðurinn úti.
Málsháttur dagsins verður í boði Margrétar Þórhildar danadrottingar og hljóðar svo;
Við giftum okkur með það í huga, að hjónabandið skyldi heppnast þess vegna lögðum við okkur frá byrjun fram um að láta svo verða.
Margrét 2. Danadrottning á silfurbrúðkaupsdegi sínum.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll elsku pabbi, tengdó & afi :o)
Innilegar hamingjuóskir með daginn :o) Mamma, til hamingju með daginn & til hamingju með pabba :o) Njótið dagana í hinni stóru London & hafið það sem allra best þarna úti :o) Þið verðið jú að vera úthvíld áður en ömmu & afa hlutverkið tekur við á ný á klakanum hahahaha :oÞ Nú eruð þið í loftinu & ætli mamma sé ekki sofnuð þar sem sumir vakna svona fyrir allar aldir :o) Söknum ykkar endanlega & hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn :o) Þúsund kossar & knús til ykkar beggja á þessum yndislega degi :o) Love you always :o***
Ástarkveðjur
Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll
Dagga & fjölskylda (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.